blaðið - 29.04.2006, Page 39
blaðið LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006
SAGA1 39
Blóðbaðið og baráttudagur verkalýðsins
Uppruna í. maí sem baráttudags
verkalýðsins má rekja til blóðugra
átaka á verkalýðsfundi á Haymarket-
torgi í Chicago þann 4. maí 1886.
Verkalýðshreyfingin í landinu
hafði lýst því yfir að frá og með 1.
maí 1886 yrði vinnudagur verka-
fólks ekki lengri en átta stundir ella
yrði lýst yfir allsherjarverkfalli. Að-
stæður verkafólks í Bandaríkjunum
á þessum tíma voru vægast sagt öm-
urlegar og flestir verkamenn unnu
tíu til tólf stundir á degi hverjum,
allt að sex daga vikunnar og oft við
hættulegar aðstæður.
Þann fyrsta maí lýstu verkalýðs-
félög i Chicago yfir verkfalli til að
leggja áherslu á kröfur sínar. Á bar-
áttufundi verkamanna í verksmiðju
í borginni tveimur dögum síðar
brutust út átök og þurfti að kalla til
lögreglu til að skakka leikinn. {lok
dags lágu tveir verkamenn í valnum,
fáeinir til viðbótar voru slasaðir og
mikil ólga í samfélagi verkamanna
í borginni.
nein sönnunargögn sem tengdi átt-
menningana með beinum hætti við
sprenginguna en hélt því fram að sá
sem hefði kastað henni hefði verið
hvattur til þess af sakborningum
sem ættu því jafnmikla sök að máli.
Aldrei hefur komið í ljós hver kast-
aði sprengjunni sem hrinti af stað
þessari örlagaríku atburðarás.
Alvarlegasta réttarmorð
í sögu Bandaríkjanna
Kviðdómur komst að þeirri niður-
stöðu að allir sakborningar væru
sekir og þar af hlutu sjö dauðadóma.
Dómurinn vakti gríðarlega reiði
innan verkalýðshreyfingarinnar
sem mótmælti honum um heim
allan og víða var litið á sakborning-
ana sem hetjur og píslarvotta.
Fjórir hinna dæmdu voru teknir
af lífi árið 1887, sá fimmti framdi
sjálfsvíg í fangaklefa sínum degi
áður en taka átti hann af lífi og
tveimur dauðadómanna var breytt í
lífstíðardóma.
Árið 1893 gaf ríkisstjórinn í 111-
inois út þá yfirlýsingu að áttmenn-
ingarnir hefðu verið saklausir og
veitti sakaruppgjöf þeim þremur
sem dæmdir höfðu verið til fang-
elsisvistar. Fræðimenn benda oft á
réttarhöldin í Haymarket-málinu
sem dæmi um eitt alvarlegasta rétt-
armorð í sögu Bandaríkjanna.
Ári eftir aftöku verkalýðsleiðtog-
anna í Chicago ákvað Verkalýðssam-
band Bandaríkjanna að hefja á ný
baráttuna fyrir átta stunda vinnu-
degi og varð fyrsti maí fyrir valinu
sem upphafsdagur baráttunnar.
Á hundrað ára afmæli frönsku
byltingarinnar 1889 komu saman
fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar
frá mörgum löndum í París. Þar var
samþykkt tillaga frá Frökkum um
að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur
frídagur verkafólks og hvatt til þess
að það notaði daginn til að fylgja
eftir kröfum sínum um átta stunda
vinnudag og aðrar umbætur.
Atök brjótast út á baráttufundi verkamanna á Haymarket-torgi í Chicago 4. mai 1886.
Dagurinn markaði á vissan hátt upphaf þess að 1. maí var gerður að alþjóðlegum bar-
áttudegi verkaiýðsins.
Átök á Haymarket-torgi
í kjölfarið boðaði hópur anarkista
til fjöldafundar á Haymarket-torgi
daginn eftir. I fundarboðinu var
gefið í skyn að lögregluþjónar hefðu
myrt verkamennina í umboði auð-
manna og August Spies leiðtogi anar-
kista hvatti félaga sína til að grípa til
vopna og koma fram hefndum.
Allt var með friði og spekt við upp-
haf fundarins að kvöldi 4. maí. Spies
ávarpaði mannfjöldann úr opnum
vagni sem lagt hafði verið í hliðar-
götu og sagðist hann meðal annars
ekki hafa í hyggju að egna til ófriðar.
Fleiri tóku til máls á fundinum en
vegna rigningar fækkaði fundar-
gestum þegar á leið.
Framan af hélt lögregla sig til
hlés og fylgdist með fundinum sem
fór friðsamlega fram. Að nokkrum
tíma liðnum fyrirskipaði foringi
lögreglunnar að fundurinn skyldi
leystur upp og um 170 lögreglu-
menn gengu í átt að vagninum. Þá
var skyndilega sprengju varpað í
átt að lögreglumönnunum og varð
hún einum þeirra að bana en sjö lét-
ust síðar af sárum sínum. Lögregla
hóf þegar í stað skothríð á mann-
fjöldann og á endanum lágu ellefu
manns í valnum og fjölmargir voru
slasaðir.
Lögregla herjar á róttæklinga
{ kjölfar atburðarins á Haymarket-
torgi herjaði lögreglan í Chicago
á vinstri menn og verkalýðshreyf-
inguna. Hún gerði húsleitir á heim-
ilum og skrifstofum fólks sem var
grunað um róttækni og hundruð
manna voru handteknir án þess að
vera ákærðir. Átta manns sem tengd-
ust með beinum eða óbeinum hætti
fundinum og skipuleggjendum
hans voru á endanum ákærðir þar á
meðal August Spies.
Saksóknari gat ekki fært fram
August Spies leiðtogi anarkista varö aö
hetju og píslarvotti í augum verkamanna
um allan heim eftir aö hann var dæmdur
til dauða ásamt félögum sfnum t Haymark-
et-málinu.
a«OHL»6MTAMKT
Hafðu græna grasið þín megin
— og mosann í lágmarki
Við höfum lausnina
fyrir garðinn þinn:
Turbokalk og Blákorn fyrir grasflötina
Blákorn á allt annað
•s
Blákorn
Þekktur hjá garðyrkjufólki á íslandi
Turbo kalk
Einstök blanda fyrir grasflötina á vorin
Þrígildur klórsnauður NPK áburður.
Hentar jafnt fyrir blómabeðið og matjurtagarðinn.
Góður fyrir skrautrunnana og trén.
Inniheldur öll helstu næringar- og snefilefni.
Nýtist með Turbo kalki og skilar sýnilegum árangri.
Alhliða áburður fyrir íslenskar aðstæður.
Inniheldur 3,6% köfnunarefni sem eykur grasvöxt.
Hækkar pH gildi jarðvegs og vinnur gegn mosa.
Auðveldar upptöku nauðsynlegra næringarefna.
Inniheldur 9% magnesíum fyrir blaðgrænuna.
Inniheldur auðnýtanlegt kalsíum.
Eykur mótstöðuafl plantna gegn sjúkdómum.
Blákorn og Turbokalk:
Góð blanda fyrir þá sem gera kröfur fyrir garðinn sinn
Söluaðilar:
Gróðurvöruverslanir,
byggingavöruverslanir og
bensínstöðvar um allt land.
Sími: 580 3200 • Fax: 580 3209 • aburdur@aburdur.is • www.aburdur.is
Áburðoruerhismidjon