blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 38
38 I MENNING LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaöið Nútímadans með brasilisku ívafi BlaöiS/Frikki Grupo Corpo er langvinsælasti nútímadansf lokkur Suður-Ameríku nú á tímum og hefur hann sýnt víða um heim og hvarvetna hlotið góðar viðtökur. Önnur sýning brasilíska dans- flokksins Grupo Corpo verður á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykjavík. Grupo Corpo er brasilískur nú- tímadansflokkur sem hefur sýnt um allan heim og hvarvetna hlotið frá- bærar viðtökur. Þetta er langvinsæl- asti dansflokkur Suður-Ameríku nú á tímum og í sýningarferðum hans um heiminn er jafnan uppselt á allar sýningar. Dansararnir eru allir ungt fólk frá Brasilíu sem þjálfað er sem sígildir dansarar. Dansflokkurinn leitar víða hug- mynda í listrænu starfi sínu en heldur ávallt mikilli tryggð við brasilískar rætur sínar, enda gætir áhrifa þess greinilega í dansverk- unum. Flokkurinn var stofnaður af sex bræðrum í norðurhluta Brasilíu, fyrir rúmlega þrjátíu árum, og er enn fjölskyldufyrirtæki þótt hann hafi stækkað mikið frá upphafi. Byggt á tónlist Ernesto Lecuona Þessi sýning dansflokksins er alveg ný og samanstendur af tveimur dans- verkum. Annars vegar er það verkið „Lecuona" sem byggt er á angur- værri tónlist kúbanska tónskáldsins Ernesto Lecuona. Lecuona sem var þekktur sem hinn kúbanski Gersh- win, var fæddur á Kúbu árið 1895. Á ferli sínum samdi hann yfir 170 píanóverk, 37 hljómsveitarverk og yfir 400 sönglög sem ekki ófrægari menn en Bing Crosby, Frank Sinatra og Elvis Presley hljóðrituðu á sínum tíma. Auk þess samdi hann mikið af kvikmyndatónlist og var m.a. til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta lagið í myndinni „Always in My Heart“ árið 1942. Hitt dansverkið er aftur á móti byggt á nýsömdu tónverki hins þekkta brasilíska tónlistarmanns Ga- etano Veloso fyrir flokkinn. Veloso hefur verið nefndur hinn brasilíski Bob Dylan og hefur lagt mikið á vog- arskálarnar til mótunar brasilískrar tónlistar og ljóðlistar síðustu áratugi. Þriðja sýning Grupo Corpo verður á morgun kl. 14. Blaliö/Steinar Hugi í gær var opnuð sýning á skálarúst frá 10. öld sem kom í Ijós við framkvæmdir í Aðalstræti í Reykjavík. Landnámiö í brennidepli á Listahátíð í Reykjavík Landnám íslands skipar veglegan sess á Listahátíð í Reykjavík í ár. f gær var landnámssýningin Reykjavík 871 +/-2 opnuð í Aðal- stræti og í dag verður Landnáms- setur fslands opnað í Borgarnesi. Á árunum 2001-2003 fór fram fornleifauppgröftur á lóðunum syðst við Áðalstræti og kom þar meðal annars í ljós skálarúst frá 10. öld og veggjarbrot sem er ennþá eldra, eða frá því um 871 +/- 2 ár og af því er nafn sýningarinnar dregið. Veggjarbrotið er elsta mannvirki sem fundist hefur í Reykjavík og talið vera frá þeim tíma er menn settust hér fyrst að. Rústin og veggjarbrotið eru varð- veitt í nýjum sýningarsal á horni Aðalstrætis og Túngötu. Þar verða einnig sýndir ýmsir munir sem fundust við uppgröft á þessu svæði. Með aðferðum fornleifafræðinnar má lesa úr minjunum miklar upplýs- ingar um allar aðstæður í Reykjavík fyrstu aldirnar. Sýning helguð Agli Skalla-Grímssyni Landnámssetur íslands verður opnað í Borgarnesi í dag kl. 13. f því er lýst upphafi byggðar á íslandi og einni þekktustu söguhetju íslend- ingasagna, Agli Skalla-Grímssyni. Þarerutværsýningar.Landnámssýn- ing og Egilssýning, en aukþess Sögu- loft, þar sem sögumenn koma fram og leiksýningar eru settar á svið. Sýn- ingarnar eru í gömlu pakkhúsi sem er eitt af elstu húsunum í bænum. Við opnun sýningarinnar mun sönghópurinn Voces Thules syngja fleiri nýjar útsetningar á miðalda- lögum sem mörg hver eru fengin úr gömlum íslenskum handritum en söngtextinn er byggður á textum úr Sturlungu. Á Landnámssýningunni er því lýst hvernig ísland fannst, hvernig nor- rænir menn fóru að því að rata yfir opið haf og hvers vegna þeir yfirgáfu sín fyrri heimkynni, Noreg. Sagt er frá mönnunum sem fyrstir stigu á land og hvernig fsland var numið, fram til stofnunar Alþingis á Þing- völlum árið 930. Egilssýningin segir frá einum lit- ríkasta persónuleika landnámsaldar, Agli Skalla-Grímssyni. Faðir Egils, Skalla-Grímur Kveldúlfsson, var einn af fyrstu landnámsmönnunum. Hann kom til íslands 10 árum á eftir Ingólfi Arnarsyni. f sögunni um Egil er því best og nákvæmast lýst hvernig ein ætt sest að á íslandi. Eg- ill var mikið skáld, en líka víkingur og ribbaldi í útlöndum. Herra Culbuto er franskur götulistamaður sem býður Reykvíkingum að leika við sig í miðbænum í dag. Dagskrá Lista- hátíðar í dag Opnun Landnámsseturs fs- lands í Borgarnesi kl. 11 f Landnámssetri er lýst upphafi byggðar á fslandi og einni þekkt- ustu söguhetju íslendingasagna, Agli Skalla-Grímssyni. Þar eru tvær sýningar, Landnámssýning og Eg- ilssýning, en auk þess Söguloft, þar sem sögumenn koma fram og leik- sýningar eru settar á svið. Mr. Skallagrímsson - leiksýning í Borgarnesi kl. 11 og kl. 20 í tengslum við opnun Landnámsset- ursins hefur Benedikt Erlingsson samið einleik sem hann kallar Mr. Skallagrímsson og verður hann frumfluttur á opnunardegi Land- námssetursins. Einleikurinn er byggður á Egils sögu og innblásinn af sagnahefð sögualdar á fslandi. Herra Culbuto - lifandi leik- fang í miðbænum kl. 14 Herra Culbuto er franskur götulista- maður sem hefur komið fram yfir 400 sinnum í 16 löndum. Hann er lifandi leikfang sem bíður þess að einhver komi og leiki við sig. Það má draga hann um strætin og skilja hann eftir þangað til einhver annar tekur við. Miðbær í myndum - Reykjavík í 100 ár í miðbænum kl. 15 í tilefni af 25 ára afmæli Ljósmynda- safns Reykjavíkur býður safnið almenningi til sannkallaðrar ljós- myndaveislu á strætum og torgum höfuðborgarinnar.Úrvaliljósmynda sem sýna götumynd og mannlíf í miðbæ Reykjavíkur á u.þ.b. 100 ára tímabili verður komið fyrir á Lækj- artorgi, Austurvelli og í Fógetagarði. Tvær myndlistarkonur í SAFNI á Laugavegi 37 kl. 16 í tengslum við Listahátíð mun SAFN opna sýningu á nýlegum verkum tveggja þekktra erlendra listakvenna, Karin Sanders og Ceal Floyer sem báðar eru búsettar í Berlín. Grupo Corpo - brasilískur dans- hópur í Borgarleikhúsinu kl. 20 Grupo Corpo er brasilískur nútíma- dansflokkur sem hefur sýnt um allan heim og hvarvetna híotið frá- bærar viðtökur. Þetta er langvinsæl- asti dansflokkur S-Ameríku í dag og í sýningarferðum hans um heiminn er jafnan uppselt á allar sýningar. Motion-tríóið frá Kraká á NASA við Austurvöll kl. 21 Þetta framsækna og stórskemmti- lega harmónikkuband var stofnað árið 1996 og hefur á undanförnum árum vakið gríðarlega athygli fyrir leik sinn. Tríóið hefur haldið tón- leika víða í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og Asíu og hefur á tiltölu- lega skömmum tíma tekist að brey ta ímynd hljóðfærisins. Miðnæturmúsík í Iðnó - Dívan og djassmaðurinn kl. 23:30 Á laugardagskvöldum á Listahátíð í ár verður fjörinu haldið áfram fram á nótt á þrennum miðnæturtón- leikum sem fram fara í Iðnó i hjarta Reykjavíkur. Sólrún Bragadóttir, sópransöngkona, og Sigurður Flosa- son, djass-saxófónleikari, verða með dagskrá sem samanstendur af nýjum útsetningum af nokkrum af þekktustu söng- og þjóðlögum okkar íslendinga, fyrir sópranrödd og saxófón. Divan og djassmaðurinn. Sigurður Flosason og Sólrún Bragadóttir leiða saman hesta sína í Iðnó í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.