blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 blaöiö Keisarinn er ekki í neinum fötum! A Kjarvalsstöðum býðst gestum að ganga inn í hugarheim H.C. Andersen í verkinu „Auðþekkjanleg ólíkindi" eftir Joseph Kosuth. ElmarTryggvi Hansen lét ekki segja sér það tvisvar og sökkti sér niður í „Nýju föt keisarans". BMI6/FMI HEFILBEKKIR FYRIR SKÓLA HEFILBEKKIR í BÍLSKÚRINN HEFILBEKKIR Á VERKSTÆÐIÐ hefilbekkjum Ásborg Smiðjuvegi 11 ,sími 5641212 FRJALST UriAtl blaóiðM Skyndikai Segir sjúkraflug ekki röksemd fyrir flugvelli í Vatnsmýri Ólafi F. Magnússyni, borgarfulltrúa Frjálslynda flokksins verða á stór- fengleg mistök í málflutningi sínum varðandi flugvöll í Vatnsmýri, segir Örn Sigurðsson, einn forsvars- manna samtakanna Betri Byggð. Ein helsta röksemd Ólafs fyrir því að flugvöllur skuli vera í Vatns- mýrinni er nálægðin við hátækni- sjúkrahúsið við Hringbraut. „Sem borgarfulltrúi ætti hann að vita hvaða áhrif flugvöllurinn hefur haft á þróun borgarinnar. Hann á líka að vita að fari flugvöllurinn þá er hægt að draga stórkostlega úr ferðum fólks í einkabílum um borgina og þannig má koma í veg fyrir sóun á tíma og verðmætum og ekki síst að draga úr umferðarslysum.“ Örn segir Ólaf hafa sett sjúkra- flugið á oddinn i sínum röksemdar- færslum fyrir því að flugvöllur eigi heima í Vatnsmýrinni. „En hann horfir algerlega fram hjá því hvað það kostar borgarbúa, sem eru stór meirihluti þjóðarinnar, að hýsa völl- inn í Vatnsmýrinni. Mér finnst þetta vera yfirsjón sem hann eigi ekki að sleppa með.“ Örn bendir á að tugir neyðarferða séu farnar um borgina á hverjum sólarhring. „Þessar ferðir eru allar of langar vegna þess að flugvöllur- inn kemur í veg fyrir að hægt sé að byggja upp þéttari byggð. Ef að menn þurfa síðan að fara að byggja í Úlfarsfelli f stað Vatnsmýrar mun það leiða af sér enn óöruggari þjón- ustu í bráðatilfellum.“ Sjúkraflug á íslandi er lélegt Örn gefur lítið fyrir áhersluna sem Ólafur leggur á mikilvægi flugvall- arins fyrir sjúkraflugið í landinu og hann nefnir dæmi: „Ef þú gefur þér að meðalferð inn á Akureyri taki hálftíma og flugið til borgarinnar taki klukkutíma, þá setur Ólafur fyrir sig þennan síðasta spotta sem tekur að koma sjúklingnum undir læknishendur.“ Með málflutningi sínum er Ól- afur að mati Arnar, að draga athygl- ina frá þeirri staðreynd að sjúkra- flug á íslandi sé í sjálfu sér mjög lélegt. „Hann fær alla til áð einblína á það að nálægð flugvallarins við Háskólasjúkrahúsið skipti öllu máli. Það getur hins vegar ekki verið, þar sem svona fyrirkomulag er óþekkt á byggðu bóli. Það finnst ekki sá staður á jörðinni þar sem alþjóð- legur flugvöllur er í slíkri nálægð við sjúkrahús sem hér er.“ Örn segir miklu mikilvægara að bæta sjúkraflugið almennt. Örn segir ennfremur að sjúkraflug í flugvél eigi ekki að þekkjast. „Það er óábyrgt af læknum að setja bráð- veikan mann í vængjað flug. Ef að tímalengd flutningsins getur ráðið úrslitum um batahorfur sjúklings þá er óábyrgt að flytja hann með flugvél og þess vegna eru bráðaflutn- ingar yfirleitt með þyrlum,“ segir Örn. Hann segir Ólaf og félaga hans ruglaþessu tvennu saman. Markmið með vængjuðu sjúkraflugi sé ekki það að bjarga lífi sjúklings, heldur snúist það um að koma sjúklingi með þægilegum hætti á hátækni- sjúkrahús þar sem hægt sé að fram- kvæma aðgerðir sem ekki sé hægt að gera annarsstaðar. „í því sambandi skiptir hálftíminn sem bætist við ef flugvöllur fer úr miðborginni engu máli,“ segir Örn Sigurðsson. Framsókn setur skipulags- og samgöngumál á oddinn Framsóknarmenn í Reykjavík hafa kynnt kosningastefnuskrá sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Oddvitinn Björn Ingi Hrafnsson segir að í þeirra hugum þyrfti að setja skipulags- og samgöngumál á oddinn, en um leið væru fjölskyldu- málin afar fyrirferðarmikil. B-listinn vill stórauka framboð á íbúðarlóðum í borginni og úthluta 1.200 sérbýlislóðum á þ'essu ári og hinu næsta i Úlfarsárdal. Þá er boðuð þjóðarsátt um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar með flutningi hans út á Löngusker og nýting Vatns- mýrar undir endurreisn miðborgar- innar. Það tengist svo samgöngu- bótum, því B-listinn vill tryggja aðgengi að Vatnsmýri með Öskju- hliðargöngum. Þá telja framsóknar- Póstverslun Þœgifegasti versíunarmátim m wmi Nýjasta tískan á alla fjölskylduna www.additionsdirect.co.uk Vörulisti Stærri en nokkru ? Hundruö nýrra tilt www.argos.co.u stórverslunin loksins á íslandi Flottur fatnaður í öllum stærðum Mikið úrval af fermingargjöfum í verslun Austurhrauni 3 Gbæ S. 5552866 bm@bmagnusson.is www.bmagnusson.is Opiö mánud.- föstud. 10-18, laugard. 11-14. (Lokað 15. apríl) Björn Ingi Hrafnsson, oddviti B-listans f Reykjavík gerir grein fyrir stefnu flokksins á fundi í Perlunni. Honum á hægri hönd situr Steinarr Björnsson i 5. sæti, en á vinstri hönd eru þau Óskar Bergsson í 2. sæti og Marsibil Sæmundsdóttir f 3. sæti. menn að á Sundabraut þurfi botn- göng á ytri leið og fjórar akreinar alla leið. Miklubraut vilja þeir svo leggja undir Kringlumýrarbraut. Málefni barna í fyrirrúmi Framsóknarmenn í Reykjavík telja vinnudag barna of langan og vilja koma íþróttum, listnámi og tóm- stundastarfi inn í skóladaginn. Þá er það nýmæli að komið skuli á ávísana- kerfi í tómstundastarfinu, þannig að öll börn fái frístundakort að upp- hæð 40.000 krónur á ári, sem nota megi sem greiðslu til íþrótta- og tóm- stundaiðkunar viðurkenndra aðila. Hvað leikskólabörn áhrærir vilja framsóknarmenn að öll börn frá 18 mánaða aldri sitji á leikskólabekk án skólagjalda, enda sé hann fyrsta skólastigið. Áður en þar að kemur vilja þeir svo brúa bilið milli fæðing- arorlofs og leikskóla, þannig að for- eldrum bjóðist 50.000 króna greiðsla á mánuði uns dagvistun fæst. Með því að greiða þessum for- eldrum 50 þúsund krónur á mánuði telja þeir unnt að koma til móts við þessar þarfir og brúa bilið þar til leikskólavist fæst. FRAMURSKARANDI HÁSKÓLI Hrinqdu oq fáðu sent upplýsinqaefni eða bókaðu tíma hjá námsráðqjafa í síma 599 6200. WÁSKÓLINN í REYKJAVjK Kíktu á www.ru.is REYKJAVlK UNIVERSITY

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.