blaðið - 13.05.2006, Síða 24

blaðið - 13.05.2006, Síða 24
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaAÍÖ 24 I JÚRÓVISJÓN Á stjörnuslóðum Margrét Hugrún skrifarfrá Aþ< enu Aþena here I comel Christina, sem starfar fyrir Júróvisjón keppnina í Aþenu lét það ekki fara framhjá nein- um að hér væri keppandi á ferð. Drottningin róaðist ekki fyrr en hún settist niður á hótelbarnum og fékk sér sígarettu í afar löngu munnstykki og kokkteiL Silvía gat ekki setið á sér að vera með skæting um borð í Air Oiympic breiðþot- unni á leið til Aþenu. Það var einkar viðeigandi að bleik rúta skyldi taka á móti hópnum. Hér hvílir Silvía lúin bein eitt augnablik. „PÓSUM" Silvíu finnst ekki leiðinlegt að setja sig í stellingar fyrir Ijós- myndara. ea/ffx'cmto tmnMi- fi (Hjþ faolluMa,. Þá er Silvía Night og hennar fríða föruneyti komið til Aþenu. Flug- vélin lenti seint á fimmtudags- kvöldið en flogið var í vöggu sið- menningarinnar með breiðþotu frá Air Olympic. Um leið og Silvía kom um borð byrjaði hún að vera með vesen þar sem henni þókn- aðist ekki sætið sem henni var úthlutað. Hrópaði „excuse me!“ háum rómi svo undir tók í vélinni. Grísku flugfreyjurnar voru ekki mjög hrifnar þar sem þær höfðu ekki hugmynd um hver dívan er. Sá bara undarlega klædda, óprúða konu með borða um sig miðja sem hrópaði í miðri vél. Þær bitu samt á jaxlinn og létu „flugdólg- inn“ fá annað sæti sem var henni þóknanlegra. Þegar lent var í Aþenu tók Christine á móti hópnum, sér- legur fulltrúi frá Júróvisjón. Hún hafði fengið starfsmenn flug- stöðvarinnar til að koma Silviu á óvart með því að láta lagið hennar, Congratulations, óma um stöðina. Silvía varð að vonum mjög sátt við móttökunar og byrjaði að dansa og taka undir fullum hálsi. Hróp- aði til annarra farþega „Enjoy my stay!“ og veifaði til þeirra. Christine gekk í fararbroddi hópsins með skilti á lofti svo að fólk áttaði sig nú á því að þarna kæmi stórstjarna frá íslandi og vakti hún að vonum athygli Grikkja og annara sem biðu þarna eftir töskunum sínum. Þegar út á bílastæðið kom biðu sjálfboðaliðar Júróvisjón eftir liðinu með risastóra bleika rútu sem ók mannskapnum á hótel í miðborg Aþenu. Sjálfboðaliðarnir sögðust miklir aðdáendur lagsins og kváðu það mikið spilað í út- varpi hér í Grikklandi og spáðu Silvíu Night velgengni þegar stóra stundin rennur upp. Rútan rann úr hlaði eftir örlitla bið eftir töskum (fatnaður Silvíu er ekki af skornum skammti) og mannskap- urinn var glaður og kátur. Silvía og Selma sátu saman og tóku lagið. Gerðu m.a. útfærslur af Congratul- ations með tilvísunum til málsins mikla um orðið sem má ekki nefna og vakti það almenna lukku. Vitaskuld var lögreglufylgd með rútunni, en mikið öryggi er viðhaft i kringum alla keppendur og aðstandendur þeirra. Þegar stöðvað var á rauðu ljósi komu gangandi vegfarendur að rútunni til að kíkja inn og Silvía veifaði drottningarlega til þeirra við mik- inn fögnuð. Hótelið sem hópurinn gistir á er ekki af verri endanum. Fimm stjörnu lúxushöll sem er staðsett miðsvæðis í borginni. Silvía vakti að vonum athygli þegar hún steig út úr rútunni og gestir og gang- andi voru iðnir að smella af henni myndum. Hún dró upp meters langt munnstykki og kveikti sér í sígarettu sem varð ekki til að minnka athyglina. Að lokum slakaði hún svo á yfir kokteil á hótelbarnum. Framundan er nú stíf dagskrá af æfingum og blaðamannafundum og spennan magnast stöðugt því enginn veit hverju þessi óþekka stjarna tekur upp á næst. Hér faðmast Silvía Night og Romario, en fátt er betra en afi fá gott knús eftir langt flug. Það fer vel á með þeim Selmu og Silvíu Night, enda er Selma þekkt og þannig vini vel- ur Silvía Night sér ávallt.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.