blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLEMDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 blaftiö blaöiö= Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 ♦ www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Einkaframkvæmdir skili sér ekki í auknum álögum Framkvœmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur einkaframkvœmdir í samgöngu- málum geta skilað betra umferðaröryggi en varar þó við auknum álögum á bifreiðaeigendur. Dregur úr notkun heimasíma Verulega hefur dregið úr notkun almennra heimasíma á síðast- liðnum fimm árum samkvæmt samantekt Póst og fjarskipta- stofnunar um íslenska fjarskipta- markaðinn. Árið 2000 nam heildarlengd allra símtala innan- lands í almenna símanetinu um tvö þúsund milljónum mínútna. í fyrra hins vegar töluðu íslend- ingar í rétt tæpar 750 milljónir mínútna og hefur notkun heim- ilissíma því dregist saman um 60% á tímabilinu. Á sama tíma og íslendingar nota heimasíma sinn í minna mæli vex notkun þeirra á far- símum gríðarlega. Árið 2000 voru um 190 þúsund skráðir far- símanotendur en í dag eru þeir um 300 þúsund. Samhliða þessu hefur heildarnotkun síma vaxið úr 250 milljónir mínútna árið 2000 í rúmar 400 milljónir mín- útna í fyrra. SMS skeyti njóta einnig vax- andi vinsælda. f fyrra sendu íslendingar um 160 milljónir skeyta sem eru að meðaltali um 1,5 skeyti á dag á hvern farsíma- eiganda. Árið 2000 voru þau 60 milljónir eða um 0,9 skeyti á dag miðað við fjölda farsímaeig- anda þá. Gæta verður þess að einkarekstur á umferðarmannvirkjum hafi ekki í för með sér þyngri álögur á bifreiða- eigendur, að sögn framkvæmda- stjóra Félags islenskra bifreiðaeig- enda (FÍB). Hann telur einkarekstur í samgöngum vera fagnaðarefni ef hann skilar sér í bættu umferðar- öryggi og betri vegasamgöngum. Áhugi er meðal einkaðila hér á landi að taka að sér byggingu og rekstur umferðarmannvirkja. Leigja ríkinu gegn veggjaldi Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, hefur lýst yfir áhuga félagsins á að taka að sér byggingu og rekstur umferð- armannvirkja. Hefur breikkun Suð- urlandsvegar um Hellisheiði verið nefnd í því samhengi. Hugmyndin er sú að fyrirtækið sjái um framkvæmdir en leigi síðan ríkinu gegn ákveðnu veggjaldi fyrir hverja bifreið sem ekur veginn. í Morgunblaðinu í gær kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar, sam- gönguráðherra, að hann fagnaði áhuga Sjóvár og teldi hugmyndina vel koma til greina. Samtökin Vinir Hellisheiðarinnar hafa lengi barist fyrir breikkun veg- arkaflans yfir Hellisheiðina. Hafa samtökin m.a. bent á að brýn nauð- syn sé fyrir fjölgun akreina þar sem núverandi vegur sinni ekki þeirri umferð sem um hann fer. Guðmundur Jónsson, talsmaður samtakanna, fagnar hugmynd for- Einkaaðilar hafa áhuga á að standa að breikkun Suðurlandsvegar um Hellisheiði. stjóra Sjóvár og hefur ekki áhyggjur af því að vegurinn verði í einkaeign. „Allt sem stuðlar að því að gera þennan veg greiðfærari er til mik- illa bóta. “ Aukið umferðaröryggi Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segist fagna einkafram- kvæmdum af þessu tagi svo lengi sem þær skili sér ekki í þyngri álögum á bílaeigendur. „Ef þetta verður til þess að framkvæmdum sé flýtt er það gott. Það þarf hins vegar að tryggja að ekki verði gengið óeðli- lega í vasa skattborgaranna. Nú þegar erum við í hópi þeirra ríkja innan OECD sem leggja hvað mesta skatta á bifreiðaeigendur.“ Runólfur segir einnig mikilvægt að verði einkarekstur að veruleika muni það ekki þýða að veganetið færist yfir á einkaeign og að vega- tollar verði teknir upp. „Við erum al- farið á móti hvers konar vegatollum. Sem kaupendur að eldsneyti erum við búnir að borga drjúgan skilding í sameiginlega sjóði landsmanna í nafni vegabóta. Oftar en ekki er þó aðeins hluti af þessum sjóði lagður til vegagerðar.” Þábendir Runólfur á að einkafram- kvæmdir gætu skilað sér í auknu umferðaröryggi og arðsemi sem sé eitthvað sem stjórnmálamenn virði stundum að vettugi í sínum ákvörð- unum. „Samgöngumál er eitt af því fáa sem stjórnmálamenn hafa mjög sterk ítök í ennþá. Þar ráða því oft byggðarsjónarmið frekar en sjónar- mið umferðaröryggis og arðsemi.“ Geir skipaði Hjördísi þrátt fyrir umsögn Hæstaréttar Hjördís Björk Hákonardóttir, héraðs- dómari við héraðsdóm Suðurlands, var í gær skipuð dómari við Hæsta- rétt íslands, samkvæmt tillögu Geirs H. Haarde, setts dómsmálaráðherra. Hjördís mun taka til starfa þann 1. maí nk. Aðrir umsækjendur um embættið voru Dr. Páll Hreinsson, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla íslands, Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdóm- ari við héraðsdóm Reykjavíkur, og Þorgeir Ingi Njálsson, héraðsdóm- ari við héraðsdóm Reykjaness. I mati sínu á umsækjendunum fjórum komst meirihluti Hæsta- réttar að þeirri niðurstöðu að Páll Hreinsson væri hæfastur til að gegna embættinu. Rétturinn tók tillit til sjö atriða, náms, dómara- starfa, kennslu, ritstarfa, starfa á vegum ríkisins, starfa við undir- búning lagasetningar og annarra stjórnsýslustarfa. Listin og lífið mwM I Hafnahúsi má um þessar mundir viröa fyrir sér sprengiskúlptúra Guðjóns Bjarna- sonar, listamanns. Guöjón sprengir í sundur stálrör sem hann stillir sföan upp á nýjan leik. Q Helðskirt (3 Léttskýjaö ^ Skýjað £ Alskýjað , ^ Rlgning, Iftilsháttar Rlgnlng Súld Snjókoma Slydda Snjóél jj Skúr Aigarve 18 Amsterdam 09 Barcelona 16 Berlín 06 Chicago 13 Dublin 10 Frankfurt 08 Glasgow 08 Hamborg 08 Helsinki 01 Kaupmannahöfn 04 London 11 Madrid 18 Maliorka 20 Montreal 10 New York 10 Orlando 19 Osló 04 París 12 Stokkhólmur 04 Vfn 11 Þórshöfn 04 'I' -3« * * * v . %■** o° # * 0° -í. i p m f 9 oo 3° Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands • Á morgun 7 3f / ** ** . -5° * 0° * Hí * 0°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.