blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 23
blaðið MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 BÖRN I 23 Veröld barnsins Skemmtilegar vörur íyrir börnin Börnin vilja hafa fínt í kringum sig, rétt eins og við hin. Hvort sem um ræðir rúm, leiktæki eða annað er engin spurning að fallegt barnaherbergi getur skipt sköpum fyrir barnið og gert veröld þess litríkari. Hér gefur að líta fáeina hluti sem eiga vel heima í heimi barnsins og eru eflaust á óska- lista þeirra nokkurra. Falleg sængurverasett fyrir börnin MINNEN ROS sængurverasettið hjá IKEA er 150x200 og koddaverið 50x60 úr 100% bómull. Það er sérstaklega litríkt og skemmtilegt og má þvo I vél við 60°C og setja f þurrkara við venjulegan hita. Sængurverið er með mismunandi mynstri á hvorri hlið. Aðrir hlutir fást einnig f MINNEN línunni s.s. hirslur, geymslupokar, gardínur og margt fleira MINNEM barnarúmin frá IKEA MINNEN rúmgrindin er hvít járngrind sem stækkar með barn- inu og kostarkr. 9.900,- Hægt er að fá SULTAN SOVA dýnu fyrir þetta rúm sem er í þremur hlutum 80x130/165/200 og kostar 3.950,- Hönnun: Tina Christensen. Mjög skemmtileg rúm fyrir börnin og þæg- indin f fyrirrúmi. Rafmagnsdrifinn bíll með tónlist innanborðs Leikbær hefur skemmtileg barnaleiktæki á sínum snærum og þar er þessi bfll enginn undantekning. Bíllinn er rafmangsdrif- inn og þeim eiginleika gæddur að hægt er að spila tónlist. Þetta er því sérstaklega skemmtilegur bfll fyrir lífsglaða krakka, en helst er hann fyrir tveggja til fjögurra ára börn. Bíllinn er f útliti eins og pandabjörn og fæst í nokkrum iitum. Þá er ekki verra að fjarstýring fylgir og geta því foreldrarnir tekið í taumana ef aksturinn fer úr böndunum. Bíllinn kostar 16.900 krónur í Leikbæ. Fjarstýrður 4x4 rafmagnstrukkur Þessi HB E-zilla rafmagnstrukkur er með drifsköftum, tveimur 550 GT mótorum og tveimur end- urhlaðanlegum rafhlöðum ásamt hleðslutæki. Trukkurinn er einfaldur og skemmtilegur auk þess sem fáanleg eru mismunandi dekk og aðrir varahlutir. Bíllinn kemur fullsamsettur í pakkning- unni. Fæst í Tómstundahúsinu, Nethyl2. Rafmagnsdrifið hjól fyrir 2 til 5 ára krakka Hjólið fer á um það bil 5 kflómetra hraða og því er auðvelt að stýra, auk þess sem auðvelt er að halda jafn- vægi á þvf. Hjólið hefur verið grfðarlega vinsælt á aldrinum 2 til 5 ára og krakkarnir njóta sfn í botn, enda ekki leiðinlegt að hjóla á svona græju. Með hjólinu fylgja hleðslubatterí. Nokkur ráð úr bókinni Draumaland varðandi svefnvandamál ungra barna Svefnvenjur Regla á svefntíma Ákveðnar venjur fyrir svefn Sofið á ákveðnum stað Barninu sinnt mjög skipulega Viðbrögð við næturvökunum Ákveða þarf hvort foreldrið eigi að sinna barninu. Jafnvel getur einhver annar fullorðinn gert það. Hafa þarf í huga að barn kallar eftir því að nóttu til sem það fékk rétt áður en það sofnaði að kvöldi. Ef barnið vaknar, þarf að bíða aðeins, t.d. 3 til 4 mínútur ef barnið er fimm til sex mánaða. Ekki fara of fljótt til að sinna barninu. Ekki horfa í augu barnsins, ekki spjalla við það (ekki skamma það). Best er að vera eins hlut- laus og hægt er. Kenna barni að sofna sjálfu í daglúr Ákveðinn tími er settur fyrir daglúr (fer eftir aldri barnsins). Barnið er lagt til svefns, t.d. í vagn. Ekki er ruggað strax. Barninu er rétt snuð eða annað huggunar- tæki. Gott er að setja eitthvað í hendurnar á barninu, því finnst gott að halda á einhverju. Beðið er í 2 til 3 mínútur. Snuð eða annað huggunartæki er rétt aftur ef barnið hefur misst það og sussað litla stund. Aftur er beðið í 2 til 3 mínútur. Þetta er endurtekið þangað til barnið sofnar (vonandi). Ef barnið er mjög ungt eða búist er við miklum mótmælum þá er hægt að ákveða fyrirfram einhverja tímalengd sem þetta er reynt. Ef barnið sofnar ekki á þessum fyrirfram ákveðna tíma, þá er ruggað þangað til barnið sofnar. Ruggið má ekki vera of kröftugt. Heppilegur aldur til aö flytja barn í sérherbergi Frá 5 eða 6 mánaða til u.þ.b. 9 mánaða. Eftir 16 eða 18 mánaða aldur. Ástæöur fyrir því aö mælt er með aö barn sofi í sérherbergi Barnið vaknar alltaf stuttu eftir að foreldrar koma inn í svefn- herbergi að sofa. Foreldri vaknar við minnsta brölt í barninu og fer þá að sinna því of snemma. Barnið vaknar við minnsta hljóð. Barnið á erfitt með að sjá for- eldra sína án þess að biðja um eitthvað. Endurbættur 4x4 torfæru- trukkur í Tómstundahúsinu I Tómstundahúsinu fæst endurbættur og sérlega öflugur 4x4 torfærutrukk- ur f stærðarhlutfallinu 1 /8. Breytingar frá fyrri bflum eru helst þær að hér koma lægri hliðargrindur og allt aðgengi að drifum og gírkassa er einfaidað til muna. I trukknum er nýr 4,1 cc mótor sem er nú 2,75 hestöfl. Frábær Lego útibfll Þessi kraftmikli fjarstýrði útibfll þolir raka, drullu og kemur með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Hægt er að setja bflinn saman á þrjá mismunandi vegu og er hann sá kraft- mesti f sínum flokki. Bíllinn jafnast óneitanlega á við bestu forfærubíla og er því einkar sniðugur fyrir litla áhugamenn um torfærur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.