blaðið - 17.06.2006, Qupperneq 16
16 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 blaöiö
Ég gerði ekkert aí mér
Eftir mikinn darraðardans liggur
nú fyrir að Jóhann Hauksson
blaðamaður hefur lokið störfum
sínum á Fréttablaðinu. Kastað-
ist í kekki milli hans og þeirra
Þorsteins Pálssonar ritstjóra og
Sigurjóns M. Egilssonar frétta-
stjóra vegna pólitískra skrifa Jó-
hanns. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem Jóhann lætur sverfa til stáls,
en skemmst er að minnast þess
þegar hann yfirgaf Ríkisútvarpið
eftir að Georg Auðunn Ólafsson
var ráðinn sem útvarpsstjóri.
Nú hefur þú yfirgefið Fréttablaðið.
Getur þú lýst því hvernig störfum
þínum var háttað og hvað varð þess
valdandi að þú ákvaðst að taka hatt
þinn ogstaf?
„Þetta var þannig að ég, sam-
kvæmt ákvörðun yfirboðara minna
og samkomulagi okkar, sá um stjórn-
málaskrif fyrir Fréttablaðið. Þá var
ég einnig i almennum innlendum
fréttum. Ég skrifaði meðal annars
greinaflokk á sunnudögum um
endurskoðun stjórnarskrárinnar og
fékk tilnefningu til blaðamannaverð-
launanna fyrir það ásamt félögum
á blaðinu. Síðan eins og gengur og
gerist þegar sumarþingið byrjaði þá
varð úr að nota þennan reynslubolta
en ég var hálfgerður „senior“ þarna
á Fréttablaðinu meðal ungra og upp-
rennandi blaðamanna. Ég býst við
að það hafi þótt eftirsóknarvert að
nota tengslin og reynsluna og þetta
hef ég gert athugasemdalaust og vil
taka það skýrt fram. Ég var alinn
upp á Ríkisútvarpinu og þrautþjálf-
aður í því að greina á milli frétta-
efnis og annars efnis sem gæti falið
í sér persónulegar
skoðanir.
Síðan kem ég inn
á Fréttablaðið. Á
blöðum er löng hefð
fyrir þvi að skríbentar
skrifi meira en ein-
ungis fréttir, t.d. rit-
stjórnarlegt efni þar
sem skoðanir geta
auðvitað komið fram.
99..............
Ég hefhreinlega
ekki ennþá fengið
almennilegan
sannleika um það
hvers vegna ég
þurfti að víkja.
Ef ekki skoðanir þá .................... áheyrendur
föstu heldur spurði. Þá sagði ég við
tvímenningana að ég liti á þetta sem
vantraustsyfirlýsingu og að það væri
verið að lækka mig í tign. Daginn
eftir var annar fundur þar sem við
þrír komum saman en þá var ég bú-
inn að viða að mér blöðum og vildi fá
dæmi. Á fundinum komu engar frek-
ari skýringar en áður höfðu komið
fram. Ég hef hreinlega ekki ennþá
fengið almennilegan sannleika um
það hvers vegna ég þurfti að víkja.
Ég tók það þá fram á þessum fundi
að fyrst svona væri komið þá gæti
ég ekki annað en óskað eftir starfs-
lokum. Ég gæti ekki komið aftur og
starfað með mönnum sem hefðu
lýst yfir slíku vantrausti. Mér fund-
ust það þá vera kaldar kveðjur sem
komu fram í leiðara Jóns Kaldal að
það hefði lengi legið fyrir að flytja
mig til í starfi. Ef við værum í réttar-
salnum býst ég við að svona athuga-
semdir væru dæmdar ómerkar þar
sem þetta er skýring sem hægt er
að búa til eftir á. Mig langar þó að
segja að ég er ekki í neinu stríði við
Fréttablaðið og þá síst við það fólk
sem ég kvaddi með virktum, þar á
meðal Sigurjón og Þorstein með
handabandi."
Tek þetta inn á mig
Hvað með frelsi blaðamannsins.
Er það eitthvað sem skiptir máli?
„Eg tel mig vera mjög frjálsan og tel
nauðsynlegt að blaðamenn hafi góða
tilfinningu fyrir því að þeir verði að
vera eigin herrar á endanum og losa
sig undan hagsmunum. Þegar ég
kom inn á Fréttablaðið sagði Gunnar
Smári, en hann vitnar oft í Biblíuna,
svolitið við mig sem ég hef haft i há-
vegum. Hann sagði:
Maður má ekki líta
............. til baka, þá getur
maður orðið að salt-
stólpa. Það var ágætt
að rifja upp þessi
orð þegar ég yfirgaf
Fréttablaðið.
Þaðsemmérþykir
verst af öllu er þegar
ég heyri lesendur,
eða
í það minnsta sjónar-
horn. Mín kenning
er reyndar sú að sannleikurinn sé
háður sjónarhorninu og hann sé
aldrei tæmandi. Á Fréttablaðinu
var mér falið að gera hvorttveggja,
að vera með fréttaskýringar og
síðan nánast vera með leiðaraefni
þar sem skoðanir líta oft dagsins
ljós. Þetta gerði ég athugasemda-
laust og skrifaði dálkinn Frá degi
til dags en nafnið er komið frá Guð-
mundi Magnússyni sem var rekinn
frá Fréttablaðinu í byrjun árs. Mér
var falið að taka við dálkinum og
úr varð að ég skrifaði þennan dálk
stundum sjö daga vikunnar og gerði
það athugasemdalaust. Þess vegna
kom það mér spánskt fyrir sjónir
þegar ég var kallaður á fund hjá Þor-
steini Pálssyni ritstjóra og Sigurjóni
M. Egilssyni fréttaritstjóra þann 6.
júní þar sem mér var tjáð að ég yrði
tekinn úr stjórnmálaskrifum vegna
þess að skoðanir mínar þóttu hafa
áhrif fréttaskrifin.
Það er þá lágmarks kurteisi að
gefa manni skýringar. Samkvæmt
lögum um opinberar stofnanir er
það skylda og lögbrot að gera það
ekki. Eg bað um einstök dæmi til
rökstuðnings en dæmin komu aldrei.
Einu skýringarnar sem komu voru
frá fréttaritstjóranum um að hér yrði
fólk fært til og það mundi verða gert
áfram, punktur! Ritstjórinn sagði
eitthvað á þá leið að það væri ekki
eitthvað eitt að ræða heldur byggð-
ist þetta á heildarmati. Ég var engu
nær og spurði hvort umkvörtun
Björns Bjarnasonar dómsmálaráð-
herra sem sent var í tölvupósti væri
orsökin. Ekki var ég að slá neinu
áhorfendur segja
að við fjölmiðlafólk
séum léleg. Að við séum ekki nógu
dugleg að velta við steinum, ekki
nógu dugleg við að afhjúpa, að við
verðum samdauna valdinu. Ég tek
þetta alltaf inn á mig og þess vegna
er það draumurinn að fjölmiðlar á
Islandi geti raunverulega sýnt fram
á að þeir vinni samkvæmt sínum
eigin innri lögmálum, óháð til að
mynda fjórflokknum.
Ég get tekið það sem dæmi til
gamans að ég var að blaða í skýrslu
frá stofnun á vegum Evrópuráðsins
sem heitir G.R.E.C.O og hefur með
höndum að hafa eftirlit með mútu-
þægni og spillingu innan landa Evr-
ópuráðsins. Hingað til lands komu
einstaklingar á vegum G.R.E.C.O
fyrir fáeinum árum. Ég var sem
sagt að blaða í þessari skýrslu og við
höfum venjulega alltaf fengið grænt
ljós frá eríendum stofnunum sem
heita fallegum nöfnum á borð við
Transparency Agency. Þá stendur
þarna á einum stað mjög merkileg
setning sem hefði átt að vera útgangs-
punktur fjölmiðlanna: Þjóð sem er
sannfærð um að hjá henni sé engin
spilling er ekki líkleg til að grípa til
aðgerða til að uppræta spillingu. Ég
heyrði líka mann eins og Jón Bald-
vin Hannibalsson segja í kringum
sveitastjórnarkosningarnar að fjöl-
miðlarnir væru lélegir og eini mun-
urinn á þeim þá og nú væri sá að nú
eru þeir lélegir 24 tíma á sólarhring.
Mér finnst þetta vera vond einkunn
og veit ekki alveg hvort hún er rétt-
mæt en ævinlega þegar ég heyri eitt-
hvað svona þá stappar það í mig stál-
inu, ég skal ganga lengra.
Blaíiö/FMI
Jóhann Hauksson blaðamaður:„„Ég tel mig vera mjög frjálsan og tel nauðsynlegt að blaðamenn hafi góða tilfinningu fyrir þvf að þeir
verði að vera eigin herrar á endanum og losa sig undan hagsmunum."
Ég held að fjölmiðlarnir ættu að
setja meiri mannskap, tíma og pen-
inga i að skoða einhver mál ofan í
kjölinn. Það er óvíst að blaðamaður
skili þá jafn miklu af sér dags dag-
lega en ég er viss um að ef fjölmiðl-
arnir gerðu þetta þá myndi það skila
þeim árangri að fá alvöru rannsókn-
arblaðamennsku, en hana þarf að
skipuleggja inn í fjölmiðlana. Ég sá
um daginn að kvóti fyrir um tvær
milljónir væri að fara frá Grímsey.
Bíðum nú við! Kvótakerfið var sett
á fyrir um 20 árum síðan og síðasta
vígi einyrkjanna, Grímsey, er í þess-
ari stöðu núna. Er þetta ekki alveg
rakið fyrir góða rannsóknarblaða-
mennsku? Það eru meira að segja
til nýlegar skýrslur bæði um leigu á
kvóta og kvótaflutninga en það þarf
mannskap og kunnáttu til að lesa sig
í gegnum þetta, spyrjast fyrir um það
og kortleggja.
Það eru til margar skilgreiningar
á frelsi, frelsi frá einhverju og frelsi
til að gera eitthvað. Ég hef mín
mannréttindi og mína sannfæringu
og þar af leiðandi frelsi til að verja
mín viðmið. Við búum í það góðu
velferðarþjóðfélagi að þótt óttinn
við valdið, þrælsótti eða bara vald
buddunnar ógni, þá búum við í
þannig stuðpúðaþjóðfélagi að fallið
er aldrei mjög hátt. Ég held að fólk
hafi gott af því að kynnast því að eng-
inn drepur mann þó maður standi
með sjálfum sér.
Ég get auðvitað ekki haldið því
fram að fjölmiðlar núna, til dæmis
Morgunbíaðið, séu frátengdir
þessum hagsmunaöflum. Ég ætla
ekkert að fara að tala illa um Styrmi
Gunnarsson ritstjóra, en hann er
auðvitað maður sem sat þingsflokks-
fundi Sjálfstæðisflokksins og er í
þessu nána sambandi við flokkinn.
Það hefur enginn véfengt að hann
megi það. Heiðvirður blaðamaður
á Morgunblaðinu spyr á fundi, út af
tölvupóstum sem birtir voru í Frétta-
blaðinu í fyrra þar sem Styrmir
Gunnarsson bar hönd fyrir höfuð
sér, hvernig standi á því að allt þetta
Baugsmál og olíusamráðsmál sé á
borðinu hjá ritstjóranum og sjálf-
stæði tekið af fréttadeildinni. Það
eina sem Styrmir segir er að hann sé
bara í umboði Árvakurs og hann sé
ritstjóri og hann ráði þessu. Eiga fjöl-
miðlar að sætta sig við svona svar?
Áttu blaðamennirnir að gera það?
Trúverðugleiki er Qöregg
hvers (jölmiðils
Afhverju er lítil sem engin rannsókn-
arblaðamennska í íslenskum fjöl-
miðlum í dag?
„Nú hef ég komið býsna víða við.
Fjölmiðlar eru mjög uppteknir af nú-