blaðið - 17.06.2006, Qupperneq 17
blaðið LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006
VIÐTAL I 17
*
inu, að klára daginn. Það er reyndar
merkilegt hvað fólk getur oft gert
miðað við pressuna sem hvílir á
því eins og að fá endalausa viðmæl-
endur. Afrakstur af rannsóknar-
blaðamennsku kemur ekki fram í
svona dagskrárgerð vegna þess að
hún byggir á því að miðillinn sé að
afhjúpa eitthvað og þegar það er gert
er til að mynda oft vonlaust að fá við-
mælendur. Þeir sem eiga hagsmuna
að gæta vilja ekki endilega koma
fram í fjölmiðlum.
Við sjáum það að nýjustu frétta-
veitur í heiminum er að finna á
netinu og byggjast á manninum á
næsta götuhorni. Þetta er farið að
keppa við hefðbundnu miðlana og
blöðin láta undan síga. Það er ekki
víst að þessi hraði og hið aukna
framboð leiði til aukinnar rann-
sóknarblaðamennsku. Ég held að
með því að breyta hugmyndafræð-
inni þá mætti komast frekar í þá átt.
Fjölmiðlamarkaðurinn í landinu
veltir í kringum ío milljörðum á ári.
Ég held að það sé hægt að gera þó
nokkra góða hluti fyrir þennan pen-
ing og ég trúi því að lesendur hafi
áhuga á rökstuddu og vel unnu efni.
Trúverðugleiki er fjöregghvers fjöl-
miðils. Þegar þú ferð undir hnífinn
hjá skurðlækni þá treystirðu því fyr-
irfram að hann kunni til verka. Þú
treystir honum í blindni vegna þess
að hann er fagmaður og þú verður
að reiða þig á það sem hann gerir.
Það væri mjög gott ef fjölmiðlafólk
væri í þeirri stöðu að almenningur
gæti fullkomlega treyst því sem
það hefur að segja. Að sumu leyti
er það þannig ao fólk treystir fjöl-
miðlum og það á’að vera þannig. Ef
uppvíst verður að fréttir séu rangar
og ekki sannreyndar þá dæmir fjöl-
miðillinn sig smám saman út af
markaðinum, góðir blaðamenn og
auglýsendur leggja á flótta. Þetta er
mjög viðkvæmt jafnvægi og ég held
að besta lejðin til að auka trúverðug-
leika sé að fara á dýptina, hafa alltaf
flugufótinn fyrir öllu sem maður
segir. Maður eins og Róbert Mars-
hall gerði mistök sem snertu valdið
í samfélaginu og sagði upp störfum.
Hann gerði reyndar svolítið sérstök
mistök þar sem hann var ekki bein-
línis að halda fram röngum stað-
reyndum heldur las vitlaust ákveðna
hluti. Mistök gerast en hann axlaði
ábyrgðina. Trúverðugleiki er dýru
verði keyptur og það tekur langan
tíma að byggja hann upp. Frétta-
stofa Útvarpsins bar lengi vel höfuð
og herðar yfir aðra en nú er meira
jafnvægi komið á. Ríkisútvarpið
hefur trúverðugleikann svolítið í
nafni þess að vera almannaútvarp.
Almenningur á heimtingu á því að
þeir sem þar starfa séu sínir full-
trúar þó svo að stjórnmálamenn
séu að berja á ákveðnu fréttafólki.
Sjálfstæðið er óvéfengjanlegt, eng-
inn stjórnmálamaður og enginn við-
skiptajöfur getur valsað inn á útvarp
og sagt fólki fyrir verkum."
Landsmenn framselja valdið
En hvað með ráðningar í stöðu
útvarpsstjóra?
„Einmitt, þar eru fulltrúar almenn-
ings, almenningur hefur framselt
þeim vald. Þetta er fulltrúalýðræði
og það er þeim sem þóknast að fara
svona með valdið. I þessu á alltaf
að spyrja um hagsmuni.En þetta
með trúverðugleikann skiptir svo
miklu máli varðandi einkamarkað-
inn af því að það er svo mikið talað
um eigendavald og auglýsendavald.
Það skiptir máli að leikreglurnar
séu það skýrar að kaupendur og
lesendur geti treyst því með ein-
hverjum hætti að hagsmunir ráði
ekki ferðinni. Staðan með ríkisbatt-
eríið er töluvert öðruvísi. Ég vil þá
segja það að það er eingöngu fjöl-
miðlafólkið sjálft sem getur skapað
þennan trúverðugleika, það getur
ekkert eigendavald gert það og það
getur enginn auglýsandi gert það.
Það eru alltaf hagsmunir alstaðar
og það er hlutverk okkar að spyrja
um þá. Stjórnmálamenn misbeita
til dæmis valdi sínu oft á tíðum og
upp hafa sprottið hugtök á borð við
,einkavinavæðing“ og „kvótagreifar'.
Fjölmiðlar eiga að kanna þessi mál
og afhjúpa. Landsmenn eiga heimt-
ingu á því vegna þess að það eru þeir
sem framselja valdið.
Nú hefur verið heilmikil umrœða
um fjölmiðlalög. Hvaða skoðun
hefurþú á því máli?
„Ég held mig enn við að það sé
engin sérstök þörf á fjölmiðlalögum.
Aðalatriðið er að fjölmiðlar eru eins
og hvert annað fyrirtæki. Ef fyr-
irtæki verða uppvís að ólögmætu
samráði eða misbeitingu á mark-
aðsráðandi stöðu þá eru til sam-
keppnislög. Þessi lög geta alveg náð
yfir fjölmiðla og í besta falli mætti
hreinlega efla samkeppniseftirlitið
og sjá til þess að það vinni vinnuna
sína vel. Það að reka almennilegan
fjölmiðil er töluvert mál og ef búta
á eignarhaldið of mikið í sundur þá
verða miðlarnir veikir. Þeir verða
að fá að safna saman styrk sínum
til að geta staðið undir sér. Ef menn
skoða þetta niður í kjölinn þá sjá
þeir að stærsta röksemdarfærslan
er fjölbreytileiki á markaði. Ég held
að fjölbreytileikinn sé mun meiri
nú en áður fyrr og þess utan eigum
við ekki að halda okkur við tvískipt-
inguna: erlendir miðlar, innlendir
miðlar. Þegar fólk kemur heim til sín
þá velur það á milli 40-50 erlendra
sjónvarpsstöðva, fer á netið og
flettir þar í tvö þúsund dagblöðum
og allt fullorðið fólk er læst á ensku.
1 þessu samhengi tel ég því að það
eigi að stefna að vandaðri og trúverð-
ugri rannsóknarblaðamennsku.
Hvað tekurvið íframhaldinu?
Ég þarf ekki að vinna uppsagnar-
frestinn, það var niðurstaðan. Það
er ekkert ákveðið en ég reikna með
að vera áfram í blaðamennsku eða
í fjölmiðlum þar sem ég hef þegar
orðið var við að enn er eftirspurn
eftir mér.
jon@bladid.net
N V
Sjóntækjafræðingur með réttindi
til sjónmælinga og linsumælinga
Vaxtalaus kjör í allt að 24 mánuði*
engin útborgun
Þú hefur oftar ráð á nýjum
gleraugum
2ja mánaða aðlögun á
margskiptum glerjum
Mikið úrval snertilinsa
Fagleg og góð þjónusta
*Gildir ekki um önnur tilboð
Það er léttara en þig grunar
að endurnýja gleraugun þín
Suðurlandsbraut 50,
f bláu húsunum viö Faxafen
Sími: 568 1800
99.........................................................
Það sem mér þykir verst aföllu er þegar ég heyri lesendur, áheyr-
endur eða áhorfendur segja að við fjölmiðlafólk séum léleg. Að
við séum ekki nógu dugleg að velta við steinum, ekki nógu
dugleg við að afhjúpa, að við verðum samdauna valdinu.