blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 blaðiö
Framlag Reagans til
eldflaugavarna heiðrað
Nancy Reagan, eiginkona Ronalds heitins Reagans fyrrum forseta Bandaríkjanna, var
í vikunni viðstödd þegar eldflaugavarnarstöð í Vanderbilt í Kalifornfuriki var nefnd i
höfuðið á forsetanum fyrrverandi. Einnig var afhjúpuð gyllt brjóstmynd af Reagan en
stöðin er nefnd eftir honum til að minnast framlags hans til eldflaugavarna Bandaríkj-
anna. Ronald W. Reagan eldflaugavarnarstöðin er bæði notuð til varna, rannsókna og
þróunar á eldflaugavarnarkerfi Bandarfkjanna.
KOKOS-SISAL TEPPI
Falleg - sterk - náttúruleg
Verð frá kr. 2.840,- pr. m2
Suðuriandsbraut 10 C;
simznsm VpTRÖND
/ww.simnct.ts/strond ' but.
Smáauglýsingar
510-3737
Auglýsingadeild
510-3744
Afturhvarf til óvissu
og óstöðugleika?
Afar naumur sigur vinstri flokka íþingkosningunum á Ítalíu.
Reuters
Romano Prodi fagnar naumum sigri. Ef allt fer sem horfir bíða hans erfiðir tímar á
valdastól.
Úrslit þingkosninga á ftalíu end-
urspeglar klofning meðal kjós-
enda. Mjög mjótt var á munum
á milli bandalags vinstri- og
miðjuflokka, undir forystu Ro-
mano Prodi, og bandalags hægri
flokka undir forystu Silvio
Berlusconi forsætisráðherra
landsins. Báðar deildir þingsins
deila jöfnun völdum og til þess
að mynda starfhæfa stjórn þarf
því meirihluta í báðum deildum.
Fái hvorki Prodi né Berlusconi
á endanum meirihluta í báðum
deildum gæti forseti landsins
þurft að skipa utanþingsstjórn
þangað til að boðað yrði til
nýrra kosninga. Hins vegar var í
gær allt útlit fyrir að Prodi fengi
nauman meirihluta í báðum
deildum.
Bandalag Prodi vann nauman
meirihluta í neðri deild þingsins
með um 25 þúsund atkvæða mun,
eða 49.8% á meðan flokkarnir á
bakvið Berlusconi fengu 49.7% at-
kvæða. Einnig var mjótt á munum
í efri deild þingsins en í gær sýndu
tölur að Berlusconi hefði fengið
155 þingmenn kjörna en Prodi 154.
Enn átti eftir að telja öll atkvæði
frá ftölum búsettum erlendis og
töldu stjórnmálaskýrendur allt út-
lit fyrir að Prodi myndi á endanum
fá nauman meirihluta í efri deild'-
inni. Hverju sem því líður er útlit
fyrir að niðurstöður kosninganna
muni valda óstöðugleika í stjórn-
málum landsins.
Líklegt þykir að Berlusconi fari
fram á endurtalningu. Hvort sem
af henni verður eða ekki er ljóst
miðað við núverandi niðurstöður
að Romano Prodi mun eiga í erfið-
leikum með að halda saman banda-
lagi ólíkra stjórnmálaafla vegna
þess hve nauman meirihluta flokk-
arnir sem fóru fram undir forystu
hans fengu.
Þrátt fyrir óvissuna lýsti Ro-
mano Prodi því yfir strax aðfar-
arnótt þriðjudags að bandalag
vinstri- og miðflokkanna hefði
sigrað í kosningunum. Stuðnings-
menn Berlusconi mótmæltu þessu
og sökuðu Prodi um frumhlaup.
En þegar líða tók á gærdaginn og út-
lit var fyrir að bandalag vinstri- og
miðflokkanna myndi fá nauman
meirihluta tók Prodi að koma fram
sem sigurvegari kosninganna og
hóf að lýsa áherslum væntanlegrar
ríkisstjórnar sinnar.
„Tæknilega og stjórnmála-
lega sterk stjórn"
Á fundi með blaðamönnum full-
vissaði hann kjósendur um að
ríkisstjórn hans myndi eiga i upp-
byggilegu sambandi við Banda-
ríkin en tók fram að þungamiðjan
í utanríkisstefnu hans yrði byggð
á evrópskri hugsjón. Prodi tók
einnig fram að alþjóðlegir fjármála-
markaðir myndu bregðast vel við
áherslum hans í efnahagsmálum,
en ítalska ríkið er gríðarlega skuld-
sett og hefur átt við viðvarandi
efnahagslega stöðnun að .stríða.
Mikilvægt er fyrir Prodi að alþjóð-
legir fjármagnsmarkaðir hafi trú
á efnahagsstefnu hans svo að ríkið
lendi ekki í erfiðleikum með fjár-
mögnun skulda sinna. Það er því
mikilvægt fyrir hann að senda
út ákveðin skilaboð um að stjórn
hans verði ekki veikburða og muni
ráða við efnahagsvanda ítala.
Prodi gerði lítið úr kröfum fylg-
ismanna Berlusconi um endurtaln-
ingu og sagði að þrátt fyrir að vænt-
anleg ríkisstjórn hans styddist við
nauman meirihluta á þingi væri
hún „tæknilega og stjórnmálalega
sterk“ og myndi stjórna í þágu
allra ítala.
Berlusconi hélt sig til hlés í gær
en leiðtogar í flokki hans funduðu
í höfuðstöðvum flokksins og réðu
ráðum sínum. Talsmenn Berlus-
coni ítrekuðu kröfuna um endur-
talningu í fjölmiðlum en héldu ann-
ars að sér höndum.
Óstöðugleiki framundan?
Verði niðurstaðan að bandalag
Prodis fái nauman meirihluta í
báðum deildum bíður hans erfitt
verkefni. Kosningabandalag hans
er sett saman úr flokkum kristi-
legra demókrata, græningja, frjáls-
lyndra, kommúnista og fyrrum
kommúnista. Erfitt verður að
halda slíkri hjörð saman þegar
meirihlutinn á þinginu er naumur.
Prodi mun þurfa að bregðast við
erfiðri stöðu í efnahagsmálum og
vandasamt verður að keyra óvin-
sælar aðgerðir í gegnum þingið.
Þrátt fyrir að margir stjórnmála-
skýrendur telji Silvio Berlusconi
að mörgu leyti vera fyrirbrigði
í evrópskum stjórnmálum og
fagni ósigri hans benda aðrir á að
honum hafi tekist það sem engum
ítölskum stjórnmálamanni hafði
tekist s.l. fimmtíu ár - að halda
saman rikisstjórn út eitt kjörtíma-
bil. Þrátt fyrir að Berlusconi hafi
ekki tekist að ráða við efnahags-
vanda Ítalíu í stjórnartíð sinni er
ekki talið að afturhvarf til veikra
og óstöðugra stjórna vinstri- og
miðflokka muni leysa vandann.
IÐARBOK KB BANKA
Fermingarbörn sem leggja 30.000 kr. eöa meira inn á Framtíðarbók KB banka,
hvort sem er í peningum eða gjafakortum Framtíðarbókar, fá 5.000 kr.
peningagjöf inn á bókina frá KB banka.
• VerÖtryggÓur sparireikningur
• Hæstu vextir almennra innlánsreikninga bankans
• Innstæöan veröur laus til úttektar þegar þú veróur 18 ára
www.kbunglingar.is
KB BANKI