blaðið - 13.05.2006, Síða 6

blaðið - 13.05.2006, Síða 6
6IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaöiö Skattar lækka Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti á fimmtudag skatta- lækkanir sem taldar eru nema um 70 milljörðum Bandaríkja- dala eða um 4.900 milljörðum króna. Þær eru einkum taldar koma fjárfestum og fjölskyldum sem hafa rúmlega meðaltekjur til góða. Repúblikanar, flokksmenn Ge- orge W. Bush, Bandaríkjaforseta, vonast til að skattalækkanirnar verði til þess að styrkja stöðu flokksins í þingkosningunum í haust. Skattalögin voru sam- þykkt með 54 atkvæðum gegn 44. Búist er við Bush staðfesti lögin í næstu viku. Fréttaskýrendur hafa margir hverjir efasemdir um að skattalækanirnar hafi tilætluð áhrif á kjósendur. Bent er á að þær feli einkum í sér að skatta- lækkanir sem þegar hafi verið framkvæmdar, tímabundið árið 2003, verði framlengdar. Afgangurinn feli í sér lækkanir sem ákveðnar séu frá ári til árs. Kjósendur muni ekki verða varir við áhrif þeirra fyrir kjördag í haust og fjárfestar tæpast fyrr en árið 2009. Vinstri grænir segja ekki of seint að skipta um skoðun Vinstri grænir stóðu að samþykkt um staðsetningu hátæknisjúkrahúss í borgarstjórn en nú vilja þeir staldra við og velta upp öðrum möguleikum varðandi staðsetninguna. Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, segir að núverandi borgarstjórn hafi samþykkt staðsetningu hátækni- sjúkrahúss við Hringbraut en nú vilji vinstri grænir staldra við og velta upp öðrum möguleikum á staðsetningu. Ekki sé um seinan að skipta um skoðun í máli þessu. „Ég veit ekki til þess að vinstri grænir hafi sett sig upp á móti ákvörðun um staðsetningu hátæknisjúkrahúss þegar hún var tekin i borgarstjórn en nú þegar við erum að draga fram okkar sérkenni færumst við nær því að leggja áherslu á vilja þeirra sem njóta þjónustunnar og þeirra sem vinna við hana,“ segir Svandís Svav- arsdóttir. Hún kveðst hafa fengið athugasemd frá aðila sem starfar við sjúkrahúsið sem segist ósáttur við þær ákvarðanir sem teknar hafi verið varðandi staðsetningu þess og fagnar því að einhver komi fram með aðrarhugmyndir. í athugasemd- inni kom m.a.fram að ódýrara yrði að byggja við gamla Borgarspítalann en að byggja nýtt hátæknisjúkrahús eins og fyrirhugað er. Notendur væntanlegs hátækni- sjúkrahúss ekki spurðir álits „Þá hafa samtök öryrkja og væntan- legra notenda sjúkrahússins einnig látið í sér heyra og eru margir ósáttir við staðsetningu fyrir- hugaðs hátæknisjúkrahúss og að ekki hafi verið rætt við þá um þessa ákvörðun. Það vita allir að staðsetning hátæknisjúkrahúss- ins þrengir mjög að Þingholtunum og umferðin um þetta svæði er nú þegar gríð- arleg,“ segir Svandís. Svandís segir ekki of seint að skipta um skoðun varðandi staðsetningu há- tæknisjúkrahúss því enn hafi fyrsta skóflustungan ekki verið tekin. „Mér finnst ástæða til að varpa kastljós- inu á ágreiningsmál á borð við þessi og sé ekkert athúgavert við að endurskoða afstöðuna þessa máls.“ Svandís segirumræðu um hátækni- sjúkrahús ekki tímabæra á meðan Landspítalinn stríði við mönnunar- w t/öRUR m m FLOKKI MJÓLKURVÖRUR [ SÉRFLOKKI Stjórn á blóðþrýstingi LH inniheldur náttúruleg lífvirk peptið sem geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi LH-drykkurinn er gerður úr undanrennu og er þvi fitulaus. Auk peptíðanna inniheldur hann i ríkum mæli kalk, kalium og magnium en rannsóknir benda til að þessi steinefni hafi einnig jákvæð áhrif á blóðþrýsting. til vanda og skort á tjármagni. „Aö mlnu mati er Landspítalinn hátæknisjúkrahús í sinni núverandi mynd sem stenst fyllilega samanburð við sambæri- legar stofnanir erlendis.“ Svandís segir mikilvægt að hlusta á skoðanir þeirra sem starfa við spitalann. Hið samagildi umþá sem nota þjón- ustuna. Fá eigi fram álit þeirra varð- andi stað- setningu ; en þessar i raddir hafi S ekki farið l> hátt. „Nú er of seint að skipta um skoðun varðandi Hringbrautina en margir eru ósáttir við stað- setningu hennar. Það er hins vegar ekki of seint að skipta um skoðun varðandi hátækni- sjúkrahúsið og vonandi verður það gert.“ Einstöklist • Gjafabréf Verið velkomin! ABBA ( ~iD 11 c> rí Kirkjustétt 2 -6 y I I I I Opiðvirka daga kl. 13-18, Graforholt Laugardaga kl. 13 -16 Svandís Svavarsdóttir segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við hugmyndum varðandi endurskoðun á staðsetningu hátæknisjúkrahúss. Um 4.500 erlend- ir ríkisborgar- ar á kjörskrá Rúmlega 11 þúsund fleiri kjósendur verða á kjörskrá fyrir komandi sveit- arstjórnarkosningar miðað við síð- ustu kosningar samkvæmt saman- tekt Hagstofunnar á fjölda kjósenda. Alls eru 216.191 kjósendur á kjörskrá og þar af rúmlega 108 þúsund konur og um 107 þúsund karlar. Kjósendur sem nú fá að kjósa í fyrsta sinn til sveitarstjórnar sökum aldurs eru rúmlega 16 þús- und eða 7,6% af heildarfjölda á kosningaskrá. Þá kemur fram í samantekt Hag- stofunnar að um 4.500 erlendir rík- isborgarar muni hafa kosningarétt. Flestir þeirra koma frá Póllandi eða um 800 og næstflestir frá Dan- mörku eða um 500 talsins. Stokkseyraferð Heimsókn i vitann, létt sprell, Draugasetrið ogfL Þór Vigfússon, Bjami Harðarson og Sigurgeir H Friðþjófsson I * Draugasetrlð /'Atatóu SLAND-SÆKIUM ÞAÐ HEIM ISLAND-SÆKJUM ÞAÐ HEIM Sumaropnun: 13-21 alla daga Guömundur Tyrfíngzxm ehf

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.