blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 35

blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 35
blaðið MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 AFREYmG l 35 Konungur frumskógarins mœttur Hingað til lands er mættur drum and bass/jungle tónlistarmaðurinn Roni Size sem mun spila á Nasa mið- vikudaginn 19. apríl ásamt völdum tónlistarmönnum Frá Bristol í Englandi kemur maður að nafni Ryan Williams en hann er betur þekktur sem Roni Size og er eitt stærsta og virtasta nafnið í drum and bass heiminum. Roni Size skilur eftir sig gríðarlegt magn af smáskífum, breiðskífum, endurhljóðblöndunum og öðrum tónverkum og hefur hann unnið með tónlistarmönnum á borð við Method Man úr Wu Tang Klang, Rage Against the Machine og Cypress Hill. Einnig hefur Roni Size spilað út um allan heim og þá oft með heilli hlljómsveit en hann stofnaði hljóm- sveitina Roni Size / Reprazent með félögum sínum DJ Die, DJ Suv, MC Dynamite, Dj Krust og Onallee. Örlagaplatan Frægasta verk þeirra er sennilega fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar en hún ber nafnið New forms og kom út árið 1997 en sú plata hlaut Mercury verðlaunin í Bretlandi. í framhaldinu varð Roni Size einn vinsælasti og virtasti drum and bass tónlistarmaður Bretlandseyja og náðu vinsældir hans langt út fyrir heimalandið og platan New Forms seldist meðal annars grimmt á Is- landi. Sú breiðskífa markaði nokkuð nýja stefnu í drum and bass sem var orðið nokkuð staðnað í tveimur Ronl Size MBhíinfwfiny * Tggaa á' fjBw ■ m v 1 * > * deildum. Annars vegar var það hið dökka og hraða techstep sem heyra mátti á klúbbum og hins vegar intell- igent drum and bass með seiðandi takti og hljóðum. New Forms braut upp þessa tvíhyggju og fór nýstár- legar leiðir í samanbræðingi takta og radda. Upphaf ferils Roni Size má rekja til þátttöku hans í verkefninu Base- ment Project program for Bristol’s musical youth, og kom fljótt í ljós að hann stefndi á að endurskilgreina danstónlistina. Með rætur í dub ,reggae og hip hop stakk hann sér á bólakaf í danssenu níunda áratugar- ins ásamt hljómsveitum og tónlistar- mönnum á borð við Massive Attack, Tricky og fleirum. Miðvikudaginn 19. apríl, ásamt Roni Size, koma fram tónlistar- menn á borð við techno gestgjafann Exos, Hermigervil sem spilar ferskt lifandi efni og Reykjavik Swing Orc- hestra sem samanstendur af þremur hljómsveitarmönnum, söngkonu, bassaleikara og raftónlistarmanni. Dr.Mista og Mr.Handsome koma einnig fram. Plötusnúðarnir Dj Ri- chard Cuellar og Dj Óli Ofur slá tón- inn á efri hæðinni ásamt Dj Kaido Kirikmae sem er einn virtasti plötu- snúður og tónlistarmaður Eistlands. Húsið opnar kl.23.00. Miðaverð er aðeins 1.800 krónur við hurð en 1.400 krónur í forsölu en miðar eru seldir í 12 tónum. Roni Size er í boði TECHNO.IS. Kiefer Sutherland i hlutverki leyni- þjónustumannsins Jack Bauer. Kiefer mal- ar gull Leikarinn góðkunni Kiefer Sutherland hefur gert nýjan samning við framleiðendur sjón- varpsþáttarins 24 sem fjallar um leyniþjónustumanninn Jack Bauer og baráttu hans við ill öfl. Samningurinn sem um ræðir er fyrir þrjár þáttaraðir af þessum metsöluþætti og fær Kiefar fyrir vikið litlar 40 millj- ónir dollara. Leikarinn sem er 39 ára verður þannig einn hæstlaunaði sjónvarpsleikari Bandaríkjannna. Ísöld2 slœr met fsöld 2 sló um helgina opnunarmetiö á teiknimynd á Islandi og velti þar með myndinni Madagaskar úr sessi sem hún hefur haldiö frá því í júlí í fyrra. A (söid 2 fóru 11.843 manns frá föstudegi tii sunnudags og samtals halaði hún inn 8.1 milljón í aðsóknartekj- ur. Isöid 2 bætti metið tiltöiulega því þetta er meira en 1.000 manns í aðsókn frá gamla metinu og tæpum 600.000 kr meira i aðsóknartekjur. Uppselt var á flest allar dagsýn- ingar um helgina og þess má geta að sunnudagurinn 9. apríl 2006 var stærsti einstaki dagur Smárabíós frá opnun fyrir tæpum 5 árum en ails borguðu sig inn 3.636 manns í fyrradag og nam sjoppusalan hvorki meira né minna en einni og hálfri milljón. Að end- ingu má nefna að fsöld 2 var með tæpa 60% af allri bíóaðsókn helgarinnar. Hvaðerað gerast? Blaðið vill endilega fjalla um atburði líðandi stundar. Sendu okkur línu á gerast@bladid.net 12.20 - Fyrirlestur Þjóðleikhúsið Einar Guðbjartsson: Óefnislegar Midi.is| Verkið, sem er gestasýn- eignir í efnahagsreikningi ing í Þjóðleikhúsinu, verður ein- Oddi stofa 101 ungis sýnd þrisvar sinnum. Höf- undur og ílytjandi er Margrét 16.00-Sýning Lósmyndir Sigríðar Bachmann í Sigurðardóttir. Skotinu 21.00-Tónlist Ljósmyndasafn Reykjavíkur F.R.E.T á Blúshátíð Þjóðleikhúskjallarinn 19.00 - Leikrit Litla Hryllingsbúðin 22.00-Leikrit Leikfélag Akureyrar Litla Hryllingsbúðin Miðasala á midi.is Leikfélag Akureyrar Miðasala á midi.is 20.00-Dans Vorsýning Listdansskóla íslands 22.00-Tónlist Borgarleikhúsið Númer Núll og Múgsefjun Miðasala á midi.is Barn 21.00-Tónlist 22.00 -Tónlist Blúshátíð í Reykjavík 2006 Malneirophrenia, Mogadon og Stórtónleikar á Nordica Hótel Indigo Miðasala á midi.is Grandrokk Sjá umfjöllun á opnu 21.00-Leikrit BIG CRY B dekkjanna taldir! www.reykjavik.is/fs

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.