blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 30
30 I ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 blaöiö ,Geggjað gaman í handbolta" Handboltakrakkar i7.fl0k.ki sýndu mikil tilþrifá Lýsismóti Gróttu semframfór um helgina. Lýsismót Gróttu í handknattleik fór fram á Seltjarnarnesi um síðustu helgi. Á mótinu keppa krakkar í 7. flokki en þeir eru á aldrinum 7-10 ára. Lýsismótið er stórt í sníðum og voru þáttakendur að þessu sinni um 750 og komu frá 86 félögum af suðvesturhorninu, Selfossi og Vestmannaeyjum. Ekki var tekið hart á dómgæslu, heldur var henni ætlað að vera leið- beinandi. Þá var úrslitum ekki haldið saman enda aðalatriðið að sjálfsögðu að vera með og hafa gaman að. Allir keppendur mótsins gullpening í verð- laun, ásamt mynd af handboltakapp- anum Guðjóni Val Sigurðssyni, sem eitt sinn lék með Gróttu, og heilsut- vennu frá Lýsi. Krakkarnir sýndu frábæra takta á mótinu og ljóst að margar af fram- tíðarstjörnum íslenska handboltans voru staddar á Seltjarnarnesinu um helgina. Blaðamaður ræddi við nokkra keppendur og áttu þeir það allir sameiginlegt að hafa skemmt sér frábærlega á mótinu. bjorn@bladid.net Þorsteinn Ari Hallgrímsson er níu ára og leikur í vinstra horninu hjá Stjörnunni. ,Mér fannst ógeðslega gaman á mótinu. Skemmtilegast var að skora og gefa á milli," sagði Þorsteinn, sem hefur æft handbolta í hálft ár. Fyrirmynd Þorsteins úr handboltanum er Patrekur Jóhannes- son. Erfiðasti andstæðingurinn á mótinu fannst honum vera Vikingur. Framarinn Róbert Árni Guðmundsson hefur æft handbolta í tvö ár en hann er níu ára gamall. Uppáhalds leikmaðurinn hans er Guðjón Valur Sigurðsson. Honum fannst mjög gaman að keppa á mótinu og fannst erfiðasti mótherjinn vera Stjarnan. Dagbjört Edda Sverrisdóttir úr HK og Asta Björt Júlfusdóttir úr IBV þóttu báðar sýna frábæra takta á mótinu. Dagbjört Edda er átta ára og var að keppa á sínu þriðja móti. Ásta Björt er sjö ára og byrjaði að æfa handbolta I vetur en hún er Ifka í fótbolta. Hún segir aö fjölmarg- argar stelpur séu að æfa handbolta í Vestmannaeyjum. Gróttustúlkurnar Gréta Jónsdóttir og Jórunn María Hafsteinsdóttir hvildu sig á vara- mannabekknum eftir að hafa tekið vel á því úti á velli. Með þeim var lukkudýrið Lola, en það er vel þekkt hjá stúlkunum að hafa lukkudýr með í för á keppnismót. Gréta er átta ára en Jórunn María tíu ára og hefur hún æft handbolta í bráðum þrjú ár. Þorgeir Bjarki Davíðsson er níu ára leik- maður Gróttu. Hann hefur æft undanfarin þrjú ár og kemur því ekki á óvart að hann hefur mjög gaman af því að spila handbolta. Erfiðustu mótherjarnir fannst honum vera Selfoss. Þrátt fyrir harða baráttu á leikvellinum fór vel á með Katríni Ólafsdóttur úr Fjölni og Önnu Maríu Helgadóttur úr Aftureld- ingu á milli leikja. Katrín er átta ára og Anna María níu ára en báðar byrjuðu þær að æfa handbolta í haust og segja hann vera stórskemmtilega íþrótt. Skeytin inn Meistaraflokkur Ham- ars í knattspyrnu hefur samið við þrjá serbneska leik- menn fyrir átökin í sumar. Markvörðurinn Robert Mitrovic og varnarmað- urinn Milos Milojevic koma frá serbneska liðinu FK Timok Zajekar en Mladen Ilic lék með Tindastóli síðasta sumar. Er nú unnið í því að útvega dvalar- og atvinnuleyfi fyrir leikmennina en von er á þeim til liðsins í byrjun maí. Stjórn handknattleiks- deildar Gróttu ætlar að senda karlalið til keppni í annarri deild Islandsmótsins í handknattleik á næsta tímabili. Stjórnin hefur ráðið Guðmund Árna Stefánsson til að byggja upp nýtt lið og verður kjarninn í því liði núverandi 2. flokkur félagsins. Graham Taylor, fyrrum landsliðsþjálfari Eng- lands, segir að Enska knattspyrnusambandið hafi staðið sig afleitlega í leitinni að næsta landsliðsþjálfara. en þrír mánuðir eru síðan leitin að arf- taka Sven-Göran Erikssonar hófst. „Mér finnst allt ferlið hafa verið alveg hreint út sagt fárán- legt og langt frá því að vera fag- mannlega staðið að þessu,“ sagði Taylor. Hann sagði besta dæmið um hversu illa væri staðið að málunum vera að enginn virtast vita hver væri sá sem tæki end- anlega ákvörðun um hver fengi starfið. Taylor sagði að fyrir sér væri ekki spurning að Steve McClaren, stjóri Middlesbro- ugh, ætti að verða næsti þjálfari enska landsliðsins. Fjölnismaðurinn Jón Ingvarsson var í hörkustuði. „Þaö var geggjað gaman á mótinu og mérfinnst mjög gaman að spila handbolta," sagði Jón. Hann hefur æft í næstum ár og leikur f stöðu hægri skyttu eins og uppáhalds leikmaðurinn hans, Ólafur Stefánsson hjá Ciudad Real. Rebekka, Elma, Arna og Laufey gáfu sér tíma til að stilla sér upp fyrir myndatöku, en máttu ekki vera að því að spjalla þar sem þær þurftu að hita upp fyrir næsta leik. Þær eru allar tfu ára og leika með IR. LENGJAN LEIKIR DAGSINS Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is Plzen - Brno 1,90 2,75 2,80 Pribram - Most 1,90 2,75 2,80 Sigma Olomouc - Slovacko 1,65 2,90 3,35 Slavia Prag - Slovan Liberec 1,90 2,75 2,80 Teplíce - Blsany 1,25 3,65 5,70 Zlin - Jihlava 1,55 3,00 3,70 Nordsjælland - Köbenhavn 4,75 3,35 1,35 Brabrand - AB 2,20 2,60 2,45 Ölstykke - Fremad Amager 2,10 2,65 2,55 Xamax - Zurich 3,50 2,95 1,60 Qviding - Assyriska 3,70 3,00 1,55 Elfsborg - Hácken 1,60 2,50 4,45 Halmstad - GAIS 1,85 2,50 3,25 Kalmar FF - Malmö FF 2,70 2,50 2,10 HIK - Lyngby 3,25 2,85 1,70 Herfölge - Köge 2,30 2,60 2,35 Young Boys- Basel 2,80 2,75 1,90 Wil - La Chaux-de-Fonds 1,80 2,80 3,00 Heerenveen - Roda JC 1,70 2,85 3,25 Utrecht - Twente 1,65 2,90 3,35 Vitesse - NEC Nijmegen 1,80 2,80 3,00 Ajax - Groningen 1,25 3,65 5,70 West Ham - Liverpool 3,25 2,85 1,70 Barcelona - Milan 1,70 2,85 3,25 Stórslagur á Nývangi Síðari leikur Barcelona ogACMilan íkvöld kl. 18:43 Barcelona tekur á móti AC Milan í síðari leik liðanna í undanúrslitum meistaradeildarinnar í kvöld. Bör- sungar unnu fyrri leikinn, sem fram fór á Mílanó, 1-0 og ættu því að vera í góðum málum. Milanmenn segj- ast hins vegar fullir bjartsýni fyrir viðureignina og ætla sér að komast í úrslitin. „Við megum ekki leyfa þeim að fá eins mörg færi og þeir fengu á San Siro,“ sagði Adriano Galliani, varafor- seti Milan og bætti við að sínir menn væru nægilega sterkir til að vinna upp forskot Katalóníuliðsins. „Við getum vel farið með sigur af hólmi á Nývangi. Við vitum þó vel hversu sterkir Börsungar eru og Frank Rijkk- ard hefur verið að gera frábæra hluti með liðið. Þetta verður frábær leikur,“ sagði Galliani. Henrik Larsson, sóknarmaður Barcelona, vonast til að vera orðinn góður af lærmeiðslum sem hafa hrjáð hann og segist vilja gera allt til að fleytaliðinu í úrslitin. „Þrátt fyrir að við höfum eins marks forskot verðum við að gefa okkur alla í leikinn. AC Milan er með firnasterkt lið en við eigum að geta klárað dæmið,“ sagði Svíinn Larsson. Sagði hann enn fremur að það yrði fullkominn endir á dvöl hans hjá Barcelona að fara alla leið í meistaradeildinni, en Larsson gengur til liðs við Helsingborg eftir tímabilið, þar sem hann vill ljúka ferlinum í heimalandi sínu. Brasiliski snillingurinn Ronaldinho í baráttu við Alessandro Nesta í fyrri leiknum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.