blaðið - 13.05.2006, Side 2

blaðið - 13.05.2006, Side 2
I 2 I FRÉTTIR LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaöiö bladiöt= Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700* www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Stórtjón við Hvaleyrarvatn mbl.is | Ljóst þykir að miljóna- tjón hafi orðið þegar eldur kviknaði í skóglendi við Hval- eyrarvatn ofan Hafnarfjarðar í gær. 3-4 hektarar af skóglendi brunnu og litlu munaði að eldur- inn bærist í þekktan skógarlund, sem Hákon Bjarnason, fyrrver- andi skógræktarstjóri, ræktaði fyrir um hálfri öld. Árni Þórólfsson sagði við mbl.is, að aðallega hefðu brunnið tré sem börn í Lækjar- skóla í Hafnarfirði gróðursettu á þessu svæði um 1980 en trén voru orðin allt að 4 metrar á hæð. Árni sagði, að eldurinn hefði skriðið fljótt áfram og verið að stórmagnast þegar slökkvilið kom á svæðið. Mynd/Ásgeir Eggertsson Forseti leggur hornstein Ólafur Ragnar Grímsson, forseti (slands, lagði hornstein að stöðvahúsi Kárahnjúkavirkjunar, Fijótsdalsstöð, i gær. Hann fékk aðstoð frá sex grunnskólabörnum sem höfðu fengið verðlaun í orkuverkefni Landsvirkjunar. Um fjögur hundruð gestir fylgdust með Ólafi og krökkunum við verkið. Halftóm bílastæðahús sögð víti til varnaðar Borgarstjóri segir hugmyndina ekki að fækka bílastæðum heldur sé í ráði að búa til ný stæði neðanjarðar að erlendri fyrirmynd. Fara verður varlega í allar ákvarð- anir er varða brey tingar á bílastæða- málum miðborgarinnar að mati formanns Þróunarfélags miðborg- arinnar. Hann segir bílastæðahús í miðbænum standa að öllu jöfnu hálftóm en samkvæmt drögum Umhverfisráðs Reykjavíkur að sam- göngustefnu er lögð mikil áhersla á uppbyggingu nýrra bílastæðahúsa í miðborginni. Steinunn Valdis Ósk- arsdóttir, borgarstjóri, segir hug- myndina ekki að fækka bílastæðum í miðbænum. Vilja sem flest bílastæði í drögum að framkvæmdaáætlun Umhverfisráðs Reykjavíkur að sam- göngustefnu borgarinnar er lagt til að stefnt skuli að fækkun bílastæða í göturými í miðborginni. Þess i stað skuli vera lögð áhersla á upp- byggingu nýrra bílastæðahúsa og að- stöðu gangandi umferðar t.d. með göngugötu í miðborginni. Jakob Magnússon, formaður Þró- unarfélags miðborgarinnar , segir BlaliO/Sleinar Hugl Stefnt er aö því að draga úr bílaumferð í miðbænum. mikilvægt að farið verði mjög var- lega í allar ákvarðanir er varða breytingar á bílastæðamálum í miðborginni. Hann segir bílastæða- húsin ekki hafa gefið góða raun hingað til. „Fólk kann lítið að nota bílastæðahúsin og þau standa oft meira og minna hálf tóm. Fólk veit ekki einu sinni að það er frítt í þau á laugardögum “ Jakob segir fjölgun bílastæða í miðbænum vera mikið hagsmuna- mál fyrir verslunarrekendur og þeir muni halda áfram að berjast fyrir fjölgun þeirra. Hann segir að ekkert samráð hafi verið haft við þá við gerð samgöngustefnunnar „Nei, þeir töluðu ekkert við okkur. Við viljum eðlilega hafa sem flest bíla- stæði og við munum halda áfram að berjast fyrir fjölgun þeirra hér eftir sem áður fyrr.“ Á ekki að fækka bílastæðum Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borg- arstjóri, segir það af og frá að fækka eigi bílastæðum í miðborginni. Fyrst og fremst er verið að leggja til að þau sé færð neðanjarðar. „Það er enginn að tala um það að fækka bílastæðum. Við viljum hins vegar að þau séu í meira mæli neðanjarðar eins og tíðkast i þeim borgum er- lendis sem við gjarnan viljum miða okkur við. Það á ekki að leggja niður bílastæði á Laugaveginum heldur er verið að tala um að fjölga þeim ekki. Öll ný stæði sem bætast við vegna umfangs fara framvegis í bílastæða- hús eða kjallara." Nýja-Sjáland verður ekki selt hæst- bjóðanda Nýja Sjáland er ekki til sölu þrátt fyrir að landið hafi verið auglýst falt hæstbjóðanda á ástralska eBay-uppboðsvefnum. Óþekktur Ástrali hafði auglýst nágrannaríkið til sölu á vefnum fyrir nokkrum vikum og vildi hann einungis fá nokkrar krónur fyrir landið, enda kom meðal annars fram í lýsingunni á eigninni sem hann var að selja að veður á Nýja-Sjálandi væri leiðinlegt. Hins vegar reyndist áhuginn á að eignast Nýja-Sjá- land þó nokkur í Ástralíu. Eftir tuttugu og tvö tilboð var það hæsta komið í rúmar 160 þús- und krónur. Þá gripu aðstand- endur vefsins í taumana og lok- uðu fyrir uppboðið. Talsmaður uppboðsvefsins sagði ástæðuna vera að augljóst væri að Nýja-Sjá- land væri ekki til sölu. Eilíft karp milli Ástrala og Nýsjálendinga Mikill rígur eru á milli Ástr- ala og Ný-Sjálendinga og tíðar skeytasendingar eru á milli íbúa landanna. Stjórnmálamenn landanna hafa meðal annars tekið þátt í karpinu og mörgum er í fersku minni þegar Robert Muldoon, fyrrum forsætisráð- herra Nýja-Sjálands, var spurður hvað skoðun hann hefði á tíðum fólksflutningum landsmanna sinna til Ástralíu. Muldoon svaraði að þeir væru hið besta mál þar sem að afleiðingin væri að greindavísitala beggja land- anna hækkaði. Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Gæða sængur og heilsukoddar. O HelðsklrtO littskýlað^A. Skýjað AlskýlaðRlgnlng, lítllsháttar*^^ Rlgnlng^— Súld Sn|ókoma-^~ • Slydda á£i* Sn|óél Skúr aaM? Algarve 23 Amsterdam 19 Barcelona 21 Berlin 21 Chicago 06 Dublin 14 Frankfurt 16 Glasgow 12 Hamborg 12 Helsinki 18 Kaupmannahöfn 17 London 17 Madrid 25 Mallorka 23 Montreal 11 New York 14 Orlando 18 Osló 13 París 19 Stokkhólmur 18 Vín 22 Þórshöfn 05 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.