blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 8
8 i FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 blaðið
Einhliða launa-
hækkanir
Stjórn Samtaka fyrirtækjaí heilbrigð-
isþjónustu (SFH) ákvað einhliða
i gær að hækka laun starfsmanna
hjúkrunarheimila frá og með 1. maí
næstkomandi. Ákvörðun SFH kom
í beinu framhaldi af því að upp
úr slitnaði í samningarviðræðum
þeirra við fulltrúa starfsmanna
Eflingar.
Tveir þriðju launahækkunarinnar
kemur til framkvæmda þann 1. maí
næstkomandi og síðan 4% hækkun
þann 1. september á þessu ári.
Með þessari aðgerð vonast stjórn
SFH að koma í veg fyrir boðaðar
hópuppsagnir starfsmanna hjúkr-
unarheimila í næsta mánuði.
Þingmaður setur
íslandsmet
Sigurjóni Þórðarsyni, þingmanni
Frjálslynda flokksins er greinilega
margt til lista lagt. Auk þess að tala
af miklu kappi í ræðustól Alþingis
er hann einnig
keppnismaður á
öðrum sviðum.
Um síðustu helgi
tók Sigurjón þátt
í Islandsmóti
25 ára og eldri í
sundi sem haldið
var í Hafnarfirði
og gerði sér lítið
Sigurjón Þórðarson
fyrir og setti Islandsmet í 100 metra
bringusundi í flokki 40 til 45 ára.
Þingmaðurinn skýrir frá þessu á
heimasíðu sinni á hógværan hátt og
tekur fram eins og sönnum íþrótta-
manni sæmir, að aðalatriðið sé ekki
að vinna, heldur að vera með.
Táragasi skotið að mótmaelendum í Aþenu í Grikklandi í gær.
Reuters
Mikil mótmæli í tilefni af
heimsókn Condoleezza Rice
Bílar voru brenndir og rúður brotnar í miklum mótmælum í miðborg Aþenu í gær. Lög-
reglan beitti táragasi gegn mannfjöldanum, sem mótmælti utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Grískar lögreglusveitir skutu táragasi
að mótmælendum í miðborg Aþenu,
höfuðborgar Grikklands, í gær þegar
þeir réyndu að komast gegnum ör-
yggisgirðingu sem sett var upp vegna
komu Condoleezza Rice, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, til landsins.
Múgurinn var að reyna að komast
að fundarstað Rice og Dora Bakoyi-
anni, utanríkisráðherra Grikklands.
Mótmælendur svöruðu fyrir sig
með því að kasta bensínsprengjum,
grjóti og öðru lauslegu að lögreglu.
Talið er að um fimm þúsund manns
hafi tekið þátt í tvennum mótmæla-
göngum sem voru skipulagðar af
kommúnistum og andstæðingum
alþjóðavæðingar. Asamt átökum á
milli lögreglu og mótmælenda voru
bílar brenndir og rúður brotnar í
verslunum í miðborg Aþenu.
Utanríkisstefnu
Bandaríkjanna mótmælt
Mótmælin beindust fyrst og fremst
gegn utanríkisstefnu Bandaríkjanna
en mikil andstaða var við innrásina
í Irak í Grikklandi. Stjórnmálamenn
á vinstri kanntinum lýstu þvi yfir
í fjölmiðlum í aðdraganda komu
bandaríska utanríkisráðnerrans að
erindi hans væri að tryggja stuðning
griskra stjórnvalda við hernaðarað-
gerðir gegn I ran vegna kjarnorkuáætl-
unar klerkastjórnarinnar í Teheran.
Mótmælendur í Aþenu endurómuðu
þessa skoðun og báru skilti og borða
þar sem á stóð að Bandaríkin ættu að
láta írani í friði.
Eftir fund utanríkisráðherranna
lýsti Bakoyianni því yfir að grisk
stjórnvöld væru andvíg kjarnorku-
stefnu Irana en gaf ekkert upp hvort
að Grikkland, sem á sæti í öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna, myndi
styðja viðskiptaþvinganir láti stjórn-
völd í Teheran ekki af auðgun úrans.
Rice var einnig varkár í orðavali. Hún
sagði á fundi með blaðamönnum í
gær að íranir væru að einangrast frá
alþjóðasamfélaginu en ekkert væri
ákveðið með næstu skref.
Óvíða meiri andúð á banda-
rískum stjórnvöldum í Evrópu
Stjórnmálaskýrendur telja að and-
staða við Bandaríkin sé óvíða meiri
í Evrópu en í Grikklandi. Er sú
andstaða meðal annars rakin til
stuðnings stjórnvalda í Washington
D.C. við herforingjastjórnina sem
fór með völdin í landinu á árunum
1967 til 1974. Heimsókn Rice er fyrsta
opinbera heimsókn bandarísks emb-
ættismanns til landsins í tuttugu ár,
en þegar George R Shultz heimsótti
landið 1986 sprengdu mótmælendur
styttu af Harry S. Truman af stalli
sínum í miðborg Aþenu. Þótti sú
sprenging afar táknræn. Colin Po-
well, þáverandi utanríkisráðherra,
þurfti að fresta tveimur opinberum
heimsóknum til Grikklands 2003 og
2004 vegna ótta við að mótmæli yrðu
óviðráðanleg.
Ferðalag Condoleezza Rice um
Evrópu heldur áfram. Hún hélt til
Ankara í gærkvöldi og mun hitta
ráðamenn Tyrklands í dag, miðviku-
dag. Það mun hún fljúga til Búlgaríu
og sitja fund utanríkisráðherra aðild-
arríkja NATO.
MWflD
Heimsmeistaramót í Íshokkí 3. deild karla
Skautahöllinni Laugardal
27.APRÍI
KL 20:00
500 kr. leikdagurinn
1500 kr. mótsmiði á alla leiki
%
IIHF