blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 20
20 I BÖRN 4 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 blaðiö Aíleiðingar eineltis JÓN PÁLL HALLGRÍMSSON RÁÐGJAFl HJÁ REGNBOGABÖRNUM Mánast hvert einasta foreldri sem leitað hefur til mín sem ráðgjafa Regnbogabarna kvartar undan aðgerðarleysi skól- anna. í flestum tilfellum eru for- eldrar búnir að berjast fyrir barni sínu í langan tíma og verið í nánu sambandi við skólann áður en þeir leita til Regnbogabarna. Oft biðja foreldrar um að haft verði samband við viðkomandi skóla til að finna lausn á vandanum og í þeim til- fellum sem það er gert hefur komið í ljós að skólinn er búinn að reyna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa vandann. Þess vegna hefur menntamála- ráðuneytið að undanförnu verið að innleiða eineltiskerfi Dan Olweusar, sem er gott og traust kerfi fyrir skóla og foreldra að byggja á þegar upp koma eineltismál. Þetta kerfi hefur gefið góða raun í Noregi og miklar vonir eru bundnar við það hérna heima. Hins vegar hættir eineltið ekki endilega þegar skólanum lýkur og þess vegna er eftirfylgnin út í sam- félaginu mikilvægust þegar upp er staðið og þar koma Regnbogabörn til sögunnar. Við hjá Regnbogabörnum veltum þessu mikið fyrir okkur og viljum leggja okkar af mörkum til að hjálpa til við að uppræta vandann. Þau til- felli sem hér um er að ræða eru eins misjöfn og þau eru mörg og engin ein leið til að leysa vandann. Því þurfa allir þeir sem að hverju tilfelli koma, að leggjast á eitt svo að einstak- lingurinn hljóti ekki varanlegann skaða af völdum eineltis. Nær allir þeir foreldrar sem leita til okkar hafa vitneskju um hverjir gerandendur eru og segjast vera búnir að reyna að tala við foreldra þeirra með litlum ár- angri. Þarna verða foreldrar gerenda að taka á sig rögg því einelti er ekki einkamál þess sem fyrir því verður. Sú aðferð sem dugar síst, er að líta svo á að verið sé að ásaka foreldra gerand- ans. Oft er það svo, að sá sem leggur í einelti, gerir það af einhverri óút- skýrðri og ómeðhöndlaðri vanlíðan sem enginn hefur hugmynd um. Til þess að leysa þessi mál, sem geta gengið svo langt að einstak- lingarnir, þ.e. bæði gerandinn og þolandinn, getur hlotið af því alvar- legan skaða, er nauðsynlegt að skapa umræðugrundvöll. Þegar foreldrar geranda eru ekki til samstarfs getur skólinn lítið sem ekk- ert aðhafst í málinu nema efla gæslu eða á einhvern annann hátt brugðist við vandanum á skólalóðinni. En þar sem skólalóðin er ekki nema nokkrir fermetrar af lífi barnanna, má segja að það sé búið að gefa út veiðileyfi á þolandann. Ég tek sterkt til orða þegar ég tala um alvarlegar afleiðingar sem eru m.a. að þolandinn lokar sig af, þorir ekki út og eignast ekki vini. Ríkjandi í fari þolanda er léleg sjálfsvirðing og sjálfsmat, hann er kvíðinn, hræddur og upp geta komið þunglyndisein- kenni á borð við svefntruflanir, dep- urð og framkvæmdarleysi. Ég verð ekki var við það að þol- endur óttist það að deyja eða slas- ast, heldur fremur að þeir óttist álit annarra og það að gera mistök sem geta orðið þeim að athlægi eða verði til þess að þeim verði hafnað. Þetta verður til þess að þolendur eiga erfitt með að tengjast og taka þátt í eðlilegu félagsstarfi jafnt í og utan skóla. Við hjá Regnbogabörnum rætt við marga einstaklinga á aldrinum 16 til 24 ára sem orðið hafa fyrir einelti í grunnskóla og eru jafnvel búnir að reyna í þrígang að byrja í framhalds- skóla. þannig að þau börn sem verða fyrir einelti í grunnskóla missa hæfni til að takast á við þau verkefni sem framundan eru hvort sem þau fara út á vinnumarkaðinn eða halda áfram í námi. Af ofantöldum ástæðum, meðal annarra, er afar mikilvægt að gera sér grein fyrir að þetta er ekki bara spurning um mitt barn, heldur öll börn og við erum sameiginlega ábyrg fyrir velferð barna í þessu samfélagi sem við búum í. Bjóðum einnig upp á skíðagöngu SKIÐAPASKAR Á SIGLUFIRÐI Þriðjudagur 11. apríl Lyftur: Opið 14-20 Sundlaugin: Opið frá kl. 6:30 -10 og 14 - 21 Miðvikudagur 12. apríl Lyftur: Opið frá 14 - 20 Sundlaugin: Opið frá kl. 6:30 -10 og 14 - 21 Allinn Sportbar: Trúbadorinn Teítur - nýr og ferskur - Frítt inn! BfóSalur: FÍLAPENSLAR 15 ára og ball á eft- ir með Mðaldarmönnum. Fimmtudagur 13. april Skírdagur. Lyftun Opið 10-17 Leikjabraut og brettabraut Sundlaugin: Opin frá kl. 13 -19 Bíó Salur: FlLAPENSLAR Föstudagur 14. apríl Föstudagurinn langi Lyftur: Opið 10-22 Leikjabraut og brettabraut Tyrolagleði kl. 18 Garpamót ki. 18 Sundlaugin: Opin frá kl. 13 -19 Allinn Sportbar: Stórdansleikur með hljómsveltinni V0N Bió Salur: Ball með Terlín frá miðnætti. Laugardagur 15. apríl Lyftun Opið f rá 10 — 17 Leikjabraut og brettabraut Andlitsmálun og páskaeggjamót fyrir 12 ára og yngri kl. 14. Sundlaugln: Opin frá kl. 10 -19. Allinn Sportban Sönskemmtunin allt frá óp- eru til Idol og dansleikur með Stúlla og Sæv- ari á eftir. Bió Salur: Ball með Spútnikk frá kl. 23. Bátahúsið: Söngskemmtun karlakórsins kl. 20:30. Sunnudagur 16. apríl. Páskadagur Lyftun Opið frá 10 - 17 Leikjabraut og brettabraut Bretta- og freestylekeppni samhliðasvig kl. 14 Sundlaugln: Opin frá kl. 15 -19 Allinn Sportbar: Trúbadorinn Teitur - Fritt inn ! Bíó Barinn: Llfandi tónlist frá kl. 23 Mánudagur17. apríl Annar í páskum Lyftur: Opiðfrá 10-17 Leikjabraut og brettabraut Sundlaugln: Lokað. W _ 561 5620 FRA KL13-17 Ballettskóli (§>ddu (Schevb Safnaðarheimili Háteigskirkju WWW.BALLEH.IS 4v > Tilfinningaleg tengsl viðforeldra mikilvœg Sýndu ungbarninu um- tyggju, ást og athygli Á aldrinum sex til 12 mánaða eru börn miklar félagsverur, þrátt fyrir ungan aldur, og þau hafa mikla þörf fýrir ást, umhyggju og athygli. Á þessum aldri eru börnin að upp- götva heiminn með öllum þeirra skynfærum og margir hlutir líta dagsins ljós í fyrsta skipti, sem er auðvitað liður í þroska barnanna og þeim nauðsynlegt til þess að læra inn á tilveruna. Hins vegar getur þessi tími verið börnunum erfiður og mörg þeirra upplifa hluti og aðstæður sem eru þeim framandi og furðuleg án þess þó að foreldrar geri sér grein fyrir því. Þess vegna er mikilvægt að sam- neyti við foreldra sé innihaldsríkt og að börnin finni fyrir viðveru foreldra sinna og öryggi við hinar ýmsu aðstæður. Vertu til staðar Það skiptir miklu máli að vera til staðar fyrir barnið og móttækilegur fyrir þeirri athygli sem það þarf. Augnsamband við börnin skiptir hérna miklu máli og auk alls sem gerir það að verkum að þau upplifa sig sérstök, sjálfstæð og örugg. Haltu utan um barnið Við erfiðar aðstæður er besta meða- lið án efa að einhver taki utan um mann. Við höfum öll þörf fyrir faðmlög og börnin eru þar engin undantekning. Með því að temja okkur að halda oft utan um barnið þróum við með þeim aukið öryggi, aukna tilfinningagreind og mjúkt viðmót. Leiktu við barnið Börn læra og þroskast á vitrænan sem og líkamlegan hátt í gegnum leik. Ef foreldrar taka þátt í leikjum barnanna, hversu smá- vægilegir sem þeir geta verið, geta þau upplifað ýmsar hliðar saman og börnin verða öruggari fyrir vikið. Leikir sem þessir geta verið í tengslum við ímyndunina, tónlist, liti og fleira sem barnið vill gera. Snertingin er mikilvæg Fyrstu mánuðina hafa börn mikla þörf fyrir snertingu foreldra. Þannig finna þau frekar fyrir for- eldrunum og upplifa aukið öryggi dag frá degi. Snerting þarf ekki að vera mikil hverju sinni - oft er nóg að halda í hendi barnsins, strjúka hár þess, bak eða annað. OPNUNARTÍMAR UM PÁSKANA SKAUTA HOLUN REYKJAVÍK-LAUGARDALUR Sunnudagur 9. apríl kl. 13:00-18:00 Mánudagur 10. apríl kl. 12:00 -15:00 Þriðjudagur H.apríl kl. 12:00-15:00 Miðvikudagur 12.apríl kl. 12:00 - 15:00 & 17:00-19:30 Skírdagur 13. apríl kl. 13:00-18:00 Föstud.langi 14. apríl kl. 13:00-18:00 Laugardagur 15. apríl kl. 13:00 -18:00 Páskadagur 16. apríl kl. 13:00-18:00 Annar í pásk 17. apríl kl. 13.00 -18:00 Nánari upplýsingar í SkautahölIinni síma 588 9705 eða í skautaholl@skautaholl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.