blaðið - 26.04.2006, Side 1
92. tölublaó 2. árgangur
miðvikudagur
26. apríl 2006
Friálst,
óháð &
ókeypis!
Segja byggingarleyfi lykta af
klíkuskap og hagsmunagæslu
Mikil óánægja er ríkjandi meðal íbúa Seláshverfis í Árbænum vegna nýs deiliskipulags við
Rænt í eigin
giftingarveislu
Þrír Zimbabwe-búar komu i
veg fyrir að faðir þeirra gerðist
sekur um fjölkvæni með því að
ræna honum rétt áður en gifting-
arathöfnin átti að fara fram.
Dagblaðið Sunday Mail sem
gefið er út í Zimbabwe greindi
frá þessu. Synirnir komu þung-
vopnaðir til athafnarinnar og
beindu öxum og hnífum að gest-
unum er þeir tóku föður sinn,
neyddu hann inn í bifreið og
óku á brott á mikilli ferð.
Brúðurin hélt á brott hágrát-
andi. Presturinn sem gefa átti
fólkið saman hvatti gesti til
að njóta veitinga og skilja eftir
gjafir sínar. „Þótt hér verði papp-
írar ekki undirritaðir mun ég
skilja eftir gjöf mína og segja:
Guð blessi þessa fjölskyldu,”
sagði hann.
Mikil spenna
á Sri Lanka
Tíu manns, hið minnsta, týndu
lífi í sjálfsmorðsárás sem gerð
var í gær í Colombo, höfuðborg
Sri Lanka. Tilræðismaðurinn
sprengdi sig í loft upp í höfuð-
stöðvum stjórnarhersins í borg-
inni. Hermdu fréttir að tilræð-
ismaðurinn hefði verið kona og
hefði hún látið sem hún væri
ófrísk og þannig tekist að dylja
sprengiefnið sem hún bar innan
klæða. Yfirmaður stjórnarhers-
ins særðist alvarlega í árásinni og
gekkst hann undir aðgerð. Stjórn-
völd brugðust við tilræðinu með
sprengjuárásum á stöðvar skæru-
liða tamíla og sýnir myndin liðs-
menn sveita þeirra í viðbragðs-
stöðu nærri bænum Tricomalee.
Reuters
Elliðaár. Tæplega 200 manns hafa skrifað undir mótmælalista sem afhentur verður í dag.
Hópur íbúa í Seláshverfi í Ár-
bænum telur að klíkuskapur ráði
því að borgaryfirvöld hafi gefið
leyfi til húsbyggingar á bökkum
Elliðaánna. Á annað hundrað íbúa í
hverfinu hafa skrifað undir lista þar
sem húsbyggingunni er mótmælt.
Forsvarsmaðurundirskriftarlistans
segir borgaryfirvöld vera að brjóta
°v .
SKIÐASVÆÐIN
S. 530 3000 www.skidasvaedi.is
á rétti íbúanna og hann óttast að úti-
vistarsvæðinu við Elliðaár sé stefnt
í hættu.
235 fermetra einbýlishús
Málið snýst um 1.100 fermetra
lóð sem liggur á svæði milli Selás-
hverfis og Elliðaáa. Þar hefur sum-
arbústaður staðið frá því áður en
Árbær byggðist en þarna var lengi
vel blómleg sumarbústaðabyggð. í
upphaflegu deiluskipulagi frá árinu
1966 var gert ráð fyrir því að lóðin
yrði gerð að útivistarsvæði og sum-
arbústaðurinn rifinn. Eigendum
yrði í stað þess boðin annar staður.
Það vildu eigendur hins vegar ekki
sætta sig við og hefur bústaðurinn
því staðið utan deiliskipulags allt
þar til nú.
Samkvæmt nýju deiliskipulagi
sem nú er í kynningu hefur lóðin
verið færð inn í Seláshverfi með
götunúmerið Þykkvibær 21. Þá
hefur eigendum verið gefið leyfi til
byggingar nýs 235 fermetra einbýlis-
húss á lóðinni allt að fjórir og hálfur
meter að hæð.
Hið nýja deiliskipulag hefur
valdið töluverðri óánægju meðal
íbúa í hverfinu sem telja að með því
séu borgaryfirvöld að brjóta á rétti
þeirra. Þá telja íbúarnir að bygging-
arleyfið sé á skjön við almennar
reglur í aðalskipulagi Reykjavíkur
þar sem ekki er talið æskilegt að
byggt sé nær ám og vötnum innan
þéttbýlissvæðis en sem nemur 100
til 250 metrum.
Undirskriftarlisti gengur meðal
íbúa og hafa hátt á annað hundrað
manns nú skrifað undir hann.
Listinn verður afhentur skipu-
lagsfulltrúa Reykavikurborgar i
dag. Frestur til að skila inn athuga-
semdum vegna deiluskiplagsins
rennur út á morgun.
Einkennilegt mál
Theodór S. Marinósson, íbúi í Sel-
áshverfi og forsvarsmaður undir-
skriftarlistans, segir útivistarsvæð-
inu við Elliðaár stefnt í hættu verði
byggingarleyfið samþykkt af borg-
aryfirvöldum. Hann segir íbúa í
hverfinu hafa staðið í þeirri trú að
bústaðurinn yrði rifinn og lóðin
gerð að útivistarsvæði. „Ef leyfa á
þarna stórar byggingar þá er verið
að eyðileggja útivistarsvæðið fyrir
borgarbúum. Við teljum að þetta
leyfi geti bara verið byrjunin á fleiri
framkvæmdum.“
Theodór segir nýju bygginguna
koma til með að valda töluverðri
sjónmengun fyrir íbúa á svæðinu
og segir undarlegt að borgin skuli
taka sérhagsmuni af þessu tagi
fram yfir hagsmuni almennings í
borginni. „Þetta er mjög einkenni-
legt mál og það lyktar af klíkuskap
og sérhagsmunagæslu."
BMit/SteinarHugi
Fjör í frímínútunum
Kátir krakkar í Snælandsskóla í Kópavogi létu hryssingslegt veðrið í sumarbyrjun ekki hafa áhrif á sig og skemmtu sér vel í frímínútum í gær. Þessi strákur gæti verið að undirbúa sig
undir glæstan frama í slökkviliðinu þegar fram líða stundir.
ww
1.000,-
Notaðu þessa
ÞjóðarGjöf
til bokakaupa
----------
t* ---- -------
Pjóðiu:0_tÚbóUkAup<-i
mmkwmmm
Notaðu þína ávísun!