blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 36
36 I DAGSKRÁ 4 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 blaöið HVflÐSEGJfl STJÖRNURNAR? Þaö eru nokkrir hlutir sem þú verðurað fá á hreint í dag. Vertu viss um að þú fáirallar upplýsingar sem þú þarft og helst fré ðlikum áttum. Það er eina leið- in til að vera viss. ©Naut (20. apríl-20. maí) Þú færð mikla ánægju út úr sköpun þinni í dag. Það er einhver kraftur sem býr innra með þér og gerir þér kleift að hugsa út fyrir boxið. Stundum er bráð- nauðsynlegt að gera það ef ekki á illa að fara. ©Tviburar (21, maí-21. júní) Allar hindranir sem verða á vegi þínum í dag eru smávægilegar. Haltu haus og reyndu að láta það ekki á þig fá. Fjármálin mætti þó skoða með örlítið meiri nærgætni. Það er að segja með því að eyða aðeins minna. ®Krabbi (22. júni-22. júlí) Vaninn er að drepa þig en páskarnir eru góður tími til þess að hugsa um hvernig er hægt að brjóta upp ládeyðu hversdagsleikans. Hugsaðu um það sem þú gerir vanalega og reyndu að finna nýjan flöt. ®Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Það eru smáatriðin sem skipta oft mestu máli. Snöggar augngotur, mjúkar hreyfingar. Ef þú vilt eygja möguleika á rómantlk um páskana þá eru þetta atriðin sem mega ekki fara framhjá þér. Meyja ’f (23. agust-22. september) Þú munt taka stórt skref í þroska á næstu dögum. Þannig muntu komast út úr þeim fasa sem þú hef- ur dvalið alltof lengi i. Stutt og hnitmiðað ferðalag er við hæfi til að fagna þessum tímamótum. Vog (23. september-23. október) Þér verður hugsað til vina þinna núna þegar pásk- arnir eru á næsta leiti. Reyndu að hóa sem flestum saman og ræða um gömlu góðu tímana. Það verð- ur þó að huga að þvi að festast ekki í fortiðinni. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) Finnst þér eins og vinna þín sé til einskis. Hafðu ekki áhyggjur. Yfirmenn hafa tekið eftir fórnfýsi þinni og dugnaði og munu jafnvel verðlauna þig með lengra páskafríi. Sýndu biðlund í þessum málum. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Líkurnar eru góðar varðandi tækifærið sem þú hef- ur verið aö biða eftir. Ekki eyðileggja það með illa ígrundaðri ákvarðanatöku. Dragðu djúpt andann, bráðin færist hægt og bítandi nær. ©Steingeit (22. desember-19. janúar) Grunur þinn verður staðfestur á næstu dögum. Inn- sæi þitt er i góðu jafnvægi en því miður eru fréttir ekki endilega góðar fréttir. Það er samt betra að fá að vita hreint út í stað þess að lifa í óvissu. @Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Ef þú ert að leita að svörum, prófaðu þá að fara aðeins til baka. Vafasamt er að reyna að læra af sögunni en það að hugsa tilbaka getur sett málið íannaðsamhengi. ©Fiskar (19. febrúar-20. mars) Núna loksins þegar þú ert að ná tökum á aðstæð- um muntu róast aðeins niður. Þér liður ekki einung- is betu' heldur ástvinum þinum líka en allt sem þú geri, hefur áhrif á þá. Hafðu það í huga um páskana. STÓRKOSTLEG RÓMANTÍK kolbrun@bladid.net Ég átti notalega stund eitt kvöld fyrir skömmu þegar ég horfði á Dark Victory, gamla Bette Da- vis mynd frá árinu 1939. Bette lék þar ríka og ögn dekraða unga konu sem greindist einn daginn með ólæknandi sjúkdóm. Hún tók fréttunum afar illa og lét í sér hvína, alveg eins og sannar prímadonnur gera þegar lífið er þeim mótdrægt. En svo varð ástin öllu yfirsterkari og gerði hana meira að segja auðmjúka og ljúfa. Hún hætti öllum stjörnustælum, giftist lækninum sínum og dó undur fallega skömmu seinna. Ég þarf vart að taka fram að ég horfði á þessa á DVD í tækinu mínu heima. Is- lensku sjónvarpsstöðvarnar sýna ekki svona myndir lengur og í Holly wood er komið úr tísku að gera myndir eins og þessa. Afleiðingin er sú að fólk kann ekki lengur skil á rómantík. Ef nútíma- fólk sæi svona kvikmynd myndi það sennilega ekki átta sig á því að það * BETTE QAVI5 ■ DARK VIETORY: ætti að gráta í lokin. Það segði bara: „Hvað var nú þetta? um leið og það yppti öxlum. Nú held ég að sjónvarps- stöðvarnar ættu að taka sér tak og sýna þessari gömlu svart hvítu rómantísku mynd- ir með sterku kvenhetjunum sem flestar deyja reyndar í lokin. Nútímamenn hafa gott af því að fræðast aðeins um almennilega rómantík og læra að gráta yfir dramatík. SJÓNVARPSDAGSKRÁ STÖÐ2-BÍÓ SJÓNVARPIÐ 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Disneystundin 18.01 Stjáni (42:52) 18.23 Sígildar teiknimyndir (28:42) 18.30 Sögur úr Andabæ (52:65) 18.54 Víkingalottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19-35 Kastljós 20.30 Tískuþrautir (7:12) (Project Run- way) 21.15 Svona er lífið (7:13) (Life As We Know It) 22.00 Tíufréttir 22.20 Kaleidoscope Upptaka frá tón- leikum þar sem leikið var verkið Kaleidoscope eftir Árna Egilsson bassaleikara. Flytjendur eru Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar, Mezzoforte, Óskar Guðjónsson á saxófón, Pétur Grét- arsson á slagverk og Lára B. Eggerts- dóttir á kirkjuorgel. Tónleikarnir fóru fram í Langholtskirkju og upptöku stjórnaði Steingrímur Dúi Másson. 23-05 Stúlkan á kaffihúsinu (The Girl in the Café) e. 00.35 Kastljós 01.25 Dagskrárlok SIRKUS 18.30 Fréttir NFS 19.00 ísland í dag 19.25 Þrándurbloggar 19.30 My Name is Earl e. 20.00 Friends (9:24) 20.30 SirkusRVK 20.55 Þrándur bloggar 21.00 My Name is Earl 21.30 Invasion (14:22) 22.15 Bikinimódel íslands 2006 22.45 Reunion (13:13) e. 23.30 "bak við böndin" 00.00 Þrándur bloggar 00.05 Friends (9:24) e. 00.30 SirkusRVK e. STÖÐ2 10.20 My Sweet Fat Valentina 11.10 Strong Medicine (22:22) 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Neighbours 12.50 Ífínuformi2005 13.05 Home Improvement (6:25) 13.30 GeorgeLopez(7:24) 13.55 Whose Line Is itAnyway? 14.20 Amazing Race (3:14) 15.10 The Apprentice - Martha Ste- wart (6:14) 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.20 Bold and the Beautiful 17.40 Neighbours 18.05 TheSimpsons(7:23) 18.30 Fréttir, íþróttir og veður 19.00 (sland í dag 19.40 Strákarnir 20.05 Veggfóður (11:18) 20.50 Oprah (50:145) 21.35 Medium (4:22) (Miðillinn) 22.20 StrongMedicine(3:22) Dr.Camp- ell meðhöndlar áfengissjúkling. Annar sjúklingur Andy þarf á nýru- ígræðslu að halda. Móðir Tammy segirfrá hrikalegu leyndarmáli sem gæti bjargað lífi dóttur hennar. 23.05 Stelpurnar (11:20) 23.30 Grey's Anatomy (23:36) (Lækna- llf) Meredith og Christina Ijúga að hvor annarri og sjálfum sér um sam- band þeirra við McDreamy og Burke. George fær erfitt verkefni í hend- urnar og Alex tekur læknaprófin á ný. George, Christina og Alex lyfta sér upp og fara í pylsuátskeppni. oo.io Cold Case (4:23) (Óupplýst mál) 00.55 Derek Acorah's Ghost Towns (7:8) (Draugabæli) 01.00 The Importance of Being Ear- nest (Farsinn um Earnest) 03.10 All Over the Guy Aðalhlutverk: Dan Bucatinsky, Richard Ruccolo, Doris Roberts. Leikstjóri: Julie Davis. 2001. Stranglega bönnuð börnum. 04.40 Medium (4:22) (Miðillinn) 05.25 Fréttir og ísland í dag 06.30 Tónlistarmyndbönd SKJÁR1 16.05 Innlit/útlite. 17.05 Dr. Phil 18.00 6 til sjö 19.00 Cheers 19.25 Fasteignasjónvarpið 19.35 The Drew Carey Show e. 20.00 Homes withStyle 20.30 Fyrstu skrefin 21.00 Queer Eye for the Straight Guy 22.00 Law & Order: SVU 22.50 Sex and the City - 6. þáttaröð 23.20 Jay Leno 00.05 Close to Home e. 00.50 Cheers e. 01.20 Fasteignasjónvarpið e. 01.30 Óstöðvandi tónlist SÝN 18.00 (þróttaspjallið 18.12 Sportið 18.30 Spænsku mörkin 18.55 Enska bikarkeppnin (Middlesbro- ugh - Chalton) Bein útsending frá leik Middlesbrough og Charlton í Enska bikarnum. Liðin mætast nú ( annað sinn í 8. liða úrslitum í enska bikarnum en fyrri viðureign liðanna endaði með markalausu jafntefli. 20.55 Spænski bikarinn (Espanyol - Re- al Zaragoza) 23.00 Sænsku nördarnir 23.50 NBA Bein útsending frá leik Detroit og Cleveland f NBA deildinni. ENSKIBOLTINN 07.00 Að leikslokum e. 08.00 Að leikslokum e. 14.00 Portsmouth - Blackburn frá 08.04 16.00 Wigan - Birmingham frá 08.04 18.00 Að leikslokum e. 19.00 Chelsea - West Ham frá 09.04 21.00 Man. Utd. - Arsenal frá 09.04 23.00 Tottenham - Man. City frá 08.04 10.00 What a Girl Wants (Mætt á svæð- ið) 12.00 Freaky Friday (Fríkaður föstudag- ur) 14.00 Just For Kicks (Alltaf í boltanum) 16.00 Sounder 18.00 What a Girl Wants (Mætt á svæð- ið) Aðalhlutverk: Amanda Bynes, Colin Firth, Kelly Preston. Leikstjóri, Dennie Gordon. 2003. Leyfð öllum aldurshópum. 20.00 Freaky Friday (Fríkaður föstudag- ur) Aðalhlutverk: Jamie Lee Curtis, Mark Harmon, Lindsay Lohan. Leik- stjóri, Mark S. Waters. 2003. Leyfð ölium aldurshópum. 22.00 The Terminal (Flugstöðin) Kostu- leg og vel leikin stórmynd eftir Ste- ven Spielberg með Tom Hanksf aðal- hlutverki. Myndin er lauslega byggð á sönnum atburðum og fjallar um Viktor Navorski, mann frá Austur- Evrópu, leikinn af Hanks, sem ferð- asttil Bandaríkjanna. Þegar hann er staddur á flugvellinum í New York berast þær fregnir frá heimalandi hans að borgarauppreisn sé hafin þar og að ríkið sé ekki lengur til að forminu til sem eitt af þjóðríkjum heims. Hér er á ferð áleitin og grá- glettin mynd með stjörnuleikurum en auk Hanks, leika í myndinni Cat- herine Zeta-Jones og Stanley Tucci. Aðalhlutverk: Stanley Tucci, Tom Hanks, Catherine Zeta-Jones, Chi McBride. Leikstjóri, Steven Spiel- berg. 2004. Leyfð öllum aldurshóp- um. 00.05 Slackers (Slugsarar) Frábær gam- anmynd um þrjá háskólastúdenta sem eru að fara að útskriftast frá hinni virtu Holden-menntastofnun. Herbergisfélagarnir Dave, Sam og Jeff verða seint taldir til fyrirmynd- arnemenda. Með lygum, svikum og blekkingum hafa þeir komist í gegnum námið slðustu fjögur árin og nú eru lokaprófin fram undan. Aðalhlutverk: Devon Sawa, Jason Segel, Michael C. Maronna. Leik- stjóri, Dewey Nicks. 2002. Bönnuð börnum. 02.00 Boat Trip (Skemmtiferð) 04.00 TheTerminal RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 89.5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3- Talstöðin 90,9 Jakobínarína í boði Símans Nýverið var undirritaður styrkt- ar- og samstarfssamningur milli Símans og hljómsveitarinnar Jak- obínurínu. Með samningnum vill Síminn leggja sitt af mörkunum til þess að auðvelda þessum ungu tón- listarmönnum að vinna að list sinni og koma henni á framfæri, bæði hér á landi sem og erlendis. Hún hefur þegar gert samning við 12 Tóna um útgáfu þriggja hljóm- platna og fyrir tilstuðlan 12 Tóna hefur Jakobínarína hafið samstarf við breska upptökustjórann Ken Thomas, sem meðal annars vann að þremur síðustu plötum Sigur Rósar. Samningurinn milli Jakobínur- ínu og Símans felur í sér fjárstuðning við hljómsveitina, auk fullkominna GSM síma með tónlistar- og mynda- möguleikum. Tónlistarmyndbönd hljómsveitarinnar verða auk þess aðgengileg í miðlum Símans og þar verður enn fremur hægt að kaupa tónlist hljómsveitarinnar og hringi- tóna frá Jakobínurínu. Hljómsveitin Jakobinarína ásamt aðstandendum 12Tóna og upplýsingafulltrúa Simans. Ljósmyndasamkeppni fyrir dagatal Eimskips VERTU MEÐ! / samvinnu við Ljósmyndarafélag íslands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.