blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 24
24 I BÖRN MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 blaöiö Þær Kolfinna og Nanna eru í forsvari fyrir mikil andmæli félagsmiðstöðvarinnar 101 í Austurbæjarskóla við stóriðju hér á landi. Félagsmiðstöðin 101 vill að horfið verðifrá stóriðjustefnunni Unga fólkið lœtur til sín taka í þjóð- félagsmálunum Það er engin tilviljun að Gerber barnamatur hefur verið mest keypti barnamatur á íslandi um áraraðir. íslenskir foreldrar eru aldir upp á Gerber og vita að gæðunum geta þeir treyst OrvoU wommi Gerber hefur í rúm 75 ár framleitt Ijúffengan mat samkvæmt ströngum gæðastöðlum. Hann er laus við aukaefni og efna mengun, hollur og góður fyrir litla munna og handhægur fyrir pabba og mömmur. Kalfeúnakj* meötómótum Avextir Epli og bláber CÍruimnrtt Culnetur 99.................. Við sættum okkur ekki við hvernig ríkis- stjórnin hefur vaðið yfir land og þjóð á skítugum skónum. Pað er greinilegt að unga fókið lætur sig einnig varða hita- mál samfélagsins og mörg reyna þau að hafa áhrif á framgang mála í þjóðfélaginu. Krakkarnir í félagsmiðstöðinni 101 í Austurbæjarskóla hafa nú tekið höndum saman og lýst yfir and- stöðu sinni við stóriðjustefnu stjórn- valda hér á landi. Þau hafa sent út opinberar yfirlýsingar þar sem þau segjast ekki „sætta sig við hvernig ríkisstjórn hefur vaðið yfir land og ijóð á skítugum skónum“, eins og iau orða það. Þá lýsa þau einnig áhyggjum sínum af gengishækkun krónunnar í kjölfar aukins hag- vaxtar vegna stóriðju sem gerir það að verkum að íslensk útflutningsfyr- irtæki eru fæld í burtu. Að síðustu nefna þau sérstaklega íslenska nátt- úru, en að þeirra mati er hún sú sem líður mest fyrir mistök mannanna í þessum efnum. Þær Kolfinna Nikulásdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir eru í for- svari fyrir þetta andsvar félagsmið- stöðvarinnar, en þær segja mikil- vægt að taka hér í taumana og leggja fjármagn í annað en stóriðju. „Að mati okkar allra er mikilvæg- ara að huga að fjölbreyttari störfum innanlands í stað þess að einblína aðeins á einn möguleika. Okkur finnst heldur ekki sanngjarnt að ríkisstjórn kynni aðeins jákvæðar hliðar stóriðjunnar og sleppi því að upplýsa almenning um allar hliðar málsins. Svo er auðvitað skrýtið að þeir forðist þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál,“ segja þær stöllur, sem greinilega hafa sterkar skoð- anir hvað þetta varðar. Aðspurðar um tilefni þessa átaks í félagsmið- stöðinni segja þær nemendaráð hafa sammælst um að láta heyra í sér varðandi stóriðjuna. „Það kom upp hugmynd hjá einum í nemenda- ráðinu og það voru allir sem studdu hana - þ.e. að láta andstöðuna í ljós. Það fannst öllum þetta frábær hug- mynd sem hefur mikinn rétt á sér og við erum öll mjög ánægð með þessa ákvörðun okkar. Það þarf að finna aðrar leiðir og það er mjög mikilvægt að almenningur sé nægi- lega upplýstur um það sem yfirvöld eru að gera í þessum efnum og eins afleiðingar virkjana af þessum toga. Auðvitað lætur fólk sig þetta varða og við unga kynslóðin erum þar engin undantekning - þetta skiptir okkur líka miklu máli og við höfum ýmislegt um þjóðfélagsmál sem þessi að segja." Kolfinna og Nanna segjast að lokum vona að félagsmiðstöðin geti haft einhver áhrif, þó ekki sé nema bara til þess að vekja yfirvöld og al- menning til umhugsunar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.