blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 30
30 I ÍÞRÓTTIR Knattspyrnuekkjum boðið upp Svissnesk ferðamálayfirvöld hafa ákveðið að höfða til knattspyrnu- ekkna í sumar og reyna að fá þær til að ferðast til Sviss meðan Heims- meistarakeppnin í knattspyrnu stendur yfir í Þýskalandi. í auglýsingu, sem sjónvarpað hefur verið í Þýskalandi, Frakk- landi og öðrum nágrannaríkjum Sviss, er konum boðið í heimsókn til lands þar sem karlmenn hafa meiri áhuga á konum en knattspyrnu. Undir þeim skilaboðum eru sýndar á valkost myndir af myndarlegum og íþrótta- mannslega vöxnum svissneskum fjallgöngu- og skógarhöggsmönnum og kynþokkafullum lestarstjórum við iðju sína. Síðasta myndskeið aug- lýsingarinnar sýnir sjálfan Renzo Blumenthat, sem var valinn fegursti karlmaður Sviss í fyrra, mjólka kú. Svisslendingar búast við að þessar auglýsingar höfði sterkt til þeirra kvenna sem þurfa að búa með knatt- spyrnuóðum karlmönnum. LENCJAN LEIKIR DAGSINS Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is Rennes - Montpellier 1,20 3,85 6,40 Zulte-Waregem - Standard Liege 2,65 2,70 2,00 Xamax - Zurich 3,35 2,90 1,65 Salzburg - Ried 1,40 3,20 4,50 Wacker Tirol - Sturm Graz 1,75 2,80 3,15 Aarau - Basel 3,50 2,95 1,60 Grasshoppers - Thun 1,70 2,85 3,25 St. Gallen - Yverdon 1,65 2,90 3,35 Groningen - Utrecht 1,85 2,75 2,90 Heracles Almelo - NAC Breda 2,15 2,60 2,50 PSV Eindhoven - Feyenoord 1,65 2,90 3,35 Chester - Wrexham 2,15 2,60 2,50 St. Pauli - Bayern Miinchen 6,40 3,85 1,20 Portsmouth - Arsenal 4,00 3,00 1,50 Middlesbro - Charlton 1,85 2,75 2,90 Roma - Palermo 1,40 3,20 4,50 Espanol- Real Zaragoza 2,50 2,60 2,15 VILTU SKJOL A VERÖNDINA? MARKISUR www.markisur.com Dalbraut 3,105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar Næsti Maradona loksins kominn fram? Sergio Aguero er nýjasta knattspyrnuundur Argentínu getur af sér. Hann er aðeins 17 ára og eftirsóttur afstórliðum Evrópu. Argentíski knattspyrnumaðurinn Sergio Aguero hefur vakið mikla at- hygli í heimalandi sínu síðastliðin tvö ár. Þrátt fyrir að hann hafi ekki náð átján ára aldri fylgjast evr- ópsk stórlið á borð við Real Madrid, Bayern Munchen,Barcelona, Chelsea og Villareal grannt með framþróun sóknarmannsins unga. Hann leikur í dag með Independi- ente í heimalandinu, og herma fréttir að Munchen muni bjóða 14 milljónir punda í piltinn í sumar. Karl-Heinz Rumenigge, stjórnar- formaður Munchen, er sagður líta á Aguero sem arftaka Michael Ball- acks á miðjunni en búist er við að sá semji við Chelsea í sumar. Aguero, sem leikur annað hvort stöðu framherja eða framliggj- andi miðjumanns, er fæddur 1988. Hann þykir hafa ótrúlega mikinn leikskilning miðað við aldur, er með frábæra tækni og er einnig marksækinn. Aguero er yngsti leik- maður í sögu efstu deildar í Arg- entínu en hann lék sinn fyrsta leik með Independiente árið 2003, þá rétt rúmlega 15 ára gamall og vakti strax athygli. Sjálfur Diego Marad- ona varð svo hrifinn af hæfileikum kappans að hann skipaði Aguero sem arftaka sinn í argentískri knattspyrnu. Hann þótti leika gríð- arlega vel á Heimsmeistarakeppni landsliða skipað leikmönnum tutt- Maradona telur Aguero vera arftaka sinn. Sergio Aguero er vonarstjarna Argentínumanna. ugu ára og yngri, þar sem hann skoraði fjölmörg eftirminnileg mörk. Aguero virðist þola álagið sem fylgir mikilli athygli á unga aldri. Á þessari leiktíð hefur hann byrjað alla leiki Independiente og náð að skora að meðaltali mark í öðrum hverjum leik og lagt upp fjöldan allan af mörkum. Þrátt fyrir að fastlega sé búist við því að Aguero verði seldur til evrópsks félagsliðs í sumar getur svo farið að hann feti aðra leið en aðrir ungir og efni- legir leikmenn frá Suður-Ameríku sem hafa í gegnum tíðina aðallega farið til liða á Spáni og Ítalíu. Agu- ero hefur nefnilega lýst því yfir að hann vilji einna helst ganga til liðs við Liverpool á Englandi. Ólíklegt þykir þó að Rafael Benitez, knattspyrnu- stjóri Liverpool, sé tilbúinn að borga svo háa upphæð fyrir ung- ling sem hefur ekki reynslu af evrópskri knattspyrnu. Gegnum tíðina hafa margir leikmenn verið sagðir hinn næsti Romario, Maradona, Pele og svo framvegis en lítið hefur orðið úr hæfileik- unum. En eflaust eru margir knattspyrnu- stjórar í Evrópu engu að síður tilbúnir að Skeytin inn Samkvæmt nýrri úttekt breska blaðsins Indepen- dent eru meðallaun knatt- spyrnumanna í ensku úrvals- deildinni um 676 þúsund pund á ári eða tæpar níutíu milljónir kr. Síðast gerði blaðið úttekt á launum knattspyrnumanna fyrir sex árum og þá voru árs- laun þeirra rétt rúmlega 400 þús- und pund. Nemur aukningin um 65% á tímabilinu. Mark- verðir eru lægst launaðir allra leikmanna með „aðeins“ um 533 þúsund pund á ári á meðan framherjar fá hæstu launin eða um 800 þúsund pund að með- altali á ári. Ekki er vitað hvort könnunin verði til þess að mark- verðir í ensku úrvaldsdeildinni fari í setuverkfall til þess að fá kjör sín leiðrétt. Og talandi um peninga. Uli Hoeness, fram- kvæmdarstjóri Bayern Munchen, segir að eina ástæðan fyrir að Michael Ballack vilji fara til Chelsea sé vegna pening- anna. Ballack er sagður hafa samið við enskumeistar- ana. Hoeness sagði í viðtali við knatt- spyrnublaðið Kicker að Ball- ack vilji ekki yfirgefa Þýskaland til þess að læra nýtt tungumál eða kynnast annarri menningu. Hann vilji fara til Englands fyrst og fremst til þess að kynnast nýjum gjaldmiðli. Urskurðarnefnd ensku úrvalsdeildarinnar um vafasöm mörk hefur skilað niðurstöðu í máli Peter Crouch. Hinn iávaxni framherji Li- /erpoolkærði til nefndar- innar eftir ið mark bans gegn Newcastle zar skráð sem sjálfs- mark Shay Given. Boltinn fór í marknet Newcastle eftir að Crouch hafði skallað boltanum í átt að markinu og þaðan fór hann í hönd Given og svo í netið. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að markið bæri að skrá á Peter Crouch. Hefur hann þar með skorað tíu deildarmörk fyrir Liverpool í vetur. Vilt þú ________endurnvia húsbílinn? Tom Tychsen Sími 517 9350 I Gsm 821 9350 Skútahraun 2 Fax 517 9351 220 Hafnarfirði tom@husbilagalleri.is Gerir þú miklar kröfur? Útvegum fyrsta flokks húsbíla og hjólhýsi af öllum stærðum og árgerðum beint frá Þýskalandi. Allt eftir þínum óskum. Gott verð - pottþétt þjónusta

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.