blaðið - 13.05.2006, Síða 44

blaðið - 13.05.2006, Síða 44
44 I TILVERAN LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaðið Meira um ímyndunarveika eftir tilkomu Netsins Stöðugfjölgun ímyndunarveikra sjúklinga hefur orðið til þess að sett hefur verið á stofn mikils metin heilsusíða á Netinu. Það er hægt að finna þúsund ein- kenni og lækningar krabbameins og annarra sjúkdóma á Netinu. En þótt Netið geti verið uppfullt af læknisfræðilegum upplýs- ingum hefur það ekki alltaf góð áhrif á heilsu. Það hefur valdið áhyggjum hve margir nota Netið til að sjúkdómsgreina sjálfan sig og þar af leiðandi aukast heimsóknir ímyndunarveikra til heimilislækna. Breskir læknar hafa því sett upp heimasíðu þar sem finna má sjálfstæð og fagleg læknisfræðileg ráð. Heimasíðan BestTreatments. co.uk var nýlega opnuð opinber- lega til að hjálpa sjúklingum við að rata um frumskóg upplýsinga um einkenni og meðferðir á Netinu. Á heimasíðunni má finna upplýsingar um meira en 120 mismunandi ein- kenni alvarlegra sjúkdóma á borð við krabbamein, bakverki og þung- lyndi. Einnig er þar að finna upplýs- ingar um einkenni bakflæðis, enda- jaxlatöku og magakrampa ungbarna. Heimasíðan fjallar ekki einungis um einkenni, meðferð og spurningar til lækna heldur einnig um allar helstu læknisfræðilegar rannsóknir. Krabbamein á 400 milljón síðum á Netinu Að hluta til er heimasíðan tilkomin vegna þess mikla magns vafasamra upplýsinga sem hægt er að finna um heilsu á Netinu. Þar er heilsa vinsæl- asta umfjöllunarefnið á eftir klámi. Til dæmis finnur leitarvélin Google 400 milljón síður ef enska orðið fyrir krabbamein er slegið inn. Cherill Hicks, ritstjóri Best Treatments. co.uk, segir að síðan bjóði upp á fag- mannleg ráð auk þess að þar geti fólk deilt upplýsingum um kosti mis- munandi meðferða. „Hún býður fólki upp á að meta kosti og galla mismunandi meðferða. Við erum ekki að reyna að fá fólk til að greina eða lækna sig sjálft,“ sagði Cherill. „Síðan snýst frekar um að nota upplýsingar svo fólk geti unnið með læknum sínum að ákvarða hvaða meðferð hentar þeim best.“ Þriðjungur leitar að heilsu- farslegum upplýsingum 1 skoðanakönnun sem breska fyrir- tækið Harris gerði á síðasta ári kom í ljós að þriðjungur fullorðinna sem notar Netið hafði leitað að upplýs- ingum varðandi heilsu. Það kom einnig í ljós að ímyndunarveikir fóru að meðaltali þrisvar sinnum á mánuði á Netið til að leita að upplýs- ingum varðandi heilsu. Cherill segir að upplýsingarnar á síðunni komi frá sömu veitu og læknar nota, sem er fagmannlegur og vísindalega upp- byggður grunnur fyrir lækna. Þeir sem hafa hug á að skoða síðuna þurfa að vera vissir um að fara á rétta síðu þar sem önnur svipuð síða er www.bestreatments.co.uk, með einungis einu té-i. Sú síða byggir á vafasömum upplýsingum og er styrkt af kostunaraðilum. svanhvit@bladid.net BlaHiö/SteinarHugi Það hefur valdið áhyggjum hve margir nota Netið til að sjúkdómsgreina sjálfan sig og þar af leiðandi aukast heimsóknir ímyndunarveikra til heimilislækna. HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Ertu spennufíkill? Spenna er ávanabindandi tilfinn- ing og það eru ansi margir sem þjást af spennufíkn. Spennufíklar sækja ítrekað í spennuþrungnar aðstæður og finnst lífið vera heldur litlaust án þeirra. Þessar spennuþrungnu aðstæður eru ekki alltaf skemmtilegar heldur geta þær jafnvel verið andlega lýjandi og hreinlega hættulegar andlegri heilsu. Hvað með þig, sækir þú í spennu? Ertu kannski spennufíkill? Svaraðu þessum ein- földu spurningum og athugaðu hvort spennan heilli þig. Hvað finnst þér um fallhlífastökk? a) Ég hef farið nokkrum sinnum í fallhlífastökk og það er alltaf jafn gaman. b) Tilhversættiégaðhættalífimínu fyrir eitthvað svo tilgangslaust? c) Ég hef einu sinni farið í fallhlífa- stökk og langar aftur sem fyrst. d) Mig hefur alltaflangað í fallhlífa- stökk en það er eitthvað sem heldur aftur af mér. Hvernig myndirðu lýsa lífi þínu? a) Það er frekar tilbreytingar- lítið en ég er ánægð/ur með það. b) Ég lyfti mér upp af og til en hef gaman af því að vera heima. c) Það er sífellt eitthvað að gerast, Þessir ofnar hafa þetta framyfir flesta aðra gasofna • Engin mengun í rými. • Engin súrefnistaka úr rými. • Lokað brunahólf, engin slysa- eða brunahætta. • Gaskútar hafðir utan við rýmið. Þú einfaldlega stillir á þann hita sem þú vilt hafa. Blástur 12/24/220 v. Trumatic-verksmiðjurnar (50 ára)leggja mikla áherslu á öryggi og góða brennslu. Einnig gott sem aukahiti við aðra kyndingu. BÍLARAF Auðbrekku 20 • S. 564 0400 svo mikið í raun að ég er alltaf á fullu alla daga. d) Ég þarf að hafa nóg að gera til þess að finnast ég vera lifandi. 3Þú hefur verið í sambandi í ; mánuði og þó makinn og sambandið sé í raun full- komið finnst þér eitthvað vanta. Hvað gerir þú? a) Held framhjá makanum til að fá smá krydd í tilveruna. Maður verður nú að gera eitthvað spennandi ein- staka sinnum. b) Slít sambandinu tafarlaust og finn annan maka. Lífið er of stutt til að vera leiðinlegt. c) Átta mig á að það er ekkert að sambandinu né makanum heldur er þetta eirðarleysi í mér. d) Það er óþarfi að slíta góðu sambandi en ég finn nóg fyrir okkur að gera svo lífið verði ekki tilbreytingarlaust. Þú hefur ánægju af vinn- unni þinni en einstaka sinnum koma dagar og vikur þar sem þér leiðist óhugn- anlega mikið. Hvað gerir þú til að lífga upp á daginn? a) Dreg vinnufélagana með mér út að borða í hádeginu í stað þess að borða vondan mötuneytismat. Þetta brýtur upp daginn og hann líður hraðar. b) Flakka á milli vinnufélaganna og athuga hvort það sé ekki eitt- hvað skemmtilegt slúður sem ég get smjattað á. c) Kem af stað kjaftasögu um að kona og maður á vinnustaðnum eigi í ástarsambandi. Skemmti mér svo konunglega út vikuna við að sjá sög- una breytast og margfaldast. d) Égreyniaðmunaeftirgóðaskap- inu og átta mig á að þetta tímabil líður hjá. Hvernig voru heimilisað- stæður þínar þegar þú varst yngri? a) Bara ósköp eðlilegt fjölskyldulíf, held ég, með sína kosti og galla. b) Ekki nógu góðar, ég kem úr brot- inni fjölskyldu þar sem aðstæður voru mjög spennuþrungnar alla daga. Vímuefnanotkun, ofbeldi og rifrildi einkenndi mína barnæsku. c) Mamma og pabbi rifust einstaka sinnum eins og gengur og gerist en ekkert alvarlegt. d) Það voru alltaf einhver öskur og læti, alltaf eitthvað í gangi sem gerði æskuna miður skemmtilega. 6Hvenær líður þér best? a) Það er gaman að horfa á góða spennumynd í góðra vina hóp. b) Helst heima hjá mér, að slappa af yfir góðri bók. c) Á kvöldin þegar ég ligg upp í rúmi og finn spennuna losna úr lík- amanum eftir atburði dagsins. Ekki er verra að ég veit að annar spenn- andi dagur rennur upp á morgun. d) Þegar ég er að gera eitthvað skemmtilegt og adrenalínið er í botni. Hvaða tími er bestur í sam- bandi að þínu mati? a) Hiklaust fyrstu þrír mán- uðirnir, eftir það er sambandið án undantekninga orðið leiðinlegt. b) Um leið og ég finn að ég elska makann, þá tekur við skemmtilegur tími. c) Þegar við erum bæði orðin ör- ugg með hvort annað. d) Það er misjafnt hvað það tekur mig langan tíma að fá leið á nýju sambandi, allt frá 2-12 mánuðum. Teldu stigin saman 1. a)4 b)1 03 d)2 2. a)1 b)2 04 d) 3 3. a)3 b)4 01 d) 2 4. a)2 b) 3 04 d) 1 5. a) 1 b) 4 02 d) 3 6. a) 2 b)1 03 d) 4 7. a)4 b)2 01 d)3 0-8 stig: Þaö er alveg Ijóst að þú ert enginn spennufíkill, þvert á móti. Þú vilt helst að lífið gangi sinn vanagang og að ekk- ert óvænt liti dagsins Ijós. Þú ert hrædd/ ur við breytingar og telur oftar en ekki að þær boði eitthvað slæmt. Hins vegar ertu mjög örugg/ur með líf þitt enda gengur allt sitt vanagang. Þú mættir ef til vill hrista aðeins upp í tilverunni og prófa eitthvað nýtt. Það er eflaust eitthvað sem þig hefur alltaf langað að gera en aldrei þorað, eins og að fara í rússíbana, teygjustökk eða jafnvel bara að hefja tal við einhvern ókunnugan. Þó öryggi sé mikilsvert er líka nauðsynlegt að lifa lífinu lifandi. 9-14 stig: Þú ert ekki gefin fyrir spennu þó þú vilj- ir svo sannarlega hafa gaman af lifinu. Þú ert ekki fyrir óvæntar uppákomur og vilt helst fá að skipuleggja líf þitt út í ystu æsar. Samt sem áður leyfirðu þér einhverja skemmtun annars slagið enda er það nauðsynlegt. Haltu áfram að hafa gaman af lífinu og leyfðu þér að ganga fram af sjálfum þér einstaka sinn- um. Það er bara hollt. Hver veit nema einstaka spenna í lífinu geri þér gott. 15-21 stig: Þú þjáist af spennufíkn, þó hún sé ekki á alvarlegu stigi. Þér Ifður vel þegar ein- hver spenna er f Iffi þínu því þá hefurðu alltaf eitthvað að gera. Þú vilt síður vera aðgerðarlaus, heldur lifir fyrir að vera önnum kafin/n og eftirsóknarverð/ur. Það er gott og blessað að vera spennu- fíkill en ekki ganga of langt f þvf. Það er holiast að hafa sitt lítið af hverju í Iffinu, spennu, rólegheit, öryggi, afslöppun og svo framvegis. 22-28 stig: Þú ert spennufíkill af bestu gerð. Þú lifir fyrir spennuna og þér Ifður sjaldnar betur en þegar adrenalfnið er á fullu. Þú lifir spennandi lífi og passar að hafa eitthvað skemmtilegt fyrir stafni á hverj- um degi. Eins viltu helst ekki vera f sam- bandi nema það einkennist af spennu, ástríðuhita og eidheitum tilfinningum. Spennufíkn getur verið jákvæð viðbót við hversdagslegt líf en ef hún gengur of langt getur hún hreinlega eyðilagt lif þitt. Farðu varlega og passaðu þig á því að taka alltaf ákvarðanir sem koma þér best, hvort sem þær innihalda meiri spennu eða ekki.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.