blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 32
32 I MENWING MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 blaðiö Fegurðin í myndum Blöndals Sævar Karl Ólason klæðskeri er mikil listunnandi og rekur gallerí í verslun sinni og eiginkonu sinnar, Erlu Þórarins- dóttur. Þau hjón eru málverkasafnarar og eiga mikið og gott safn málverka þar á meðal myndir eftir Gunnlaug Blöndal, en verk eftir Blöndal eru nú til sýnis í Lista- safni íslands ásamt myndum eftir Snorra Arinbjarnar. „Ég byrjaði snemma að kaupa málverk, fór á sýningar og las mér til um íslenska myndlist," segir Sævar Karl þegar hann er spurður um áhuga sinn á verkum Blöndals. „Ég er veikur fyrir fögrum hlutum og fegurðin í myndum Blöndals heillar mig. Módelmyndirnar fund- ust mér fallegar og einstakar. Smám saman hef ég eignast mjög fallegt safn, sérstaklega af teikn- ingum en auk þess á ég nokkrar módelmyndir. Eg varð var við það á tímabili að fólk var feimið við að sjá myndir af nakinni konu upp á vegg. Ég horfi ekki þannig á myndirnar, það sem skiptir mig mestu er að þær hrífi mig sem listaverk. Ég hef áhuga á mannamyndum enda er ég alltaf að fást við fólk í vinnunni. Ég hef aldrei keypt myndir til að fjárfesta, ég kaupi bara myndir sem hrífa mig. Ég er ömurlegur fjárfestir." Sævar Karl hefur Blöndal í miklum metum sem listamann. „Bestu myndir hans eru tímamótaverk og eiga heima á söfnum þar sem almenningur fær að njóta þeirra en ekki heima í stofu eða í bönkum,“ segir Sævar Karl. Sævar Kari ásamt hluta af þeim myndum sem hann á eftir Gunnlaug Blöndal. 99........... Ég varð var við það á tímabili að fólk var feimið við að sjá myndir afnakinni konu upp á vegg. Ég horfi ekki þannig á myndirnar, það sem skiptir mig mestuerað þær hrífi mig sem listaverk. Blam/Frikki Hvar er tunglið? Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Kristjana Stefánsdóttir og Sigurður Flosason. Á síðasta vetrardag munu koma út á tveimur samhljóma geisladiskum 24 ný jazzsönglög úr smiðju tón- skáldsins Sigurðar Flosasonar og ljóðskáldsins Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Hér er um að ræða stærsta einstaka framlag til sung- innar íslenskrar jazztónlistar frá upphafi vega, um 100 mínútur af fjölbreyttri tónlist, sprottinni úr íslenskum jarðvegi en með alþjóð- legum blæ. Þetta nýja verk hefur hlotið titilinn Hvar er tunglið? Kristjana Stefánsdóttir söngkona flytur öll lögin ásamt Jazzkvartett Sig- urðar Flosasonar. Auk Sigurðar sem leikur á saxófón skipa kvartettinn Eyþór Gunnarsson á píanó, Pétur Öst- lundátrommurogValdimarKolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa. Þess má geta að nýjasti diskur kvartettsins, Leiðin heim, hlaut nýverið íslensku tónlistarverðlaunin sem jazzdiskur ársins 2005. Kvartettinn hefur leikið í Japan og Bandaríkjunum en diskur- inn kom út í Japan síðastliðið sumar. Kvartettinn spannar þrjár kynslóðir íslenskra jazzmanna í fremstu röð og hefur hlotið frábæra dóma fyrir leik sinn og hljóðritanir. Meðlimir hljómsveit- arinnar eru auk þess, hver fyrir sig, vel þekktir máttar- s t ó 1 p a r íslensks jazzlífs. S i g - u r ð u r Flosason hefur áður sentfrásér 10 geisla- diska í eigin nafni, en hér sýnir hann á sér nýja hlið. Aðalsteinn Ásberg hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka, auk söng- ljóða á meira en tug geisladiska. Sam- starf þeirra félaga er á margslungið, en áður hefur Sigurður meðal annars tónskreytt ljóðaúrval Aðalsteins sem út kom síðastliðið haust. Hvar er tunglið? verður kynnt á tvennum útgáfutónleikum, annars vegar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur á síðasta vetrardag og hins vegar á sumardaginn fyrsta í sal Tón- listarskólans í Garðabæ. 99............. Hérerumað ræðastærsta einstaka fram- lag til sung- innar íslenskrar jazztónlistar frá upphafi vega. SU DOKU talnaþrautir Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóörétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 4 5 8 9 3 2 3 4 5 1 5 6 8 1 9 4 5 7 5 4 6 8 2 5 3 1 3 2 7 EUDDKL 5HOP IS ©6610015 Lausn síoustu gatu 3 8 2 1 5 9 6 7 4 4 9 6 3 2 7 5 8 1 5 7 1 6 4 8 2 9 3 6 5 8 2 1 4 7 3 9 1 2 9 8 7 3 4 5 6 7 3 4 9 6 5 1 2 8 8 1 5 7 3 6 9 4 2 9 6 7 4 8 2 3 1 5 2 4 3 5 9 1 8 6 7

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.