blaðið - 17.06.2006, Qupperneq 1
■ MATUR
Grillað í landi
Kanans
■ ERLENT
Ekki í framboði
2008
■ ÍÞRÓTTIR
Yfirboð hjá
Real Madrid
■ FRÉTTASKÝRING
Ótrygg réttarstaða
Mannréttindasamtök hafa
VfMlN*
motou*
laugardagur
17. júní 2006
áhyggjur af stöðu samkyn-
hneigðra í nokkrum ríkjum
Austur-Evrópu
Æ#
JK
| SÍÐA10
134. tölublað 2. árgangur
Nýjustu grill-uppskriftirnar úr
Hvíta húsinu
M. Pútín Rússlandsforseti útilokar Ótrúleg loforð forsetafram-
stjórnaskrárbreytingu bjóðenda
| SÍÐA18
Frjálst,
óháð &
ókeypisl
fÍMkt . t
^ MtM, •'
SÍÐA6
SÍÐA30
Blaöií/Frikki
Segir hættu á óafturkræfum
skemmdum í hjarta borgarinnar
Dagur B. Eggertsson telur betri leiðir færar en mislæg gatnamót við Kringluna.
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
Þegar um stórar framkvæmdir er
að ræða í borginni er mikilvægt að
vanda til verka, segir Dagur B. Egg-
ertsson, oddviti Samfylkingarinnar,
og vísar til þeirrar ákvörðunar
nýrrar borgarstjórnar í Reykjavík að
ljúka gerð mislægra gatnamóta við
ÍCringluna á kjörtímabilinu. Dagur
varar við því að menn sitji uppi með
óafturkræfa framkvæmd og vísar
til þeirrar óánægju sem risið hefur
í kjölfar lagningar nýju Hringbraut-
arinnar. Tillögu Dags um samráðs-
ferli í málinu hefur verið frestað en
hann segist trúa því að hún verði
samþykkt.
„Ég tel að það séu til miklu betri
leiðir til þess að dreifa umferðinni,"
segir Dagur. „Það má vinna gegn
þeim hnútum sem þarna myndast á
álagstímum, en ekki síður að dreifa
umferðinni betur þannig að henni
sé ekki stefnt á einn punkt.“ Dagur
segist því vera á þeirri skoðun að
skynsamlegra sé að setja öskjuhlíð-
argöng og Sundabraut í forgang og
búa þannig til þrjár meginæðar frá
austri til vesturs.
„Þær breytingar sem þegar hafa
verið gerðar á gatnamótunum hafa
dregið verulega úr slysum sem voru
mikið vandamál þarna. Auk þess
sem afköst gatnamótanna hafa auk-
ist umtalsvert," segir Dagur.
Samráð liggur í hlutarins eðli
Björn Ingi Hrafnsson, oddviti fram-
sóknarmanna, segir að enginn hafi
séð tillögu Dags fyrr en á fundinum.
Því hefði málinu verið frestað en
Björn Ingi segir menn ætla að skoða
tillöguna. „Mér sýnist tillagan ganga
út á það að hafa samráð við til dæmis
íbúa svæðisins. Það felst í hlutarins
eðli að þegar mál eru á skipulags-
stigi þá þarf að leita samráðs.11 Hann
segir að fyrir liggi að kannað verði
með hvaða hætti sé skynsamlegast
að fara í þá stóru framkvæmd að
byggja mislæg gatnamót við Kringlu.
„Það liggur algjörlega fyrir að það
er vilji til þess að bæta úr stöðunni
á þessum gatnamótum. Þetta eru
hættulegustu og fjölförnustu gatna-
mót landsins og tryggingafélög hafa
ítrekað bent á að framkvæmdir
þarna væru mjög þjóðhagslega hag-
kvæmar," segir Björn Ingi.
Ekki hættulegustu gatnamótin
Dagur segir það hins vegar ekki rétt
að gatnamótin séu þau hættulegustu
á landinu, nýgerðar breytingar hafi
dregið mjög úr slysum á þessum stað.
„Þarna eru menn annaðhvort að
vitna í gamlar tölur eða fara einfald-
lega ekki með rétt mál.“ Dagur segist
þó ekki vilja leggjast í hanaslag um
úreltar upplýsingar. „Ég vil að þetta
verði unnið á faglegan hátt þar sem
samráð verði haft við alla viðkom-
andi aðila.“ Sjálfstæðisflokkurinn
barðist fyrir lagningu Hringbrautar
en hefur nú lýst yfir efasemdum
með þá framkvæmd, segir Dagur.
„Ég held að það sé að renna upp fyrir
öllum, að þegar svona stórar fram-
kvæmdir eiga í hlut er mjög mikil-
vægt að menn vandi sig. Hættan
er sú að menn sitji uppi með óaft-
urkræfa hluti og í raun skemmdir í
hjarta borgarinnar. Þá er slæmt að
átta sig á því eftir á að hægt hefði
verið að fara aðrar og betri leiðir.“
Dagur segist ekki trúa öðru en
að tillaga hans um samráðsferli við
framkvæmdina verði samþykkt í
borgarstjórn.
gunnar@bladid.net
■ SAGA
Fjallkonan
fyrr og nú
Ertil eitthvað íslenskara en Fjall-
konan? Tæpast. Hún er holdger-
vingur íslands og margir munu
hlýða á ávarp hennar í dag,
venju samkvæmt á 17. júní. En
þótt rætur Fjallkonunnar liggi
djúpt í íslenskri þjóðarsál á hún
sér margar systur sem kosið
hafa að búa erlendis. Nefna má
að Fjallkonan er náskyld Britan-
íu hinni bresku, Helvetíu, hinni
svissnesku og sjálfri Germaníu
sem kemurfrá Þýskalandi. Sagt
er frá hinum mörgu andlitum
Fjallkonunnar og rótum þessa
fyrirbrigðis í Blaðinu í dag.
| SÍÐUR20&21
■ FRÉTTIR
Aftur í
fremstu röð
Eiður Smári Guðjohnsen segir
að hann muni spila framar á
vellinum með hinu nýja liði sínu,
Barcelona, en hann gerði með
Chelsea á síðustu leiktíð. Hann
gerir ráð fyrir að fimm ieikmenn
muni berjast um þrjár stöður
framherja hjá liðinu. Eiður
kveður Chelsea með trega en
segist hlakka til að sýna hvað
í honum býr með Evrópu- og
Spánarmeisturunum. Og hann
hlakkar til að læra ný tungumál,
bæði spænsku og katalónsku,
enda er þess krafist í samningn-
um. Viðmælendur Blaðsins eru
sammála um að spænska knatt-
spyrnan henti
Eiði Smára
sérlega vel
og hæfileikar
hans muni
að líkindum
nýtast betur
en nokkru
sinni fyrr.
| SÍÐA8
Horfum á hagsmuni
Jóhann Hauksson ræðir um fjölmiðla og vald í
viðtali við Jón Þór Pétursson i síður i 6 & 17
3. 1
VISALán er ný og hagstæð leið til greiðslu-
dreifingar við kaup á vörum eða þjónustu.
+ Staðgreiðsluverð
+ Lægri vextir
+ Lægri kostnaður
+ Til allt að 36 mánaða
+ Framlengdur ábyrgðartími
+ Flutningstrygging
+ Vildarpunktar
Nánari upplýslngar á www.visa.is/visalan eða i síma 525 2000
Spurðu
ii ■■
Vl__.
- HAGSTÆÐAR AFBORGANIR