blaðið - 26.04.2006, Síða 23
blaðið MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 BRÚÐKAUP I 23
Leikir og skemmtun i
brúðkaupsveislunni
Stemning myndast meðal boðsgesta effarið er í skemmtilega leiki
I brúðkaupsveislum er fólk saman
komið til þess að gleðjast með
brúðhjónunum. Glaumur og gleði
einkenna flestar veislur og er það
yfirleitt svo að brugðið er á leik.
Nokkrir leikir hafa verið sérstak-
lega vinsælir í veislum hérlendis á
undanförnum árum en þá má út-
færaáýmsavegu.
Barbie og Ken leikurinn er alltaf
vinsæll en hann snýst um hversu
vel brúðhjónin þekkja hvort annað.
Leikurinn fer þannig fram að brúð-
hjónin stilla sér upp fyrir framan
gestina, bak í bak með Barbie og
Ken í höndunum. Þau fá síðan
skemmtilegar spurningar um til
dæmis heimilisstörf og eiga þá
að gefa til kynna með dúkkunum
hver sér um hvað á heimilinu.
Þessi leikur vekur gjarnan mikla
kátínu þar sem brúðhjónunum
ber oftar en ekki, ekki saman um
hver sinnir hvaða störfum á heimil-
inu. Varast skal þó að halda þessum
leik gangandi ef hiti færist í leikinn
meðal brúðhjónanna vegna ósættis
um hver geri hvað.
Leikurinn Slá í glasið er einnig
vinsæll en hann er þannig að í hvert
skipti sem einhver slær í glasið
sitt þá þurfa brúðhjónin að standa
upp á stól og kyssast. Ekki skal of-
gera þessu þar sem það getur verið
afskaplega þreytandi að þurfa að
standa upp á stól á 5 mínútna fresti,
sérstaklega ef brúðurin er á háum
hælum og í miklum kjól. Þessi leikur
er skemmtilegur í upphafi veislu til
þess að slá aðeins á formlegheitin.
Myndasýning er góð skemmtun
fyrir alla svo lengi sem hún er ekki
of löng. Það er um að gera að tína
til gamlar og nýjar myndir af
brúðhjónunum og segja frá þeim
á skemmtilegan hátt. Þetta er snið-
ugt fyrir foreldra eða systkini brúð-
arinnar eða brúðgumans að gera.
Nú hafa líka flestir veitingasalir
aðstöðu þar sem fólk getur nálg-
ast græjur fyrir myndasýningu en
það er um að gera að athuga það
tímanlega.
Tilvalið er að bjóða brúðkaups-
gestum að skrifa heilræði til brúð-
hjónanna en þetta er hægt að gera
á ýmsa vegu og krefst ekki mikils
undirbúnings. Gestirnir skrifa
heilræði á miða og er miðunum
svo safnað saman og heilræðin
lesin fyrir brúðhjónin.
Svo að veislan verði ekki of form-
leg er sniðugt að hafa lifandi tón-
list og hvetja fólk til þess að dansa
eða syngja saman. Ýmist er hægt að
skipuleggja hópdansa eins og fugla-
dansinn eða hringdans þar sem
konur eru í innri hring og karlar í
ytri. Þegar tónlistinn stöðvast þá
dansa þau saman sem snúa hvort að
öðru. Ef reyna á að fá gestina til að
syngja saman þá er sniðugt að vera
búin að prenta út söngtexta svo að
allir geti verið með.
Við hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru tökum að okkur að kenna verðandi
brúðhjónum brúðarvalsinn sívinsæla, Oft er reynt að nota lag sem er í
uppáhaldi þeirra og aðlögum við brúðardansinn efidr því. Hjá okkur er
einfaldleikinn í fyrirrúmi og fyrir mestu að hinum verðandi brúðhjónum
liði vel í dansinum og þau njód stundarinnar.
undirfataverslun
fyrir allar konur
Glæsilegur undirfatnaður
frá Vanity Fair og Lauma
Einkaumboðsaðili
fyrirVanity Fairá
íslandi
Frábær verð og
gæði.
Persónuleg þjónusta
www.ynja.is
Útsölustaðir:Esar Húsavík • Dalakjör Búðardal
Hamraborg 7, Kópavogi, Sími 544 4088
Rómantík og rólegheit í Reykjavík
45 fm lúxussvítur með öllu, intemeti, dvd, kapalsjónvarpi og jacuzzi.
Sértílboð til brúðhjóna sumarið 2006
Aðeins 21.900 með morgunmat og kampavfnsflösku.
Sjá icelandica.com eða upplýsingar í síma 822-1963 og 534-0444.
góða gjöf
Sœngurfataverslun,
Glœsibœ • Sími 552 0978
www.damask.is
Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16.
Auglýsingar *J I I
blað