blaðið - 29.04.2006, Page 36
36 I UNGA FÓLKXÐ
'SM -
HRHHPni EH
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 blaðið
Nemar í fyrirtœkjarekstri
Starfsmenn DjúsíLífs með verðlaunagripinn sem þeir hlutu á uppskeruhátíð Fyrirtækja-
smiðjunnar. Frá vinstri: Sólveig Gærdbo Smáradóttir, Guðrún María Jóhannsdóttir,
Bylgja Jóhannesdóttir, Ingunn Hjaltalfn og Hidur Björg Ragnarsdóttir. Sitjandi frá
vinstri: Símon Hreinn Ólafsson og Kristján Ægir Vilhjálmsson.
Fyrirtækið DjúsíLíf frá Verk- á dögunum. Fyrirtækið sem sjö
menntaskólanum á Akureyri nemendur standa að þróaði og fram-
var valið fyrirtæki ársins á leiddi drykkinn Mjús með aðstoð
uppskerhátíð Fyrirtækjasmiðjunnar Norðurmjólkur. Mjús er hollustu-
REIKNISTOFNUN
HÁSKÓLA ÍSLANDS
FORRITARI
Reiknistofnun óskar að ráða forritara. Stofnunin
er þjónustustofnun í mjög fjölbreyttu rekstrar-
umhverfi. Áhersla er lögð á hátækni og símennt-
un í starfi.
STARFIÐ
• Viðhald og þróun upplýsingakerfa fyrir
Háskólann
• Þjónusta við notendur kerfanna
HUGBÚNAÐARUMHVERFI
• PHP vefforritun
• Unix, Windows
HÆFNISKRÖFUR
Leitað er að áhugasömum einstaklingi með
menntun og reynslu í forritun vef- og gagna-
grunnslausna. Viðkomandi þarf að eiga auðvelt
með sjálfstæð vinnubrögð og hafa hæfileika í
mannlegum samskiptum og hópvinnu.
Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf
sem fyrst.
Sjá nánar á www.hi.is/page/storf og
www.starfatorg.is
Við ráðningar í störf við Háskóla (slands er tekið
mið af jafnréttisáætlun skólans.
drykkur úr mysu og appelsínusafa
sem nemendurnir kynntu og seldu
í Nettó á Akureyri. Með sigrinum
vann DjúsíLíf sér jafnframt þátttöku-
rétt í Evrópukeppni Junior Achieve-
ment - Young Enterprise sem fram
fer í Sviss í byrjun ágúst. Blaðið sló
á þráðinn til Bylgju Jóhannesdóttur
forstjóra DjúsíLífs til að forvitnast
um drykkinn góða og keppnina.
Bylgja segir að henni og félögum
hennar í fyrirtækinu hafi þótt nám-
skeiðið spennandi og því ákveðið að
slá til en það er kennt sem valáfangi
við skólann. „I upphafi settumst
við niður og köstuðum fram hug-
myndum. Það komu margar góðar
hugmyndir upp á yfirborðið og
síðan var skipt í fyrirtæki," segir
Bylgja og bætir við að upphaflega
hafi reyndar staðið til að framleiða
aðra vöru. „Við ætluðum að vera
með smákökur og stimpla þær í
anda sveitastjórnarkosninganna
til dæmis með merki flokkanna og
selja þær í körfu með kaffi og kakói.
Það gekk ekki alveg upp. Við vorum
alltaf að lenda í einhverju veseni. Þá
kom upp sú hugmynd að framleiða
eins konar orkudrykk og það þróað-
ist út i þennan hollustudrykk," segir
Bylgja og bætir við að heilmikil
vinna hafi legið að baki verkefninu.
Hæfileikafólk innan fyrirtækisins
„Fyrst þurftum við náttúrlega að
gera markaðskönnun til að vita
hvort það væri einhver markaður
fyrir þessa vöru. Síðan vorum við
hálfan mánuð að smakka þetta til.
Við fengum Norðurmjólk í samstarf
við okkur og þeir framleiddu þetta
fyrir okkur auk þess sem við fengum
umbúðir hjá þeim, ómerktar fernur
sem ein úr hópnum hannaði límmið-
ana á,“ segir Bylgja og bætir við að
verkefnið hafi leitt í ljós að það væru
margir hæfileikaríkir einstaklingar
innan fyrirtækisins. Alls voru 8oo
lítrar framleiddir af Mjús sem nem-
endur kynntu og seldu í Nettó á Ak-
ureyri. „Þetta seldist upp á mettíma.
Við áttum ekki von á svona góðri
sölu. Fólk tók alveg þrælvel í þetta,“
segir Bylgja.
Þrátt fyrir miklar og óvæntar vin-
sældir Mjús á Akureyri eru engar
áætlanir á borðinu um frekari
framleiðslu eða markaðssetningu á
drykknum. „Við erum enn að reyna
að átta okkur á sigrinum og vitum
því ekki alveg hvert framhaldið
verður. Við ætlum reyndar að fram-
leiða eitthvað smávegis til að fara
með út í Evrópukeppni JA - Ungra
frumkvöðla en höfum mjög lítið
rætt framhaldiðsegir Bylgja.
'Kæímra <(ifri
appeÉrínulorajjcii
JaúsiLiF^,'
Útrás DjúsíLífs
Fulltrúar um 40 landa taka þátt í Evr-
ópukeppni JA - Ungra frumkvöðla
sem fram fer í Sviss í byrjun ágúst-
mánaðar og er þetta í fyrsta skipti
sem íslendingar taka þátt. Þar þurfa
nemendur að kynna vöru sína fyrir
dómnefnd sem er skipuð fulltrúum
ýmissa evrópskra stórfyrirtækja
auk þess að setja upp bás þar sem
gestum og gangandi gefst kostur á
að smakka. Bylgja segir að keppnin
leggist mjög vel í hópinn. „Við erum
að vinna í því á fullu núna að útvega
styrki til að koma okkur út. Við
þurfum að þýða viðskiptaáætlun-
ina á ensku og gera þetta þannig úr
garði að enskumælandi fólk skilji
allt saman,“ segir Bylgja og bætir
við að þetta krefjist heilmikils und-
irbúnings. „Skólanum lýkur ekkert
núna. Við verðum að þessu í allt
sumar," segir hún og hlær.
Reynir á marga þætti
Bylgja segir að hún hafi lært afar
mikið af þátttöku sinni í námskeið-
inu enda hafi það reynt á marga
og ólíka þætti. „Við þurfum nátt-
úrlega alveg að hugsa um okkur
sjálf. Við þurfum að fá einhvern
til samstarfs við okkur og koma
okkur á framfæri. Þetta reynir ro-
salega á mannleg samskipti eins og
til dæmis milli okkar í fyrirtækinu.
Það hefur komið upp ágreiningur
og hann hefur verið leystur. Það
eru náttúrlega alls staðar árekstrar.
Það er sama hvort það sé í daglegu
lífi, vinnunni eða annars staðar,“
segir hún.
Bylgja er viss um að námskeiðið
komi til með að nýtast henni seinna
meir bæði í námi og starfi. „Ég hef
sjálf verið að stefna á markaðsfræði
þannig að þetta mun koma mér
rosalega vel þar. Ég þurfti náttúr-
lega að sjá um markaðskönnun og
spá í markaðinn, finna út hvert
við stefndum og einblína á þann
markað. Það er ein í hópnum sem
stefnir núna á grafíska hönnun
en hún bjó til fyrirtækjamerkið,
umbúðirnar og annað slíkt,“ segir
Bylgja en bætir við að aðrir hafi
kannski uppgötvað að þetta væri
ekki eitthvað fyrir þá. Hún vill að
lokum koma á framfæri sérstöku
þakklæti til Hilmars Friðjónssonar
kennara við VMA og Fjólu Karls-
dóttur stuðningsfulltrúa frá Spari-
sjóði Norðlendinga sem hafi veitt
þeim ómetanlega hjálp. „Þau studdu
okkur rosalega vel og hvöttu okkur
áfram ef við lentum í einhverri
lægð þannig að þau eiga hrós skilið
fyrir að þola okkur,“ segir Bylgja að
lokum.
Engin sýndarveruleiki
Fyrirtækjasmiðjan er 13 vikna nám-
skeið fyrir framhaldsskólanema
sem miðar að því að efla skilning
þeirra á fjölbreyttum fyrirtækja-
rekstri. Meðal þess sem fjallað er
um á námskeiðinu eru lögmál efna-
hagslífisins, mismunandi starfssvið
og mikilvægi jákvæðra samskipta.
Félagasamtökin Junior Achievement
- Ungir frumkvöðlar standa að fyrir-
tækjasmiðjunni í samstarfi við fram-
haldsskóla og atvinnulífið.
Nemendur þróa viðskiptahug-
mynd og framkvæma nauðsynlegan
undirbúning fyrir stofnun fyrir-
tækis. Þeir fjármagna stofnunina
með sölu hlutabréfa, ráða í stöðugildi
og búa til ítarlega viðskiptaáætlun.
Henni er hrint í framkvæmd og fyr-
irtækið síðan gert upp með ársreikn-
ingi og skýrslu í lok tímabilsins.
Aðstandendur námskeiðisins
leggja áherslu að framkvæmdin
sé eins raunveruleg og kostur er.
Höndlað er með alvörupeninga og
nemendum veitt ábyrgð til mikil-
vægrar ákvarðanatöku. „Þetta er
ekki sýndarveruleiki. Krakkarnir
öðlast haldbæra reynslu og þurfa að
eiga við önnur fyrirtæki, viðskipta-
vini og náttúrlega hvert annað,“
segir Jenný Jóakimsdóttir verkefnis-
stjóri JA - Ungra frumkvöðla.
Samstarf skóla og atvinnulífs
Uppskeruhátíð Fyrirtækjasmiðj-
unnar var haldin í aðalstöðvum
Glitnis á dögunum. Nærri 250 nem-
endur úr sex framhaldsskólum á
höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri
tóku þátt í smiðjunni að þessu sinni.
Námskeiðið er haldið í samstarfi
við skólana en einnig taka þátt í
því ráðgjafar úr atvinnulífinu sem
koma inn í kennslustundir einu
sinni í viku. Ráðgjafarnir koma úr
fyrirtækjum sem eiga aðild að JA -
Ungum frumkvöðlum og njóta nem-
endur góðs af reynslu þeirra og þekk-
ingu. Að sögn Jennýar hefur áhugi
á námskeiðinu aukist frá því að
það var fyrst haldið hér á landi árið
2003. „Fleiri skólar ætla að taka þátt
í því á næsta ári. Kennarar frétta af
þessu og vilja taka þetta upp í sinum
skóla. Svo er þetta mjög fjörugt og
skemmtilegt verkefni og krakkarnir
hafa mjög gaman að þessu,“ segir
Jenný.
Veganesti fyrir framtíðina
Markmið Fyrirtækjasmiðjunnar
eru margþætt en meðal annars er
námskeiðinu ætlað að efla skilning
og þekkingu nemenda á skipulagi
og rekstri fyrirtækja, lögmálum
efnahagslífsins og áhrifum þeirra
og mikilvægi jákvæðra samskipta.
Jenný leggur áherslu á hversu mik-
ilvæg reynsla þetta sé fyrir nemend-
urna. „Þarna sjá krakkarnir hvernig
þetta vinnur allt saman. Þeir eru
kannski að læra bókhald en hafa
aðeins gert það á blaði. Aðrir eru
kannski að læra um markaðsmál en
hafa aldrei markaðssett eina einustu
vöru. Þetta er því reynsla sem nýtist
þeim sem veganesti fyrir framtíð-
ina,“ segir hún.
Jenný bendir jafnframt á að kann-
anir sýni að sams konar námskeið
erlendis hafi haft ótvíræð áhrif.
„Kannanir sýna að 20% þátttakenda
í Fyrirtækjasmiðjunni í Noregi
stofna sín eigin fyrirtæki fyrir 35
ára aldur en aðeins 4% þeirra sem
ekki tóku þátt í verkefninu," segir
hún. „Þegar maður er svona ungur
og er ekki búinn að mótast of mikið
af umhverfinu sér maður að maður
getur ýmislegt ef maður bara drífur
í því,“ segir Jenný að lokum.