blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
VEIK STJÓRN Á ÍTALÍU
Takist á annað borð að mynda starfhæfa stjórn á Ítalíu er ljóst að
þeir ráðamenn sem við völdum taka búa hvorki yfir vilja né nægi-
lega skýru umboði til að knýja fram nauðsynlegar breytingar.
Romano Prodi, leiðtogi bandalags miðju og vinstri flokka, hefur lýst yfir
sigri í þingkosningunum sem fram fóru á sunnudag og mánudag og und-
irbýr nú stjórnarmyndun.
Kosningaúrslitin á Ítalíu eru með hreinum ólíkindum. En í raun eru
þau í ágætu samræmi við það stórfurðulega ástand sem ríkt hefur í því
góða landi síðustu árin. Silvio Berlusconi hefur nú gegnt embætti forsæt-
isráðherra í fimm ár. Á ítalskan mælikvarða telst það afrek sem engin
ástæða er til að gera lítið úr. En framganga Berlusconis í embætti hefur
verið með þeim hætti að ætla hefði mátt að kjósendur tækju því tækifæri
fagnandi að losa sig við „kavalérinrí'.
Vitaskuld var það undarlegt á sínum tíma að einn auðugasti maður
Italíu yrði forsætisráðherra. En leikreglur lýðræðisins mæltu vitanlega
hvorki gegn því þá né síðar. Berlusconi hefur á hinn bóginn gefið lítið
fyrir þessar sömu leikreglur. Hann ræður yfir ævintýralegu veldi á sviði
ljósvakafjölmiðla, sem hann hefur ítrekað verið sakaður um að misbeita
í eigin þágu. Hið sama á við um ljósvakamiðla í eigu ítalska ríkisins, sem
eru afar öflugir. Talið er að Berlusconi hafi nú bein eða óbein yfirráð yfir
90% ljósvakamarkaðarins á Italíu.
Þetta er gjörsamlega galið ástand og furðu vekur að Italir skuli hafa
sætt sig við það.
Berlusconi hefur jafnframt legið undir alvarlegum ásökunum um
margvíslega spillingu nær allan forsætisráðherraferil sinn. Þinginu
hefur hann beitt til að smíða lög sem fallin eru til þess að koma í veg
fyrir að hann sæti ákæru. Varsla hans um eigin hagsmuni og misnotkun
á þingmeirihluta hefur skapað óeðlilegt ástand í samfélagi Itala. Mál er
að linni en ítalskir kjósendur hafa reynst furðu hliðhollir Berlusconi
sem trúlega tengist líflegum persónuleika hans og uppátækjum.
„Karnival-stjórnmár< duga hins vegar skammt. Illa horfir í ítölskum
efnahagsmálum. Samkeppnishæfni ítala fer minnkandi og gera þarf rót-
tækar breytingar á ýmsum sviðum atvinnu- og efnhagslífs. Berlusconi
hefur sýnt litla tilburði til að bregðast við þessum vanda sem raunar
kann að skýra vinsældir hans. Vinstri stjórn undir forystu Romanos
Prodis, m.a. með þátttöku kommúnista, sýnist ekki heldur líkleg til af-
reka á því sviði.
Klofningur þjóðarinnar hefur verið staðfestur á Italíu og stjórn vinstri
flokkanna mun ekki búa yfir þeim styrk sem nauðsynlegur er við þær
aðstæður sem ríkja.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á f réttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadelld: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Fyrsta flokks
íslenskur harðfiskur
£>
GULLFISKUR
H O L L U S TA í H V B R J U M BIJA
FÆ5T í BÓNUS
14 I ÁLIT
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 blaðiö
VFRq KyRK'l*/
tol&W 5KULMRAR.
EF f6 MTi EMM
EitlNi HFiMSMETS-
s-phu vflxrfl R prósfutuaíwt
OfAN Á M KÍWlSKi
ivfíip JAFWVÆ&i.
O
rs
•-w
um borgina
Baráttan
Nú þegar rétt rúmar sex vikur eru
til borgarstjórnarkosninga eru flokk-
arnir í óða önn við að ýta framboð-
unum úr vör. Kosningabaráttan um
borgina getur hæglega orðið harð-
ari en menn eiga að venjast. Það er
nefnilega svo að allir flokkarnir eru
einhvernveginn með allt undir og
enginn siglir lygnan sjó.
Frjálslyndir þurfa á öllu sínu að
halda til þess að halda Ólafi F. Magn-
ússyni inni, en það varðar ekki
aðeins áhrif flokksins í Ráðhúsinu,
heldur geta kosningaúrslitin hinn
27. maí skipt frjálslynda miklu í þing-
kosningunum á næsta ári. Haldi þeir
velli hafa frjálslyndir endurnýjað er-
indi sitt við kjósendur, en falli þeir
úr borgarstjórn mun það veikja
flokkinn langt út fyrir Reykjavík.
Framsókn berst fyrir lífinu
Fylgistap framsóknarmanna
undanfarna mánuði og misseri er
þeim mikið áhyggjuefni, ekki síst í
höfuðborginni. Þeir hafa teflt fram
einum sínum mesta vonarpeningi
og nái hann inn verður það tekið til
marks um að flokknum sé unnt að
endurnýja sig og ná fótfestu á suð-
vesturhorninu. Fari hins vegar svo
að Björn Ingi nái ekki inn, verður
að formanni flokksins, Halldóri
sgrímssyni, þrefalt áhyggjuefni. I
fyrsta lagi væri skelfilegt að eiga
ekki rödd í Ráðhúsinu, í öðru lagi
væri það áfall fyrir hann að missa
þriðja krónprinsinn í röð og í þriðja
lagi gæfi það honum ekki miklar
vonir um eigið sæti í Reykjavíkur-
kjördæmi norður á næsta ári.
Vinstri grænir eiga ekki í alveg
jafnerfiðri baráttu, en hún er þung
samt. Flokkurinn er að bjóða fram
til borgarstjórnar í fyrsta sinn undir
eigin merkjum, en annar af borg-
arfulltrúum hans gerðist liðhlaupi
yfir til Samfylkingarinnar fyrir
skömmu og mun vafalaust taka eitt-
hvert fylgi með sér. I forystu er nýlið-
inn Svandís Svavarsdóttir, sem enn
er ekki útséð með hvort flokknum
er styrkur eða veikleiki af. Enn sem
komið er virðist frambjóðendum
vinstrigrænna ekki hafa tekist að
marka sér samsvarandi sérstöðu og
fulltrúar flokksins í landsmálapólit-
Andrés Magnússon
íkinni, en það er þeim bráðnauðsyn-
legt ef þeir hyggjast koma í veg fyrir
að Samfylkingin kvarni verulega úr
fylgi þeirra.
Turnarnirtveir
Fyrir Samfylkinguna eru borga-
stjórnarkosningarnar prófsteinn á
það hvort flokknum takist að verða
arftaki R-listans í borgarmálunum.
Gambítur Dags B. Eggertssonar
felst í því að stilla flokknum upp
sem eina mögulega andsvarinu við
Sjálfstæðisflokkinn og hræða aðra
andstæðinga íhaldsins til fylgis við
Samfylkinguna á þeirri forsendu að
ella falli atkvæði þeirra dauð.
Gangi það eftir verða honum allir
vegir færir í pólitík og hann verður
þá maðurinn, sem gerði Samfylking-
una stóra. En Dagur er líka í þægileg-
ustu aðstöðu allra oddvita framboð-
anna að því leyti, að jafnvel þó svo
úrslitin valdi Samfylkingunni von-
brigðum verður honum ekki kennt
sérstaklega um. Hann hefur allt að
vinna en engu sérstöku að tapa.
Hið sama er ekki að segja um
Sjálfstæðisflokkinn. Þar á bæ verða
menn að vinna kosningarnar hvað
sem tautar og raular. Ekki síst á það
við um oddvitann Vilhjálm Þ. Vil-
hjálmsson, sem hefur þetta eina tæki-
færi til þess að krækja í keðjuna.
Sjálfstæðismenn reyndu í tólf ár
að leysa borgina úr viðjum R-list-
ans, en gekk ekkert. Nú er hann
flosnaður upp og farinn, ekki er
lengur við Ingibjörgu Sólrúnu að
etja og vandræðagangur þeirra, sem
eftir sátu, ætti að vera vatn á myllu
íhaldsins, sem getur með góðri sam-
visku dustað rykið af glundroða-
kenningunni. Fyrir nú utan það, að
fjöldi borgarbúa er sjálfsagt meira
en tilbúinn til þess að láta skipta
um valdhafa i Ráðhúsinu eftir þrjú
kjörtímabil.
Fyrir nokkrum mánuðum fengu
sjálfstæðismenn glimrandi und-
irtektir við hugmyndir sínar um
„Betri borg“. Eigi þeir annað .eins
í sínum fórum nú ætti gatan að
vera þeim greið, því Reykvíkingar
vilja horfa djarfir til framtíðar. Mis-
takist það þurfa sjálfstæðismenn
hins vegar að leggjast í allsherjar
endurskoðun.
Við fáum sjálfsagt frið yfir páska-
hátíðina, en að henni lokinni mun
taka við einstaklega hörð baráttuna
um borgina. Og allt lagt undir.
Höfundur er blaðamaður.
Klippt & skoríð
klipptogskorid@vbl.is
Ekki hefur öllum þótt það réttlátt, sem
boðað er í 2. Mósebók, að þrátt fyrir
fyrirgefningu Guðs láti hann syndir
mannanna þó ekki fylli-
lega óhegnt, heldur
vitji hann „misgjörða
feðranna á börnum og barnabörnum, já (þriðja
og fjórða lið." Á forsíðu DV í gær birtist tilbrigði
við þetta stef, svo jaðrar við skepnuskap. Þar
er greint frá tilraun til heróínsmygls, sem upp
komst á Keflavíkurflugvelli. Aðalmálið í frétt-
inni virðist þó vera faðir hins meinta smyglara,
án þess að hann komi málinu neitt við. Fitjar
blaðið upp á því að hann hafi fjallað um eitur-
lyfjafíkn sonar síns á opinberum vettvangi, en
maðurinn vildi eins og skiljanlegt er ekki tjá sig
um málið að svo stöddu. Samt er birt mynd af
honum á forsíðu líkt og hann sé aðili að málinu
og maðurinn nafngreindur. Klippara finnast
þetta ekki boðleg vinnubrögð hjá DV. Eru sorgir
föðurins vegna fíkniefnaánauðar sonar síns
ekki alveg nógu þungbærarfyrir?
Síður Morgunblaðsins eru einn helsti
umræðuvettvangur þjóðarinnar, en
þar birtast á hverjum degi fjöldi
aðsendra greina um hin aðskiljanlegustu
hugðarefni þjóðarinnar. Rými
blaðsins er þó ekki endalaust
og eru því (gildi takmarkanir
á greinarlengd og oft þurfa
greinar að bíða birtingar tals- j,
verðan tíma, þv( biðlistinn er Á
langur. Tómas Gunnarsson
hefur þó séð við því, en hann hefur ákveðnar
skoðanir á vanda Tryggingastofnunar ríkisins. f
Morgunblaðinu í gær birtist ádrepa frá honum
um málið, en ekki á þeim síðum, sem hýsa að-
sendargreinar. Hann keypti einfaldlega raðaug-
lýsingu í blaðinu undir efninu Ýmislegt og vakti
þar athygli á mögulegum stjórnarskrárbrotum
hins opinbera.
Til eru þeir, sem segja að Moggi sé kom-
inn í kosningaskap og það má vel vera.
f gær var t.d. fjallað um stöðumæla i
Staksteinum og stefna R-listans i þeim efnum
gagnrýnd meðan lof var borið á klukkukerfi
Akureyringa, þar sem sjálfstæðis-
menn ráða ferðinni. En höfundur
Staksteina vekur athygli á einu
ruglinu enn varðandi stöðumæl-
ana ( Reykjavík. Sumsé að á dýr-
asta svæðinu er ódýrara að fá á sig
sekt en að borga í mælinn ef menn
ætla að leggja allan daginn!