blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2006 blaðið Leiðrétting Af frétt Blaðsins síðastliðinn mánudag mátti skilja að Stúdenta- ráð hafi á dögunum mótmælt áliti Kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar í stöðu dósents við tölvunarfræðiskor skólans. Hið rétta er að Stúdentaráð sendi frá sér ályktun þar sem hörmuð eru þau mistök sem áttu sér stað við umrædda ráðningu, sem Stúdentaráð telur bakslag í jafnréttismálum hjá Hl. Skólinn hafi verið leiðandi í jafnréttis- málum síðustu árin, og hafi til að mynda fengið jafnréttisvið- urkenningu árið 2005. Stúdenta- ráð var ekki að mótmæla álitinu, heldur að hvetja stjórnendur skólans til að bregðast við því og halda áfram á þeirri góðu braut sem áður hafi verið mörkuð. Beðist er velvirðingar á þessum misskilningi. Úrvalsvísital- an hækkaði Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,3% í Kauphöll Islands í gær. Ekkert félag lækkaði en bréf Straums Burðaráss hækkuðu um 4,1%, bréf Össurar um 2,4%, bréf Dagsbrúnar um 1,4% og bréf Mosaic Fashions um 1,3%. Milljarða tjón í Straumsvík Talið er að tjón vegna raf magnsbilunar í Álverinu í Straumsvík á mánudaginn nemi milljörðum króna. Að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Alcan á fslandi, brann rafmagnsbúnaður yfir með þeim afleiðingum að slökkva þurfti á öllum 160 kerjum í einum af þremur kerskálum álversins. „Fyrst fór einn spennir og við það hófst keðjuverkun sem varð til þess að þrír spennar brunnu yfir í framhaldi. Á þessu stigi málsins ligg- ur ekki fyrir hver ástæðan fyrir þessari bilun er. A næstunni verður hinsvegar farið í að reyna að greina það," segir Hrannar. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið í álverinu, en kerin sem slökkva þurfti á skemmdust það mikið að ekki verður hægt að koma þeim aft- ur í gagnið. Viðgerðir í kerskálanum munu taka langan tíma og því Ijóst að ekki næst full framleiðsla hjá álverinu fyrr en eftir einhverja mánuði. Borgin geri úttekt á stöðu jafnréttismála Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti í gær samhljóða, tillögu Svan- dísar Svavarsdóttur og Árna Þórs Sigurðssonar Vinstri grænum, um að láta fara fram úttekt á kynjajafn- réttismálum hjá Reykjavíkurborg. Samkvæmt tillögunni sam- þykkir borgarstjórn að fela mann- réttindanefnd að láta gera úttekt á stöðu kynjajafnréttismála hjá Reykjavíkurborg. „Nefndin afli upplýsinga um skiptingu kynja í nefndir og ráð, launakjör starfs- manna eftir kynjum, verkaskipt- ingu hjá sviðum og stofnunum borgarinnar og viðhorf embættis- manna til kynjajafnréttis á þeim stofnunum og sviðum sem þeir eru í forsvari fyrir. Nefndin skili nið- urstöðum og tillögum til úrbóta sé þeirra þörf, fyrir lok árs 2006,” segir í tillögunni. ItilkynningufráVinstrigrænum kemur fram að niðurstöður úr vinnu mannréttindanefndarinnar séu mikilvægt tæki til að bæta enn frekar stöðu kynjajafnréttismála hjá borginni. „Borgarfulltrúar Vinstri grænna eru afar ánægðir með breiðan stuðning allra borg- arfulltrúa við ofangreinda tillögu,“ segir þar ennfremur. Fórnarlamb á Selfossi komst naumlega undan Móðir stúlku sem varð fyrir hrottalegri árás á Selfossi segist þakklát fyrir að ekki hafi farið verr. Fólk á Selfossi er óttaslegið vegna atburðanna. Eftir Val Grettisson Sauma þurfti tuttugu og fjögur spor í handlegg stúlku sem komst undan nauðgunartilraun á heimili sínu á Selfossi í byrjun júní. Árásin átti sér stað þegar stúlkan var á leið heim til sín frá skemmti- staðnum Pakkhúsinu um miðja nótt. Að hennar sögn elti maður af erlendum uppruna hana frá staðnum en hann hafði einnig verið gestur þar. Þegar stúlkan var að fara inn á heimili sitt í fjölbýlis- húsi við Álftarima réðst maðurinn á hana og reyndi að þröngva henni til samræðis. Stúlkan sem er tvítug barðist á móti en maðurinn greip hníf sem var á heimilinu og skar hana í and- lit, handlegg og líkama með þeim af- leiðingum að sauma þurfti 24 spor í handlegg og fjögur í andlit. „Hann læddist inn á eftir henni,“ segir móðir stúlkunnar. Hún segir að þegar inn hafi verið komið hafi maðurinn ráðist á hana og reynt að nauðga henni. Dóttir hennar barðist um hæl og hnakka með fyrr- greindum afleiðingum. „Ég veit ekki hvaða lán vakir yfir henni en maðurinn hefði hreinlega geta gengið frá henni,“ segir móðir hennar, þakklát fyrir að ekki fór verr. Maðurinn var með hanska að sögn móðurinnar og segir hún það til marks um hversu yfirveguð og hrikaleg þessi árás var. Ekki er vitað hvernig stúlkan komst undan árás- armanninum en móðirinn segir að hugsanlega hafi komið styggð að honum. Fólk á Selfossi slegið óhug „Hún er flutt aftur til okkar,“ segir móðir stúlkunnar en hún var nýflutt á Álftarima þegar árásin átti sér stað. Stúlkan á barn og segir móðirin að til allra lukku hafi það verið heima hjáafaogömmu ípössun. Hún segir dóttur sína enn afar skelkaða eftir árásina og ekki bætir úr skák að maðurinn gengur laus og lítið virðist vera vitað um afdrif hans. „Fólk á Selfossi er verulega óttaslegið vegna þessa,“ segir móðirin. Sjálf segist hún eiga erfitt með einbeitingu í vinnunni og er slegin óhug. Árásarmaðurinn ófundinn Vinkonur stúlkunnar komu fyrstar á vettvang eftir árásina en þá hafði hún hringt í þær og sagst hafa skorið sig. Að sögn vinkonu hennar var erf- itt að skilja hana vegna geðshræring- arinnar sem hún var í. Hún segir að þær hafi bankað hjá henni en enginn svarað þannig að vinkonurnar ákváðu að spenna upp glugga til þess að komast inn til hennar. „Þetta var það ljótasta sem ég hef séð,“ segir vinkona stúlkunnar um aðkomuna. Árásarmaðurinn var þá farinn á brott en stúlkan var afar illa haldin þegar vinkonurnar komu henni til hjálpar. Maðurinn er enn ófundinn. Lýs- ing stúlkunnar á honum er sú að hann sé frekar grannur en sterk- byggður, um 182 sm á hæð, með stór augu og dökkbrúnt stuttklippt hár. Sérstaklega tók hún eftir djúpum broshrukkum við augu. Maðurinn var með stórar og breiðar hendur. Hann talaði lélega ensku, þjóðerni er óþekkt. Maðurinn var í svörtum, fráhnepptum frakka sem náði niður á mið læri, ljósbláum gallabuxum og í röndóttri dökkri skyrtu. Lögreglan á Selfossi biður alla sem geta gefið upplýsingar um manninn að hringja í síma 480 1010 valur@bladid Kínverji til tungslins Long Lehao, einn af yfirmönnum Kínversku geimferðastofnunar- innar, lýsti því yfir á mánudag að stofnunin ætli sér að senda mann til tungslsins fyrir árið 2024. Long Lehao sagði í viðtali við dagblað í Hong Kong að geim- ferðastofnunin hyggist skjóta á loft ómönnuðu geimfari í mars eða apríl á sporbaug um tunglið til þess að rannsaka aðstæður á yfirborði þess fyrir fyrirhugaða tunglferð. Hann bætti því við að Kínverjar hafi loksins tækni- og efnahagslega getu ásamt mann- auði til þess að takast á við verkefnið. Kínverjar hafa undan- farin ár gert sig í auknum mæli gildandi á sviði geimrannsókna. Árið 2003 fet- uðu Kínverjar í fótspor Banda- ríkjamanna og Sovétmanna og afrekuðu að senda mann á spor- baug um jörðu. Þeir endurtóku svo leikinn í október í fyrra. Verður þetta næsti áfangastað- ur Kínverja? Ráðherraskipti veikja pólitíska forystu Eftir Atla Isleifsson Óvenju mikið hefur verið um manna- breytingar í ríkisstjórn íslands á yf- irstandandi kjörtímabili. Það vekur upp spurningar um hvort ráðherrar séu að einhverju leyti veikari og um leið hvort völd embættismanna ráðuneytanna aukist að sama skapi. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að ekki sé hægt að stilla stjórnmálamönnum og embættismönnum upp sem and- stæðum í íslenska kerfinu. „Æðstu embættismenn og stjórn- málamenn eru saman í liði. Þeir eru að vinna saman og ekki að keppa um völd,“ segir Gunnar Helgi. Meðal þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á ríkisstjórninni má nefna að fyrr í mánuðinum tóku Geir H. Haarde, Valgerður Sverris- dóttir, Jónína Bjartmarz, Magnús Stefánsson og Jón Sigurðsson öll við starfi í nýjum ráðuneytum. Talsvert hafði verið um mannabreytingar þar áður á kjörtímabilinu. Embættismenn hollir Aðspurður hvort að þetta þýði aukin áhrif ráðuneytisstjóra segir Gunnar Helgi að það fari eftir ýmsu. „Að öðru jöfnu má gera ráð fyrir því að það taki einhvern tíma fyrir ráðherra að ná tökum á ráðuneyti sínu og á meðan má segja að ráðu- neytið reki sig að vissu leyti sjálft með sínu fasta starfsliði. Við slíkar aðstæður ráða þeir mestu sem efst eru í skipuriti ráðuneytisins, ráðu- neytisstjórinn þar með talinn.“ Gunnar Helgi telur að íslenskir embættismenn hafi almennt verið frekar hollir þeirri stefnu sem rík- isstjórnin marki hverju sinni, þó að finna megi einstök dæmi um annað. „Ég held að embættismenn vilji gjarnan hafa öfluga ráðherra. Ráðherrar eru þarna til að taka erfiðar ákvarðanir. Þeir þurfa að forgangsraða, móta stefnu til lengri tíma, skera niður þegar þarf að gera það og neita ýmsum beiðnum. Þetta eru þættir sem erfiðara er fyrir emb- ættismenn að gera. Þegar embættis- menn þurfa að sækja eitthvað inn á vettvang ríkisstjórnar eða löggjaf- arvaldsins, þá eru þeir illa staddir ef þeir hafa ekki öfluga ráðherra,“ segir Gunnar Helgi. Vinnur saman Að sögn Gunnars Helga vinnur vald stjórnmálamanna og emb- ættismanna svolítið saman. „Ég held að það sé engum hagsmunum þjónað með því að yfirstjórnin sé veik. Hvorki hagsmunum stjórn- málamanna, né starfsmanna ráðuneytanna.“ Gunnar Helgi segir að hin pólit- íska forysta veikist ef ráðherraskipti eru oftíð. „Það liggur í hlutarins eðli. Það er náttúrlega hlutverk hennar að marka stefnu til lengri tíma og taka erfiðar ákvarðanir. Það þýðir að sá hlekkur í lýðræðiskeðjunni veikist ef mannaskiptin eru of tíð.“ atlii@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.