blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 1
Reykjavík -> Oslo Kr. 8.000 Reykjavík -> Bergen " Kr. 9.500 www.flysas.is Aðrir áfangastaðir í Noregi einnig á frábæru veröi! Skattar og flugvallargjöld innifalin. Flug hefst 27. mars. Símifjarsölu: 588 3600. S4S Scandínavian Airlines A STAR ALLIANCE MEMBER **>' ■ SAGA Pólitískt bana- tilrœði eða geðsýki? Gjaldskyld bílastæði við skóla og vinnustaði Umhverfisráð Reykjavíkurborgar vill að skoðað verði hvort taka beri upp gjaldtöku á bílastæðum við framhalds- og háskóla. Bölv og ragn í Aþenu Islenska ofurstjarnan Silvía Nótt olli uppnámi á æfingu fyrir Júróvi- sjón-keppnina í Aþenu í gær. Silvía hafði allt á hornum sér og sparaði ekki blótsyrðin. Síðar um daginn lét hún bera „blaðakonu" út af fréttamannafundi. Yfirumsjónarmaður Júróvisjón- keppninnar var miður sín og fórnaði ítrekað höndum á æfingunni þegar Silvía Nótt lét blótsyrðin fjúka. Bölv- aði hún aðstoðarmönnum í sand og ösku en Silvía hefur sérstaklega verið beðin um að nota ekki enskt blótsyrði er hún flytur lagið í Aþenu. Hún kveðst ekki ætla að verða við þeirri beiðni. Síðar um daginn var efnt til blaða- mannafundar. Var blaðamönnum tjáð að þeim væri bannað að horfa í augu Silvíu Nóttar er þeir berðu upp spurningar sínar. Settu við- staddir því upp gleraugu en aðrir báru hönd fyrir augu sér. Bresk „blaðakona" stóð þá upp og spurði Silvíu um neikvæð ummæli um hollensku keppendurnar sem hún hafði látið falla í viðtali við sjón- varpið í Litháen. Sú horfði beint í augu Silvíu sem kallaði til lífvörð sinn, Boris, og bar hann konuna út affundinum. | SIÐUR24&25 Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. www.xf.is www.f-listinn.is i Skoða á möguleikann á að taka upp gjaldtökuábílastæðumviðframhalds- skóla og háskóla samkvæmt drögum að framkvæmdaáætlun sem fylgir samgöngustefnu Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, segir áætlunina ganga ansi langt í andstöðu við einkabílinn og kveður einkennilegt að borgin sé að reyna að ná fjármunum af náms- mönnum með slíkri gjaldtöku. Umhverfisvænn samgöngumáti Eins og fram kom i Blaðinu í gær hefur Umhverfisráð Reykjavíkur- borgar lagt fram viðamildar tillögur er lúta að samgöngustefnu Reykja- víkurborgar til næstu 20 ára. I tillög- unum er lögð megináhersla á að ýta undir umhverfisvænan samgöngu- máta höfuðborgarbúa á kostnað einkabílsins. I framkvæmdaráætlun samgöngu- stefnunnarkemur m.a. fram að stefnt skuli að uppbyggingu bílastæðahúsa á meðan dregið verði úr fjölda bíla- stæða innan eldri byggða. Þá kemur fram að Reykjavíkurborg skuli sýna fordæmi í þessu efni m.a. með því að taka upp gjaldskyld bílastæði við vinnustaði sína. Þannig verða starfsmenn borgarinnar hvattir með óbeinum hætti til að mæta ekki á einkabíl til vinnu. Ennfremur kemur fram í tillög- unum að skoðaður skuli sá möguleiki að taka upp gjaldtöku á bílastæðum við framhaldsskóla og háskóla. Borgarráð samþykkti síðastliðinn fimmtudag að vísa tillögum Um- hverfisráðs til borgarstjórnar. Óskiljanlegar tillögur Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi, sem einnig sat í stýrihóp um samgöngustefnuna, segir margt gott í þessum hugmyndum. Hann segir þó einkennilegt að borgin vilji reyna að ná fjármunum af náms- mönnum og fólki í láglaunastörfum með gjaldskyldum bílastæðum við skóla og vinnustaði. „Það er gengið mjög langt í andstöðunni við einka- bílinn í þessum tillögum og margt er sérkennilegt í þeim. Ég sé ekki al- veg hvers vegna við ættum að ráðast á námsmenn í framhaldsskólum og háskólum og reyna að ná fjármunum af þeim í gegnum bílastæðagjöld. Á sama hátt þykir mér einkennilegt að taka gjald af starfsmönnum borgar- innar. Mikið af þessu fólki fær ekki há laun eins og t.d. starfsmenn leik- skóla, grunnskóla og félagsmiðstöðva svo fátt eitt sé nefnt. “ Steinnunn V. Óskarsdóttir bogarstjóri segir gjaldtökuna við skóla og vinnustaði fyrst og fremst vera hugmynd og eldcert hafi verið ákveðið í því efni. „Þetta er hugmynd sem vert er að skoða eins og aðrar.” P L D A A N G K A A R ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR PARKET &GÓLF Ármúla 23 Opið Mánudag til föstudags: 9:00 til 18:00 Laugardag 10:30 til 13:30 TaHtu ensa ánættu uið uerhiegar iramhuæmdir mmm mim Þar linnur nú meístara og lagmenn tn uerhsins 80 ára afmæli Ljósmyndarafélags íslands: AUGNABUKTIL FRAMTÍÐAR Verið velkomin á afmælishátíð félagsins á Grand Hótel sunnudaginn 14. maí frá kl. 13:00 til 17:00. Fyrirlestrar, kynningar, Ijósmyndasýningar o.fl. Sjá dagskrá sunnudagsins á www.si.is LJÓ5MYNDARAFELAG ISLANDS Styrhtaraðilar: Sl 0 Canon E eimskip CQ> NVHERJI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.