blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 26
26 I MATUR MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 blaöið Kjúklingabollur með chili Matargerð úr hökkuðu kjúklingakjöti er ekki algeng hérlendis, en þessar chili bollur eru fyrirtaks uppskrift til að byrja á. Við íslendingar höfum undanfarin ár byrjað að neyta kjúklingakjöts í mun ríkara mæli en áður. Kjúkling- ur er skemmtilegt hráefni þar sem hann hentar í mjög fjölbreytta mat- argerð. Hugmyndirnar eru nánast óendanlegar og margt annað hægt að gera en að grilla eða... grilla? Til dæmis er það algengt í Austurlönd- um að hakka kjúklingakjöt og gera úr því bollur sem eru svo borðaðar sem aðalréttur eða settar í súpu. Hitaeiningar: 196 Prótein: 26gr Kolvetni: 15gr Fyrir Ijóra Hráefni: 450 gr magurt, hakkað kjúklingakjöt 4 vorlaukar, saxaðir fínt og örlítið geymt til að skreyta í lokin 1 lítið rautt chili 2.5 cm fínsöxuð engiferrót 100 gr mafsbaunir (sykur- og saltlausar) Salt og hvítur pipar Jasmin hrisgrjón sem meðlæti Sósa 150 ml kjúkiingakraftur 100 gr ananasbitar úr dós en geymið 4 msk af safanum 1 meðalstór gulrót, skorin í strimla 1 lítil rauð paprika, skorin I teninga 1 msk Llós sojasósa 1 msk hrísgrjónaedik 1 msk fíngerður sykur (caster) 1 msktómatamauk 2 tsk maísenamjöl þykkt upp í 4 tsk af köldu vatni i. Blandið saman kjúklingahakki, vorlauk, chili, engifer, maís og kryddi og hrærið vel. 2. Hnoðið 16 kúlur og setið ofan í gufusuðupott (eða grind) með bökunarpappír í botninum. Legg- ið gufusuðupottinn ofan í pott með sjóðandi vatni, lokið og sjóð- ið í 12 mínútur. 3. Setjið kjúklingakraft og ananas- safa saman í pott og látið suðu koma upp. Bætið við gulrót og papriku, lokið og látið malla í 5 mínútur. Bætið restinni af hráefn- unum við og hrærið í þar til sósan þykknar. Kryddið og takið af hell- unni. 4. Þurrkið kjúklingabollurnar og setjið á bakka, skreytið með rest- inni af vorlauknum og berið fram með jasmin hrísgrjónum. margret@bladid. net VeÍHltikaíiid er komið í verslanir Kaffihús: Verslanir: r1 1 Uuqavegi 24 Smáralind Kringlunni Ssnáralind laugavegi 27 Suðurveri Akureyri Egilsstóðum TE & KAFFI fyótió vf/meö kaffi Uó fe og kcffi, vcrduÖ ffc,nleiðslQ íUjai 1984 www.teogkaffi.ii Hvað er nori? Japanskur sjávargróður er til ýmissa hluta nytsamlegur. Við sushigerð notar maður sölblöð sem kallast nori til þess að vefja upp því sem er inni í rúllunni. Þau eru vanalega á stærð við A-5 blað, ristuð og mjög þunn en þó er hægt að fá fleiri gerðir af nori ef vill. Algengust er sú dökkgræna, en einnig eru til svört, fjólublá eða dökkrauð nori- blöð og þau má líka fá misjafnlega þykk. Vert er að benda á að það er mjög gott að frysta nori blöð þar sem þau þiðna nánast um leið og þau eru tekin úr frysti. Síðast en ekki síst, þá er hægt að nota Nori í fleira en sushi, til að mynda er mjög gott að mylja það yfir fiskrétti og salöt! margret@bladid.net Spælegg með sólþurrkuðum kirsu- berjatómötum - fyrir 1 Það er hægt að gera spælegg mun meira spennandi. Sóþurrkaðir kirsuberjatómatar frá La Selva eru ljúffengir. Einnig er hægt að nota venjulega sól- þurrkaða tómata en þeir verða að sjálfsögðu að vera í kaldpressaðri extra jómfrúarolíu og fínthakkaðir. 1-2 msk. kókosolía 2 hamingjuegg 2 msk. sólþurrkaðir kirsuberjatómatar í extra jómfrúaróltfuolíu, t.d. frá La Selva Sjávarsalt, t.d. Maldon Nýmalaður svartur pipar, t.d. Maidon Bræðið kókosolíuna á pönnunni við miðl- ungshita, spælið eggin þar til þau eru gullin og setjið þau á disk. Tóm- atarnir eru settir á pönnuna og eggin ofan á með rauðuna niður. Steikt i 2 mlnútur. Snöggsteiktar frosnar rækjur og grænmeti-fyrir4 Fljótlegt, hollt og ótrúlega bragð- gott. Frosnar rækjur og grænmeti á 10 mínútum. Einnig er hægt að nota þessa aðferð við rækjurnar ef nota á þær í annað, eða ef þiða þarf frosið grænmeti í hvelli. Það þarf þó að bæta við örlitlu vatni svo rækjurnar eða grænmetið brenni ekki eða festist við. Munið að nota góða wok- pönnu sem þolir háan hita. 1 poki frosnar rækjur (400-500 gr) 1 poki wokblanda (150-200 gr),fersk eða frosin, t.d. frá Himneskri hollustu 300 gr spínat, ferskt eða frosið 1 /8 hvítkálshöf uð, skorið í þunna strimla 1 fíntsaxað hvitlauksrif 5 gr fíntsöxuð engiferrót 3-4 dr. fiskisósa Sjávarsalt, t.d. Maldon Nýmalaöur svartur pipar, t.d. Maldon Kókos- eða extra jómfrúarólífuolía Sojasósa, t.d. frá Himneskri hollustu Sítrónu- eða limesafi E.t.v. Crema di Balsamico frá LaSelva Hitið wokpönnu eða aðra pönnu á hæsta hita í 5-10 mín. Setjið rækjurnar á pönnuna og hrærið og veltið þeim fram og aftur svo að þær brenni ekki við. Bætið grænmet- inu við, svo og hvítlauk, engifer og fiskisósu ásamt salti og pipar eftir svona 2 mín. eða þegar rækjurnar eru orðnar þíðar. Snöggsteikið áfram í ca 2 mín þar til grænmetið er meyrt. Berið grænmetis- og rækjublönd- una fram með kókos-eða ólífuolíu, soyasósu, sítrónusafa og e.t.v. ör- litlu Crema di Balsamico. Hreint jógúrt með bankabyggi - fyrir 1 Bankabygg þarf að marínera í blöndu af vatni, ediki og sítrónu- safa yfir nótt (sjá nánar í heftinu ”10 uppskriftir með heilkorni”). Bankabygg er sjálfsagður morgun- matur þar sem það seður vel og heldur blóðsykri stöðugum. Bætið mysupróteini og hollri fitu eins og hörfræjaolíu saman við til að auka hollustugildið. 1 di bankabygg (helstfrá Móður Jörð) 2 dlvatn skvetta af sitrónusafa, eplasiderediki eða ediki úr brúnum hrísgrjónum. 1 dós hreint jógúrt (gjarnan Bio Bu) ögn af kaneldufti, t.d frá Sonnentor ögn af vanilludufti, t.d. frá Himneskri hollustu ögn af kardemommudufti, t.d. frá Sonn- entor e.t.v. 1-2 msk. extra jómfrúar-hörfræjaol- ía, t.d. frá Himneskri hollustu eða Orgran e.t.v. 1 mæliskeið mysupróteinduft, t.d. frá Himneskri hollustu e.t.v. svolítið af ferskum berjum eða epla- bitum með sitrónusafa e.t.v. xylitol ef fólk vill meiri sætu Setjið bankabygg, vatn, sítrónusafa eða edik í pott kvöldið áður og látið standa yfir nótt. Um morguninn er kveikt undir pottinum og hitinn lækkaður þegar sýð- uren látið krauma i pottinum með lokinu á I ca. 15 min eða þar til byggið hefur dregið allan vökv- ann í sig. Hrærið létt og varlega jógúrti, mysupróteini, kryddi, olíu og ávöxtum í bankabyggið og njótið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.