blaðið - 06.06.2006, Síða 27

blaðið - 06.06.2006, Síða 27
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 06. JÚNÍ 2006 I 35 Sessý og Sjonni í syngjandi sveiflu Dúettinn „Sessý og Sjonni“ skipaður þeim Sesselju Magnúsdóttur söng- konu og Sigurjóni Alexanderssyni gítarleikara heldur tónleika á Café Rosenberg miðvikudagskvöldið 7. júní. Það má búast við tónlist úr ýmsum áttum, meðal annars úr söngbók Evu Cassidy, poppi, rokki og jazzi. Dúettinn hefur starfað síðan 2004. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og aðgangur er ókeypis. BlaÖiÖ/Steinar Hugi Þaö er óhætt að segja að Bubbi Morthens hafi verið einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um áraraðir Sesselja Magnúsdóttir og Sigurjón Aiex- andersson leiða saman hesta sína Ólögleg meðalmennska Tónlist Jón Þór Pétursson Graham Coxon - Love Travels At lllegal Speed EMI2006 itiri Graham Coxon fyrrum gítarleikari Britrokk-sveitarinnar Blur gaf út sína sjöttu sólóplötu snemma á þessu ári. Platan nefnist Love Travels at Illegal Speed. Með í pakkanum er síðan DVD diskur með tónleikaupptökum frá Goldsmith College og Koko- tónleikahöllinni. Platan hefur að geyma 13 lög sém flest eru í íjörlegri kantinum. Það heyrist einnig strax á þessari plötu hvað Coxon átti mikið í efni Blur en hann heldur þó áfram að þróa sinn persónulega síðpönkaða-stíl. DVD diskurinn er skemmtileg viðbót en þar má meðal annars sjá viðtal við Graham Coxon þar sem hann útskýrir vinnu sína bakvið plötuna og upptökur frá tvennum tónleikum. Þar að auki er umslag plötunnar virkilega vel hannað og gerir hana töluvert eigulegri en ella. Mín eina kleina Því miður er ekkert sérstakt við rödd Graham Coxon, ágætis raulandi þegar best lætur, óþolandi vælin þegar verst lætur. Textasmíð Coxon er heldur ekki upp á marga fiska á þessari nýju plötu og nauðsynlegt að gefa smá sýnishorn úr laginu „Gimme Some Love“: We're a rightpair, You andI It's a messed up situation Areyou gonna dump this otherguy Before i die ofsexualfrustration? Það verður þó að taka það fram að þetta er með verri textum plötunnar ogmargirþeirra eru nokkuð skondnir í einfaldleika sínum. Coxon syngur urn stúlkuna einu, um sársauka þess Zfa’ að vera manneskja í brengluðum heimi og svo framvegis. Góð og klassísk umfjöllunarefni í listum en ég hef séð áhugaverðari úrvinnslu en á þessari nýju plötu. Það er gott að kunna ríma en það er ekki nóg til að gera góðan texta. Dúmm dúmm dæræ dæræ... Þetta er ágætis plata til að hafa í bakgrunni á kránni, helst ekki of hátt til að yfirgnæfa ekki spjallið. Laglínur eru flestar einfaldar og líða áfram. Vandamálið er að þær líða of þægilega áfram. Platan er hreinlega of mikið þverhnípi með takmarkaðri fótfestu. Hún sveiflast á milli þess að vera Brit-skotið síðpönk yfir í að vera bandarískt háskólarokk. Ég geri meiri kröfur til Coxon sem hefur fyrir löngu sannað sig sem laga og textahöfundur. Nokkur lög eru grípandi en ná alls ekki að halda utan um plötuna sem fellur alltof oft í gryfju meðalmennskunnar. jon@bladid.net „Coxon syngur um stúlkuna einu, um sársauka þess að vera manneskja í brengluðum heimi og svo framvegis," segir Jón Þór í dómnum um nýjustu piötu Graham Coxon. Afmœlisútgáfur Bubba Morthens , - ..j f" r" ■ '3//3k É ® 33% yw# i 98 i * u'j ; 1 S4 m a M J Bb» w w II caí v w X. w*# v Þann 6. júní næst komandi verður Bubbi Morthens fimmtugur og mun fagna áfanganum með stórtón- leikum í Laugardalshöll. í tilefni dagsins munu Islenskir tónar gefa út níu af fyrstu sólóplötum Bubba í veglegum afmælisbúningi þennan sama dag. Þetta eru plöturnar Plágan, Fingraför, Ný spor, Frelsi til sölu, Dögun, 56, Bláir, Nóttin langa, Sögur aflandi. Urmull af óútgefnu efni í fyrra komu ísbjarnarblús (1980) og Kona (1985) út í samskonar af- mælisbúningi. Samtals innihalda þessar níu útgáfur samtals 60 auka- lög en þær geyma einnig öll þau lög sem upprunalega komu út á plötunum. Næstum öll aukalögin hafa aldrei áður komið út á geisla- plötum og flest þeirra hafa raunar aldrei komið út áður enda er hér um að ræða blöndu af prufuupptökum, upptökum á ensku, upptökum af tónleikum og í sumum tilfellum er hér á ferðinni lög sem hafa aldrei áður heyrst. Begas Vert er að geta þess að stuttskífan 56 hefur ekki verið fáanleg á geisla- plötu í meira en áratug og einnig að platan sem nú er nefnd Bláir er hlutur Bubba af sameiginlegu verki hans og Megasar sem kom út undir nafninu Bláir draumar á sínum tíma. Hún hefur einnig verið ófá- anleg um langt skeið en árið 2002 sendi Megas frá sér sinn hluta verksins undir nafninu Englaryk í tímaglasi. Yfir 200 bráðhollir ávaxta- og grænmetissafar sem bæta, grenna og kæta orka! Loksins má finna í einni bók Ijúffenga drykki þar sem hver og einn hefur sín sérstöku áhrif. • fyrirbyggjandi og stuðla að bættri heilsu • elturefna- og vatnslosandl • kjörnir fyrir smáfólkiö • frábær viðbót I veisluna Endalaus orka er bók um holla lifnaðarhætti, fagurfræði og lífsgleði. Ármúla 20 • s. 552 1122 www.salkaforlag.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.