blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 12.04.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 blaAÍÖ Leiötogi mafíunnar á Sikiley handtekinn Áflótta undan réttvísinni í meira en 40 ár. Bernardo Provenz- ano. Myndin mun vera um 40 ára gömul. Bernardo Provenzano, sem talinn er leiðtogi siki- leysku mafí- unnar, hefur verið handtek- inn eftir að hafa verið á flótta í meira en 40 ár. Að sögn talsmanns ítölsku lögreglunnar var Provenz- ano handtekinn á Sikiley. Hann hefur lengi verið efstur á lista lög- reglunnar yfir þá sem eftirlýstir eru á Ítalíu. Hann er sakaður um mörg morð og rán. Yfirvöld telja að Provenzano hafi tekið við stjórn mafíunnar þegar Salavtore „Toto“ Riina var handtekinn árið 1993 í Palermo, höfuðborg Sikileyjar. Provenzano, sem er 73 ára gam- all, hefur varið rúmum helmingi ævi sinnar á flótta undan vörðum laganna. Að sögn talsmanns lögreglu var Provenzano handtekinn nærri bænum Corleone þar sem eigin- kona hans og dóttir búa. Hann neitaði að ræða við lögreglu þegar hann var handtekinn. Provenzano hefur löngum verið annálaður fyrir mikla dirfsku og hann þykir búa yfir einstökum hæfileikum þegar dulargervi eru annars vegar. Hann náði með hugvitsamlegum hætti jafnan að komast undan lögreglu og hafði aldrei samband við vini sína og samstarfsmenn öðruvísi en að fela mönnum sem hann treysti algjör- lega að færa þeim skrifleg boð. Oft skýrði lögregla frá því að senn yrði hann handtekinn en honum tókst jafnan að komast undan á síðustu stundu. Handtakan þykir því nokkur sigur fyrir ítölsku lögregluna því ýmsir höfðu haldið því fram að þetta verkefni myndi hún aldrei ná að leysa. Heimilisvænir og gómsætir fiskimánar Fulleldaðir og tilbúnir matfÍSkur á pönnuna eða í ofninn ' M A T Ml T. I F H F - M O t FFI I t R 4 íranir auðga umtals- vert magn af úrani Stjórnvöld í Teheran lýstu því yfir i gær að íranir hefðu stigið mikilvægt skref í átt til þess að komast í hóp kjarnorkuvelda heimsins. Hashemi Rafsanjani, fyrrum forseti lands- ins, sagði í fjölmiðlum að íranskir vísindamenn hefðu í fyrsta skipti náð að auðga úran í umtalsverðu magni og þar með komist nær því markmiði að nota kjarnorkutækni til orkuframleiðslu. 1 siðustu viku hafði Mahmoud Ahmnadinejad, for- seti landsins, lýst því yfir að tíðinda væri að vænta af kjarnorkuáætlun stjórnvalda. Tíðindin berast á sama tíma og orðrómur er um að Bandaríkjamenn íhugi alvarlega að gera árás á kjarn- orkustöðvar Irana fallist þeir ekki á kröfur öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna um að láta af tilraunum til auðgunar úrans. Samkvæmt síðustu ályktun öryggisráðsins hafa stjórn- völd í Teheran frest fram til loka april að láta af tilraunum sínum. Mohammed ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar, er á leið til írans til viðræðna við stjórnvöld um kjarnorkuáætlun þeirra. Þykir tímasetning yfirlýs- ingar stjórnvalda ekki gefa ástæðu til bjartsýni um að lausn á deilunni sé í sjónmáli. AP-fréttastofan hefur eftir emb- ættismönnum Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar í Vín að engin ástæða sé til að efast um réttmæti yf- irlýsinga Irana um að þeim hafi tekist að auðga úran i umtalsverðu magni. Sama fréttastofa hefur eftir embætt- ismanni bresku utanríkisþjónust- unnar að yfirlýsing frana geri lítið til þess að hjálpa við lausn deilunnar og að krafa öryggisráðsins um að fr- anir hætti öllum tilraunum til auðg- unar úrans standi sem áður. íranir hafna þeirri kröfu með öllu og segja það rétt sinn sem fullvalda þjóð að nota kjarnorku í friðsamlegum til- gangi, en stjórnvöld ítreka að kjarn- orkuáætlun þeirra miðist eingöngu við framleiðslu á raforku. Rússar hafa boðist til þess að auðga úran fyrir írani en stjórnvöld hafa neitað því boði. Þykir sú neitun til marks um að íranir vilji halda flestum möguleikum opnum varðandi fram- tíð kjarnorkuáætiunarinnar. Láti franir ekki af auðgun úrans fyrir næstu mánaðamót er búist við að harðari ályktun verði samþykkt á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í framhaldinu en ólíklegt er að gripið verði til beinna við- skiptaþvingana á þeim tímapunkti. Þráist íranir við veltur framhaldið að miklu leyti á hvort að samstaða náist innan ráðsins um aðgerðir gagnvart stjórnvöldum í Teheran, en Rússar og Kínverjar, sem hafa neitunarvald innan ráðsins, eru ólík- legir til þess að samþykkja viðskipta- þvinganir. Talið er að undir þeim kringumstæðum myndu Banda- ríkjamenn íhuga alvarlega einhiiða aðgerðir gagnvart írönum. Aðalfundur VR verður haldinn á Nordica hótel mánudaginn 24. apríl nk. og hefst kl. 19:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Laga- og reglugerðabreytingar Nýtt nafn • Stofnun Varasjóðs Sameining við Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar Virðing Réttlæti VR Opnunartími yfir páskana: - Skírdagur: 10-21 - Föstudagurinn iangi: lokað - Laugardagur fyrir páska: 10-21 - Páskadagur: lokað - Annar í páskum: 10-21 M1 garðheimar heimur heillandi hluta og hugmynda! Minipáskaliljur >tmML Stekkjarbakka 6 - 540 3300 www.gardheimar.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.