blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 38
38 I FÓLK MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 blaöiö GETTU BETUR OG RISAEGG Smáborgarinn fylgdist með sínum gamla skóla tapa í úrslitum Gettu betur í síðustu viku. Fyrir keppnina hafði Smá- borgarinn talið Verzlingana líklegri en eftir hraðaspurningarnar var nokkuð Ijóst að Hljóðneminn myndi hreiðra um sig í Eyjafjarðarsýslunni næsta árið. Og sannarlega var það verðskuldað. Lið Akureyringanna stóð sig frábærlega og þá sérstaklega miðjumaðurinn Ásgeir sem þrátt fyrir dulúðlegt útlit er óhætt að kalla „no-nonsense player" að hætti tjallans. Svipaður og Michael Dawson í vörninni hjá Tottenham. Ekki verður þó af Ofanleitismönnum tekið að þeir eiga fínasta lið og vafalaust munu þeir fara alla leiðaðári. Smáborgarinn má til með að minn- ast á skemmtiatriði Menntaskólans á Akureyri. Til voru kallaðir ungir sveinar vopnaðir gítar og blokkflautu og léku þeir eitt alsýrðasta lag sem Smáborgar- inn hefur heyrt. „Hann ersvarturog með stél" ómaði í sjónvarpssal og hefur ómað í toppstykki Smáborgarans æ síðan. Und- ursamlega fáránlegt og skemmtilegt. Hormónasprautuð páskaegg Yfir i siðmenninguna. Um þessar mund- ir er vart þverfótað fyrir páskaeggjum í matvöruverslunum landsins, enda pásk- ar í nánd. Smáborgarinn er mikill sælkeri og nýtur þess að gæða sér á páskaeggj- um þrátt fyrir að vera fullmeðvitaður um hversu óholl og óhagkvæm þau eru. Smáborgarinn leggur ekki f vana sinn að röfla yfir óhollustu en honum brá þar sem hann var staddur í matvöruverslun í vikunni og sá hversu vitfirringslega stór súkkulaðieggin eru orðin. Stærstu eggin náðu fullvaxta karlmanni upp að hné og voru þung eftir því. „Hver gefur barninu sínu svona páska- egg?" spurði Smáborgarinn vin sinn þar sem þeir gengu slefandi um nammiálm- una. Svarið stóð ekki á sér: „Sá sem vill drepa það," svaraði vinurinn. Eflaust er full djúpt í árina tekið að stimpla foreldra sem gefa slík páskaegg sem morðingja, en Smáborgarinn óskar engu barni að fagna upprisu Jesú með því að innbyrða slíkt magn af rjómasúkkulaði. Jesú fór ekki á fæturfyrir það. HVAÐ FINNST ÞÉR? Björn Ingi Hrafnsson, framsóknarmaður. Hvar er Framsóknarflokkurinn? „Hann er traustur bakhjarl okkar hóps og allra annarra framboða B-list- ans til þessara sveitarstjórnarkosninga. Framsóknarflokkurinn hefur í tæplega nítíu ár boðið fram undir merkjum B-listans og í borgarstjórnar- kosningunum '82, '86 og '90 þá var auglýst undir merkjum hans og gekk það vel. Því gerum við það einnig nú en höldum áfram að kynna okkar málstað undir merkjum Framsóknarflokksins jafnhliða, enda förum við ekki að fórna einu dýmætasta vörumerki landsins.“ Auglýsingar B-listans hafa vakið athygli fyrir frísklegt útlit, en bent hefur verið á að í þeim fari lítið fyrir nafni flokksins sem að baki framboðinu standi, það er að segja, Framsóknarflokknum. Franskir stúdentar frá Bordeaux mótmæla í Suður-Frakklandi. Hljómsveitin Rolling Stones á tónleikum I Sydney, Ástralíu. Vinnumenn halda áfram viðgerðum á Sfinx- inum í Giza í Egyptalandi. Sumardekk Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum GÚMMÍVINNUSTOFAN SP dekk Skipholti 35. 105 RVK Sírni: 553 1055 eftir Jim Unger Það voru ekki til fiskibollur. 6-23 O Jlm Unger/dlst. by Unlted Medla, 2001 HEYRST HEFUR... Ollum að óvörum var Hjör- dís Hákonardóttir skipuð í Hæstarétt þó engum dyljist að dr. Páll Hreins- son, lagaprófess- or, væri henni mun hæfari til starfans, svona út frá júrískum sjónarmiðum. Nú bíða menn þess í ofvæni hvort dr. Páll kæri skipunina til Jafnréttisráðs, en augljóst þykir að hann hafi verið látinn gjalda kynferðis síns... Enda þótt Baugsmiðlarnir hafi unnið eiða að ritstjórn- arlegu sjálfstæði sínu runnu tvær grímur á áhorfendur NFS og lesendur Vísis í gær. Frétt um að seðlabankastjóri hefði sagt að bankinn væri reiðubú- inn að hækka vexti enn frekar ef þörf krefði fékk þannig fyrir- sögnina „Davíð vill stýrivexti í 16%“. Kæra Jó- >k, hannesar Jóns- sonar í Bónus á hendur Jóni Geraldi Sull- enberger vegna rangra sakar- gifta var ekki með minni tæpi- tungu í fyrirsögn: „Jón Gerald bar ljúgvitni gegn Jóhannesi“. Orðalagið bendir svo til þess að Baugsmiðlarnir telji Jón Gerald ekki síður brotlegan við Guðs lög en manna... Ekki þurfti að bíða þess lengi, sem spáð var á þess- um stað, að innan skamms myndu Dagur B. Eggertsson og sveinar hans í Samfylk- ingunni láta að sér kveða í kosningabaráttunni. I gær birtust fyrstu auglýsingar flokksins í kosningabaráttunni, þar sem fjallað var um málefni aldraðra og púað á málflutning ihaldsins. Ekki er minnst einu orði á aðra flokka, en þannig vill Dagur vafalaust ýta undir að kjósendur telji sig knúna til þess að taka aðeins afstöðu til turnanna tveggja, hinir flokk- arnir skipti engu máli... Framsóknarmenn hófu um leið auglýsingaherferð sína og dugði ekki minna en opnuauglýsing. Þar fer Björn Ingi Hrafnsson fyrir brosmild- um frambjóðendum B-listans á öðrum nótum en hjá Sam- fylkingunni og lætur sam- anburðinn við aðra flokka að mestu eiga sig. Þó ekki alveg, því þar stendur: „Margir stjórnmálamenn vilja ástunda samræðustjórnmál. Við erum hins vegar athafna- stjórnmálamenn.“ Þess er vart langt að bíða að framsóknar- menn taki upp nýtt slagorð: Framtak, ekki froðu... Annars er athyglisvert að bera saman viðlagið í aug- lýsingum Samfylkingarinnar og Framsóknarmanna. Sam- fylkingarmenn ítreka þannig „allir með“ og vilja þannig und- irstrika hvernig flokkurinn sé að taka við forystuhlutverki R-listans, þar sem allir séu velkomnir. Hjá B-listanum er ekki alveg sama sjálfsöryggið, því þar er spurt „Ertu með?“. Segja gárungarnir að sjálfstæð- ismenn muni örugglega setja fram slagorðið „Viltu vera memm?“ til þess að biðla til kjósenda...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.