blaðið - 13.05.2006, Síða 16

blaðið - 13.05.2006, Síða 16
16 I SAGA LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaöiö Páfa sýnt banatilrœði Mehmet Ali Agca, tilræðismaður Jóhannesar Páls páfa, fyrr á þessu ári þegar til stóð að láta hann lausan úr fangelsi. Ekki er Ijóst hvaða ástæður lágu að baki tilræðinu en Agca hefur í gegnum tíðina gefið misvísandi skýringar á því. t dag eru 25 ár liðin frá því að Mehmet Ali Agca reyndi að ráða Jóhannes Pál páfa II af dögum á Pét- urstorginu í Róm. Agca skaut páfa fjórum skotum og þurfti hann að gangast undir fimm klukkustunda neyðaraðgerð í kjölfarið. Tvær kúlur lentu í maga hans, ein í hægri hendi og sú fjórða í fingri hans. Mikill mannfjöldi var saman kom- inn á torginu og greip skelfing um sig eftir að Agca lét til skarar skríða. Þeir sem urðu vitni að morðtilræð- inu brustu margir í grát eða öskruðu og trúðu vart eigin augum. Páfi náði fullum bata og útskrifað- ist af sjúkrahúsi tveimur vikum eftir tilræðið. Agca var handsamaður og dæmdur til lífstíðarfangelsis. Síðla árs 1983 heimsótti páfi Agca í fanga- klefann og ræddust þeir við í um 20 mínútur. „Það sem við ræddum um verður aðeins okkar á milli. Ég ræddi við hann sem bróður sem ég hef fyrirgefið og nýtur fulls trausts mín,“ sagði páfi. Tæpu ári síðar, þann 12. maí 1982, var aftur reynt að ráða páfa af dögum í Fatima í Portúgal. Spænskur prestur að nafni Juan María Fernández y Krohn, fyrrum félagi í Samtökum heilags Píusar X og andstæðingur páfa, reyndi að stinga hann með byssusting en var stöðvaður af öryggisvörðum. Smáglæpamaður og smyglari Mehmet Ali Agca var aðeins 23 ára þegar hann reyndi að ráða Jóhannes Pál páfa af dögum en átti þrátt fyrir ungan aldur vafasaman feril að baki. Hann leiddist ungur út i glæpi og fékkst meðal annars við smygl milli Tyrklands og Búlgaríu. Talið er að hann hafi varið tveimur mánuðum í æfingabúðum í Sýrlandi þar sem hann fékk þjálfun í vopnaburði og hryðjuverkastarfsemi. Eftir heim- komuna gekk hann til liðs við hægri sinnuðu tyrknesku hryðjuverkasam- tökin Gráu úlfana. Samtökin sem börðust gegn áhrifum vinstri afla í Tyrklandi eru talin bera ábyrgð á hundruðum morða á embættis- mönnum,verkalýðsforingjum,blaða- mönnum og vinstri mönnum á átt- unda áratugnum. Á undanförnum árum hefur komið í ljós að Gráu úlfarnir voru í nánum tengslum við stjórnmálamenn lengst til hægri, leyniþjónustufulltrúa og lögreglufor- ingja. I febrúar árið 1979 var Abdi Ip- ekci, ritstjóri frjálslynda dagblaðsins Milliyet, myrtur í nágrenni heimilis síns í Istanbul. Mehmet Ali Agca var ákærður fyrir glæpinn og dæmdur til fangelsis en honum tókst að flýja úr fangelsinu í nóvember 1979. Agca hélt til Rómar frá Spáni í mai 1981 undir dulnefni í þeim tilgangi að ráða páfa af dögum. í vasa hans fannst miði sem á var ritað: „Með því að bana páfa mótmæli ég heims- valdastefnu Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna og þeim þjóðarmorðum sem eiga sér stað í E1 Salvador og í Afganistan." Margar og misvísandi ástæður Ekki er ljóst hvaða ástæður lágu að baki banatilræðinu en Agca hefur í gegnum tíðina gefið margar og mis- vísandi skýringar á verknaðinum. I fyrstu sagðist Agca hafa verið einn að verki en ári síðar breytti hann framburði sínum og lýsti því yfir að morðtilræðið hefði verið hluti af samsæri sem leyniþjónusta Búlg- aríu og leyniþjónusta Sovétríkjanna (KGB) hefðu átt aðild að. Margir hafa í gegnum tíðina hallast að þeirri kenningu að KGB hafi átt að- ild að morðtilræðinu en ekki hafa verið færðar neinar sönnur á það. 60 mán, EIGUM ALLTAF Kiettháls Kletthóls Klettháls Klettháls VW Golf Highline 4Motion 2.0 beinsk. árg. 03 ek. 52.000 verð áður 1.690.000 kr. verð 1.390.000 kr. VW Passat Comfortline 1.8 sjálfsk. árg. 99 ck. 121.000 verð 890.000 kr. VW Golf Comfortline 1.4 beinsk. árg. 01 ek. 107.000 verð 830.000 kr. VW Polo Basidine 1.2 beinsk. árg. 02 ek. 70.000 verð 820.000 kr. Afborgun pr. mán.: í 60 mán. Afborgun pr. mán.: í 24 mán. Afborgun pr. mán.: í 48 mán. Afborgun pr. mán.: Klettháls VW Caddy 1.4 beinsk. árg. 05 ek. 21.000 veró 1.440.000 kr. Afborgun pr. mán.: ^ Klettháls VW Bora 1.6 Highiine beinsk. árg. 02 ek. 54.000 verð 1.330.000 kr. ^ Klettháls J VW Passat Comfortline 2.0 beinsk. árg. 05 ek. 17.000 verð 2.450.000 kr. ^ Klettháls VW Bora Comfortline 1.6 beinsk. árg. 00 ek. 107.000 verð 790.000 kr. í 78 mán.f Afborgun pr. mán.: í 48 mán. Afborgun pr. mán.: í 78 mán. Afborgun pr. mán.: Bílaþing Heklu er rétti staðurinn til að finna góðan notaðan Volkswagen Laugavegi 174 | simi 590 5000 j Kletthálsi11 | simi 590 5760 | www.bilathing.is ! www.bilathing.is HEICLA bilathing@hekla.is Opið mánudaga til föstudaga 10-18 • Laugardaga 12-16 BILAÞING HEKLU Núnit’r cilt í notnúnni Inhnn UmboÖ8menn um land allt: Höldur hf., Akureyri, almi 401 6020 • HEKLA, Borgamesl, slmi 437 2100 • HEKLA, Isaflröl, slmi 456 4666 HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 • HEKLA, Reykjanesbæ, slml 420 5000 • HEKLA, Selfossi, slmi 482 1416 HEKLA, Kletthálsl 11, slml 590 5760 www.hekla.ls, heklaOhekl&is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.