blaðið

Ulloq

blaðið - 13.05.2006, Qupperneq 29

blaðið - 13.05.2006, Qupperneq 29
blaðið LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 I 29 blaðabransann á þeim forsendum að græða heldur aðeins af hugsjón. Þetta helst auðvitað allt í hendur - ef þú ert með gott blað færðu mikinn lestur og þar af leiðandi meiri auglýs- ingatekjur. Það er hins vegar alveg hægt að græða á þessu en þá þarftu að byggja upp í kringum blaðið nema þú viljir selja mest allt efnið í blaðinu sem við höfum aldrei viljað gera. Eða fara í útrás því þá ertu kominn með miklu stærri markað." Stelpur hafa alltaf áhuga á snyrtivörum Var eitthvað sem kom ykkur sérstak- lega á óvart þegar þið byrjuðuð á þessu? „Já, í sjálfu sér kom hreinlega allt á óvart. Við hváðum í öðru hverju orði - Ha? Skila VSK skýrslu? Ha-viðskipta- áætlun? Við vissum bara ekkert út í hvað við vorum að fara. Svo vissum við ekki að allir vildu niðurstöður úr Gallup könnunum, héldum að allir væru alltaf tilbúnir til að skrifa frítt fyrir okkur og ég veit ekki hvað. í raun kom bara allt á óvart, en það sem kom kannski mest á óvart var hvað okkur var tekið vel alveg frá byrjun. Maður sér það Uka á öðrum löndum hversu stórt hlutfall tímarita er stílað inn á ungar konur á meðan hérna var ekki eitt einasta blað að sinna þeim markhópi. Eins og staðan er núna er heldur ekkert timarit í boði fyrir ungt fólk sem inniheldur athyglisverðar greinar um hitt og þetta eins og pól- itík, vísindi eða annað. Það er þá helst Grapewine sem er auðvitað stilað inn á túristana. Viðfangsefnin eru fyrst og fremst hvað er að gerast um helgina, í hverju á maður að fara og hvernig ætlar maður að mála sig. Með Orð- laus vildum við brjóta þetta upp. Ég er ekki að segja að það hafi ekki verið nein „froðá' í blaðinu; stelpur hafa alltaf áhuga á snyrtivörum og hafa gaman af því að lesa stjörnuspána, en þær hafa líka gaman af því að fræðast um hitt ogþetta. Til dæmis tónlist, pól- itík, lesa viðtöl og fleira - eitthvað sem er ekki endilega með stelpustimpil á sér en höfðar engu að síður til þeirra. I gegnum kannanir höfum við séð að strákar lesa það líka en sumir pirrast á því. Kalla þetta feministablað og svona. Spurt af hverju það geti ekki líka verið fyrir stráka. Eins og það sé svo ósanngjarnt að það sé til blað fyrir stelpur!" Ekkert elsku pabbi Nú er pabbi þinn einn af eigendum auglýsingastofunnar Hvíta Húsið. Myndirðu segja að hann hafi getað deilt einhverri reynslu meðþér? „Nei, í raun ekki. Auglýsingastofa og blaðaútgáfa er ekki sama fyrir- bærið. Þetta er í raun sitthvor heimur- inn. Hann vissi ekkert um hvernig á að gefa út blað þó að hann kunni að hanna auglýsingar. Það eina sem ég hef fengið út úr því að vera dóttir hans er aðallega bögg. Eitthvað fólk sem tuðar að fyrst ég sé dóttir hans þá hafi Orðlaus fengið allar auglýsingarnar sínar í gegnum Hvíta húsið. Þetta er auðvitað bara rugl. Hvíta húsið sér ekki einu sinni um sínar birtingar heldur er það utanaðkomandi aðili sem sér um það. Hann studdi mig í því sem ég vildi gera, en ég held að það hafí í raun verið sama hvað ég kaus að taka mér fyrir hendur, hann hefði stutt mig.“ Seldu útgáfuna Nú selduð þið Ár og degi fyrirtœkið Orðlaus. Hvernigkomþað til? „Þeir höfðu bara samband við okkur og föluðust eftir því að kaupa það. Voru að fara af stað með Blaðið og vantaði fullt af fólki til að vinna með sér. Við Steinunn og Erna fórum að skrifa jöfnum höndum fyrir Blaðið, hönnuður Orðlaus tók við umbroti Blaðsins, ljósmyndarinn fór að taka myndir fyrir Blaðið o.s.frv. Þeir fengu bara til sín starfsfólkið en skiptu sér ekkert af útgáfu Orðlaus. Það breytt- ist ekki mikið fyrir utan það að við fórum að fá fóst Iaun.“ Eitt að lokum, hefurðu menntað þig eitthvað ífjölmiðlastörfum? Hrefna skellir uppúr „Nei, ekki neitt. Ég er bara búin með mennta- skólann en stefni samt á háskólanám í haust. Ég verð samt að segja að þessi blaðaútgáfa hefur reynst mér mjög lærdómsrík og þetta á eflaust eftir að nýtast mér í náminu sem ég stefni á, en það er viðskiptafræði. Með því að þurfa að reka sig á allt og gera allt svona frá grunni þá lærir maður lexíur sem eru í raun algerlega ómetanlegar. Við komum að gersam- lega öllum þáttum útgáfunnar. Við dreifðum blaðinu sjálfar, skrifuðum, tókum myndir, seldum auglýsingar, sáum um öll fjármál og svo fram eftir götunum. Að læra svona frá fyrstu hendi hlýtur að teljast mikill skóli.“ Byrja bara inni í herbergi Nú ertu sjálf reynslunni ríkari, get- urðu gefið ungum konum ráð í þessum efnum? „Fyrst og fremst finnst mér að stelpur ættu bara að vera duglegri að gera það sem þær langar að gera. Kýla bara á hlutina. Ég er ekki að tala um að ana út í einhverja vitleysu. Að stofna fyrirtæki krefst fjármagns o.s.frv. en mér finnst ég svo oft heyra stelpur segja hluti eins og: „Æi, það er svo mikið af svona búðum... það eru svo margir viðskiptafræðingar... það eru allir að gera þetta...“. Mér finnst stelpur svo oft skorta trú á sjálfan sig og auðvitað getur maður gert betur ef maður hefur trú á því sem maður er að gera. Þegar við fórum af stað með Orðlaus þá var að sjálfsögðu fullt af öðrum blöðum á markaðnum en við töldum okkur hafa eitthvað nýtt fram að færa. Það vantar svo oft eitthvað svona pepp í stelpur. Þær detta alltaf frekar í að vinna fyrir aðra heldur en að gera hlutina bara sjálfar. Svo er líka um að gera að byrja bara smátt. Það krefst þess enginn að fyrsta fyrir- tækið sem maður fer af stað með verði Hagkaup á einni nóttu. Það er nóg að byrja bara inni í herbergi og svo stækkar það bara.“ Hvernig œtli standi á þessu? „Kannski bara hræðslan við að mis- takast. Ég held að stelpur trúi oft á sjálfar sig en einhvern veginn hugsa þær oft svo langt fram í tímann og sjá um leið allar mögulegar leiðir til mistaka, að þær hreinlega missa kjarkinn og hætta við. Ætli stelpur séu ekki bara ábyrgðarfyllri? Hugsa hlutinn frá upphafi til enda á meðan strákar bara ana hvatvísir af stað og sjá svo hvert það leiðir. Viðskipta- áætlun lítur vanalega aldrei neitt vel út fyrsta árið, eða fyrstu fimm árin ef út í það er farið. Þetta tekur allt sinn tíma. Maður byrjar ekkert á ein- hverju verkefni og er orðin milljarða- mæringur eftir hálft ár. En ef maður á annað borð ætlar að stofna fyrirtæki, þá þarf maður samt að hafa fulla trú á því sem maður er að gera. ioo% trú. Ekki bara smá. Maður má ekki hugsa - kannski virkar þetta og kannski ekki... Kannski á fólk eftir að kunna að meta þetta og kannski ekki... Maður þarf að trúa því í hverri frumu lík- amans að það sem maður er að selja eigi eftir að virka vel á fólk og að það eigi eftir að vilja þessa vöru. Það má heldur ekki bara hugsa um peninga heldur verður þú að hafa trú á því sem þú ert að gera.“ margret@bladid.net 88 stilistinn Sunnumörk 2 - 810 HveraqerÖi - 483 4121 g*rn: 848 8127 - e:stilistin£d5Ímnet.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.