blaðið - 29.04.2006, Síða 38
38ISAGA
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 blaðið
Með flugvéladellu á háu stigi
Akureyringurinn Jóhannes Stefáns-
son hefur komið upp einu stærsta
safni af flugvélamyndum á íslandi.
Hann hefur bæði safnað gömlum
myndum af flugvélum og á undan-
förnum árum hefur hann sjálfur
myndað fjölda véla af öllum stærðum
og gerðum. „Ég byrjaði árið 1989 að
mynda flugvélar nokkuð skipulega
og svo alveg á fullu árið 1990. Þetta
eru orðnar nokkur þúsund myndir,
ábyggilega á milli 15 og 20.000,“
segir Jóhannes og bætir við að safnið
fylli á milli 80 og 90 möppur. Hann
heldur vel utan um myndirnar og
skráir þær skipulega.
Jóhannes reynir að mynda allar ís-
lenskar flugvélar og fær kunningja
sína annars staðar á landinu einnig
til að útvega sér myndir ef hann á
ekki heimangengt.
Nokkrum sinnum á völlinn á dag
Jóhannes fylgist vel með komum
flugvéla til Akureyrar og segist
stundum jafnvel fara nokkrar ferðir
á flugvöllinn á dag til að mynda.
,Eftir vinnu fer ég á völlinn, síðan fer
ég kannski í búðina og kem aftur við
á vellinum. Því næst bregð ég mér í
bæinn og kem kannski einu sinni
enn við á vellinum í bakaleiðinni,"
segir Jóhannes hlæjandi og bætir
við að ferðirnar séu jafnvel enn fleiri
um helgar.
Hann segir að eiginkonu sinni,
sem nú er látin, hafi fundist þessi
áhugi hans á flugvélum í góðu lagi.
,Þetta var kannski svolítið mikil
della en hún var samþykkt. Meðan
maður var ekki í neinni meiri vit-
leysu en það þá var það í lagi,“ segir
Jóhannes og hlær.
Vetraropnun
Laugardaga og sunnudaga 14-18
Pantanir og tilboö íyrir
hópa í annan tíma:
Jóhannes Stefánsson hefur á undanförnum árum unnið skipulega að því áð mynda íslenskar flugvélar og safna myndum af gömlum flugvélum. Myndirnar skipta nú þúsundum.
!T
draugasctrid/Iflraugasetríd i*.
S. 895 0020 v
Draugasetrid
Stokksevri
Jóhannes segist alla tíð hafa haft
áhuga á flugvélum og muni hrein-
lega ekki eftir sér öðruvísi en horf-
andi upp í loftið. „Ég byrjaði hins
vegar ekki að mynda nógu snemma
en ég hef náð furðanlega góðu safni
verð aðeins l<r* 349
BERNHARD ehf. • Vatnagöróum 24 - 26 • Sími 520 1100* www.bernhard.is
PEUGEOT mtm*
50cc TORFÆRUHJÓL
með götuskráningu
þrátt fyrir það. Af tæpum þúsund
einkennisstöfum flugvéla þá vantar
sennilega ekki nema 15. Sumar vélar
hafa verið á tveimur til þremur ein-
kennisstöfum. Þannig að maður á
kannski myndir af flestöllum vélum
þó að maður eigi hvern einasta ein-
kennisstaf,“ segir Jóhannes.
Heilmikið heimildagildi
Ekki hefur Jóhannes uppi áform
um að gefa myndirnar út á bók en
hann hefur í samvinnu við kunn-
ingja sinn komið upp vefsíðunni
www.cl44.com þar sem finna má
myndir af íslenskum flugvélum auk
margvíslegs fróðleiks um þær. „Þar
eru allar íslensku vélarnar og meira
að segja þær sem voru á landinu
áður en Flugmálastjórn var stofnuð.
Þetta hefur heilmikið heimildagildi,"
segir Jóhannes.
Auk myndanna hefur Jóhannes
komið upp skrá yfir íslenskar flug-
vélar frá stofnun Flugmálastjórnar
þar sem megi meðal annars finna
upplýsingar um skráningu, afskrán-
ingu og eigendur vélanna. „Við
komum þessu upp í sameiningu
ég og vinur minn Rúnar Bárður Ól-
afsson sem nú er látinn. Hann átti
ábyggilega eitt stærsta flugmynda-
safn á landinu. Ég kynntist honum
þegar ég var að mynda á Keflavík-
urflugvelli árið 1991. Safnið hans
er komið á Minjasafnið á Akureyri
þar sem unnið er að skráningu þess,“
segir Jóhannes.
Merkar myndir frá
vallarstarfsmönnum
Þegar maður er búinn að koma sér
upp jafnviðamiklu ljósmyndasafni
og Jóhannes er freistandi að spyrja
hvort hann eigi sér einhverja uppá-
haldsmynd. Hann segir að ekki
standi nein ein upp úr. „Það er nátt-
úrlega alltaf gaman þegar maður fær
mynd af einhverri eldgamalli vél
/
______________
Dagfinnur Stefánsson sem flaug fyrir Loftleiðir á sínum tíma endursmíðaði þessa glæsi-
legu Dornier flugvél sjálfur. Myndin er tekin á flugdegi á Akureyri árið 2002.
Arngrímur Jóhannsson gjarnan kenndur við Atlanta á vél sinni á flugdegi í Reykjavik
fyrirtæpumáratug.
sem er fyrir löngu afskráð eða farin
eitthvert annað,“ segir Jóhannes
og bætir við að sér hafi áskotnast
margar merkar myndir fyrir tilstilli
fyrrverandi starfsmanna slökkvi-
liðs Akureyrarflugvallar. „Þeir
mynduðu svo oft ef það kom ný teg-
und af flugvél á völlinn. Þannig fékk
maður oft mjög magnaðar myndir
sem eru náttúrlega stórmerkilegar
núna. Þeir voru að mynda um 1950
eða 1960. Þetta eru alveg ómetan-
legar heimildir og merkilegt starf
sem þeir unnu," segir Jóhannes.