blaðið - 13.05.2006, Page 4

blaðið - 13.05.2006, Page 4
4IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaðið Margret K. Svernsdottir framkvæmdastjóri og varaborgarfulltrúi Ertu með? w w w. xbreykjavik.is Frístundakort fyrir börn 5-18 ára 40.000 kr. á ári í íþróttir, tómstundir og listnám /„Gömul hús og sól við Laugaveginn. Fékk óskipta athygli ráðamanna Öryggisvörður fjarlægir léttklæddan mótmælanda sem vildi vekja athygli þjóðarleiðtoga á þeirri mengun sem trjáiðnaður veldur. Mótmælandinn lét til skarar skríða þegar tekin var mynd af leiðtogum rikja Evrópusambandsins, Suður-Ameríku og Karabíska- hafsins. Af myndinni mætti ætla að mikil samstaða myndist á næstunni um að skera upp herör gegn þessari mengunarvá. Shane MacGowan þykir ekki vel tenntur. Könnunin náði þó ekki til Ira Skýring á ljót- um tönnum? Hugsanlega er komin fram skýr- ing á þeirri lífseigu þjóðsögu að Bretar séu almennt með ljótari tennur en aðrir dauðlegir menn. Samkvæmt könnun sem Sam- tök breskra tannlækna lét gera og var birt í gær kemur í ljós að rúmlega 60% Breta nota hluti eins og skrúfjárn, skæri og eyrna- lokka til þess að fjarlægja matar- leifar milli tanna sinna. Einnig eru vinsælt að nota hluti eins og hnífa, gaffla og nálar í stað tann- stöngla og tannþráðs. Einnig kemur fram í könnuninni að rúmlega fimmtungur Breta kýs að nota ekki neitt og hreinsa ekki matarleifar úr tönnunum. Óvönduð og ófagleg ákvörðun Bjarnir Harðarson gagnrýnir bæjaryfirvöld í Ölfusi ogsegir nálægð kosninga skapaþrýsting á áframhaldandi malarnám þvert á niðurstöðu skýrslu Skipulagsstofnunar. Bjarni Harðarson, ritstjóri Sunn- lenska fréttablaðsins, segir ótrúlegt að búa í landi þar sem ekki er tekið mark á stofnunum eins og Skipulags- stofnun sem lagðist gegn frekara malarnámi úr Ingólfsfjalli. Líkt og fram kom í Blaðinu í gær hefur bæjar- stjórn Ölfuss ákveðið að leyfa áfram- haldandi malarnám úr Ingólfsfjalli. „Svo virðist sem völdin liggi hjá bæj- arstjórn Ölfuss og þetta vekur spurn- ingar um hvernig bæjarfélög geti farið með völd í svo viðkvæmu máli sem verður til þess að ákvarðanir verða ófaglegar og óvandaðar," segir Bjarni Harðarson. Bjarni segir að í skýrslu frá Skipu- lagsstofnun sé ekkert sem réttlæti þetta aukna malarnám sem nú stendur fyrir dyrum. „Þessi skýrsla er vönduð og gerir ekki ráð fyrir frekara malarnámi en nú er öll þessi vinna til einskis. Málið snýst ekki um að ekki megi taka möl úr fjallinu heldur að farið sé upp á fjallsbrúnina og möl tekin þaðan.“ Bjarni segir að fjárhagslegur þrýst- VELFERÐ UMHVERFI NYSKÖPUN ingur á samfélagið sé mjög mikill og mikil krafa um að verklegar framkvæmdir hafi sinn gang. Það réttlæti samt ekki ákvarðanir um frekara malarnám í Ingólfsfjalli. Verktakar tóku Ijórfalt meira magn en leyfi var fyrir „Þeir verk- takar sem unnu við malarnám í Ingólfsfjalli að undan- gengnu bráð- arbirgðaleyfi tóku fjórfalt Inniheldur 1% vatnsleysanlegar trefjar meira magn en leyfi var fyrir. Nú ætlar Ölfushreppur enn að treysta þessum aðilum sem datt ekki í hug að fara eftir þeim leyfum sem voru í gildi. Ölfushreppur brást eftir- litshlutverki sínu varðandi malarnám og nú hefur verið tekið mun meira en leyfi er fyrir. Nú er svo komið að stóra málinu, þvf nú á að taka sjálfa fjallsbrúnina niður á stórum kafla samkvæmt nýjasta leyfi bæjar- stjórnar Ölfuss." Bjarni segir að ekki skorti efni til húsbygginga á svæðinu því mikið undirlendi sé þar og víða hægt að taka möl. Bjarni segir að þrátt fyrir að ódýrast sé að taka möl úr Ingólfs- fjalli sé sú möl ekki endilega sú besta þegar kemur að gæðum. „Mölin úr Ingólfsfjalli er leirblandin og það væri eðlilegt að byggingareft- irlitið væri búið að stöðva notkun á þessari möl.“ Of langtgengið í malarnámi Bjarni segir að nú séu að koma kosn- ingar og þá skapist viss þrýstingur um áframhaldandi mal- arnám í fjallinu. Einimaðurinníbæj- arstjórnsemgreiddi atkvæði gegn malar- námi í Ingólfsfjalli er Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Þor- lákshöfn. Á heimasíðu Baldurs segir m.a. að sveit- arstjórnarmenn eigi erfltt með að leggja önnur viðhorf til grundvallar ákvörðunum sínum en efnahagsleg en sjálfum þyki honum of langt gengið að gera fleyg inn í Ing- ólfsfjall með þeim hætti sem verður. Baldur segir ennfremur að hann háfi hingað til stutt námuvinnslu í Ingólfs- fjalli en telji nú nóg komið.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.