blaðið - 29.04.2006, Side 22
22 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 blaðið
BlaÖiÖ/Steinar Hugi
Ámi Tryggvason hefur áratugum
saman verið í hópi fremstu gaman-
leikara þjóðarinnar. Þessi vinsæli leik-
ari er orðinn 82 ára gamall. „Þetta
líður hratt, maður fær bara að vera á
þessari jörð í skamman tíma. Ég velti
aldrinum ekkert fyrir mér. Aldur er
svo afstæður og kannski er tíminn
ekki til. Innra með mér finnst mér
ég ekki vera eldri en þrjátíu og fimm
árasegir hann. „Mér líður vel nú
orðið. Þunglyndi kvaldi mig meira og
minna í tuttugu ár en eftir að ég náði
mér upp úr því er ekkert að. Einn af
þeim fimm geðlæknum sem ég var
hjá ráðlagði mér að skrifa mig frá
þunglyndinu og við Ingólfur Marg-
eirsson skrifuðum saman bókina, Lí-
fróður, og siðan hef ég ekki fengið eitt
einasta kast.“
Leiddiþunglyndið til
sjálfsvígshugleiðinga?
„Eitt sinn hvarflaði að mér í nokkrar
sekúndur að sjálfsvíg væri þægileg
leið. En sú hugsun hvarf jafn skyndi-
lega og hún kom. Ég átti góða konu,
fjölskyldu og vini og það hjálpaði mér.
Eg tók aldrei geðlyf. Þetta var mikið
stríð en mér tókst að vinna sigur.
Bænin hjálpaði mér mikið. Ætli ég
teljist ekki bara þokkalega trúaður
þótt ég sé ekki alltaf í kirkjum. Móðir
mín var sérstaklega trúuð kona og
lagði allt á Guð. „Guð bjargar þessu,“
heyrði ég hana margoft segja þegar
ég var krakki.“
Taugaáfall vegna gagnrýni
Hver heldurðu að hafi verið ástœðan
fyrir þunglyndinu?
„Eftir öll þessi ár er ég farinn að
trúa því sem læknir sagði við mig,
að ég hefði sennilega verið ofvernd-
aður sem barn. Ég kom síðastur í
heiminn af systkinum mínum. Ég
var pestarkind þegar ég var krakki,
mikill mömmudrengur. Alinn upp
eins og ákaflega viðkvæmt egg sem
þyrfti að passa vel upp á. Þegar ég var
strákur var ég eitt sinn með pabba
þegar maður benti á mig og sagði: „
Átt þú þetta?“ „Já,“ svaraði pabbi, „ég
var bara að prufa hvort ég væri orð-
inn ónýtur.“ Ég man hvað mér fannst
hræðilegt að vera kallaður „þetta" og
skelfilegt að vera eitthvað afgangs
sem varð til út af tilraun.
Þunglyndið fór að sækja alvar-
lega að mér þegar ég var á fertugs-
aldri, kvæntur og orðinn faðir, og
bar ábyrgð á sjálfum mér og öðrum.
Stærsta áfallið varð vegna gagnrýni.
Ég hafði alltaf fengið mjög góða dóma
en þegar ég lék í Síðasta segulband
Krapps árið 1965 þá var ég af flestum
skorinn niður við trog. Ég þoldi ekki
að misvitrir menn úti í bæ segðu að
ég væri lélegur leikari. Ég fékk tauga-
áfall og fékk tveggja mánaða frí frá
leikhúsinu til að jafna mig.
Hin raunverulega lækning kom
frá þjóðinni sjálfri þegar ég lék í Bíla-
verkstæði Badda. Ég fékklélega dóma
hér í Reykjavík en i sýningarferð úti
á landi var mér tekið eins og ég væri
aðalleikarinn. Þar fékk ég gríðarlega
góðar undirtektir og þá fór sólin að
rísa aftur. Það var byrjunin á uppris-
unni þegar bókin okkar Ingólfs kom
út þá var þunglyndið horfið.“
Hvaða viðhorfhefurðu til
gagnrýnenda?
„Það hversu alvarlega ég brást við
neikvæðri gagnrýni var mér að
Vaxtalaus greiðslukjör 1 allt að 24 mánuði
(visa/euro) Engin útborgun
Sjóntækjafræöingur með réttindi til
sjónmælinga og linsumælinga
GLERAUGNAVERSLUN
Gleraugað
í bláu húsunum við Faxafen Sími:568 1800^