blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 21.JÚNÍ 2006 blaðið Pað er fallegt vlð Skógarfoss Island er nú komið í sumarskrúða og skartar þvf sínu fegursta. Þrátt fyrir að veðrið á iandinu gæti oft verið betra kemur það ekki í veg fyrir að ferðalangar nái að njóta náttúrufegurðarinnar, eins og þessi ferðamaður fékk að reyna við Skógarfoss á dögunum. „Anægjulegar fréttir fyrir Eyjamenn" Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, segir að niðurstaða starfshóps samgönguráðherra sem fjallaði um samgöngur við Vest- mannaeyjar séu afar ánægjulegar fréttir fyrir íbúa þar. „Starfshópur ráðherra hefur nú lokið vinnu sinni og hann leggur til að þessi bylting- arkenndi möguleiki, ferjuhöfn við Bakkafjöru, verði settur á oddinn,“ segir Elliði. Starfshópurinn sem Sturla Böðv- arsson, samgönguráðherra, skipaði í maí 2004 til að fjalla um samgöngur við Vestmannaeyjar leggur til í lokaskýrslu sinni að skoðuð verði nánar sú lausn að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru. Jafnframt eru lagðar til nokkrar frekari athuganir áður en yfirvöld taka ákvörðun. „Vestmannaeyjar eru einhver eft- irsóttasti ferðamannastaður á land- inu og atvinnulíf hér er mjög blóm- legt með mikla möguleika til vaxtar. Framtíð alls þessa er þó algerlega háð samgöngum. Ég er sannfærður um að ráðherra ásamt ríkisstjórn- inni allri muni nú leggjast á eitt um að koma samgöngum til Vestmanna- eyja í það horf sem sæmir nútím- anum,“ segir Elliði. Styttri ferðatími í skýrslu starfshópsins segir um jarð- göng að þótt tæknilega sé mögulegt að grafa göng milli lands og Vest- mannaeyja, séu jarðfræðilegar að- stæður mjög erfiðar og raunhæfar kostnaðartölur um slíka vegteng- ingu séu á bilinu 40 til 70 milljarðar króna. Starfshópurinn álítur að veru- legar umbætur geti orðið með tilkomu ferjuhafnar í Bakkafjöru. Fram kemur að styttri ferðatími gæti haft í för með sér nýja mögu- leika í samvinnu sveitarfélaga, fleiri atvinnutækifæri þar sem atvinnu- svæði tengjast, aukin viðskipti og fleiri sóknarfæri til ferðaþjónustu. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra mun á næstunni kynna í rík- isstjórn skýrslu nefndarinnar og til- lögur sínar um næstu skref. Fjármálaráóuneytið spáir 7,8% verðbólgu árið 2006 Miklargjald- eyristekjur Gjaldeyristekjur íslendinga af fjárfestingum erlendis sem og lánveitingum til erlendra aðila hafa færst verulega í aukana á undanförnum árum, og er nú svo komið að um fjórðungur gjaldeyristekna er tilkominn vegna fjármagnstekna erlendis. Þetta kemur fram í Morgun- korni Glitnis í gær. „1 upphafi þessa áratugar vigt- uðu vaxtatekjur erlendis frá sem og ávöxtun hlutafjár samanlagt um 5% af gjaldeyristekjum þjóð- arinnar. Nú er vægi þessara tekna hins vegar komið upp í 25%. Starfsemi þessi skapar því um fjórðung gjaldeyristekna þjóðarinnar eða fimm sinnum stærra hlutfall en fyrir fimm árum. Kemur þetta fram í tölum sem Seðlabankinn hefur nýlega birt,“ segir um málið í Morgun- korni Glitnis í gær. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði 4,7% í ár og verðbólga 7,8%. Þetta kemur fram í endurskoðaðri þjóð- hagsspá fyrir árin 2005 til 2008 sem fjármálaráðuneytið birti í gær. Þjóð- hagsspáin er uppfærð í ljósi nýrra upplýsinga um efnahagsþróun. í spánni er gert ráð fyrir talsvert meiri verðbólgu en ráðuneytið spáði í apríl. I endurskoðaðri spá segir að verð- bólga verði 7,8% á þessu ári, en lækki í 4,6% árið 2007 og 2,6% árið 2008. Áætlað er að hagvöxtur hafi verið 5,5% árið 2005. „Árið 2006 er gert ráð fyrir að hægi á vexti þjóðarútgjalda, en að aukinn útflutningur áls segi til sín og hagvöxtur verði 4,7%. Við. lok núverandi stóriðjuframkvæmda árið 2007 verður umtalsverður sam- dráttur í fjárfestingu. Þrátt fyrir það mun bati í utanríkisviðskiptum ná að viðhalda hagvexti sem er spáð tæp- lega 1% það ár,“ segir í spánni. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að viðskiptahallinn verði áfram mik- ill í ár, eða 15,9% af landsframleiðslu, en hann var 16,5% í fyrra. Spáð er að viðskiptahallinn minnki hratt í kjöl- far vaxandi útflutnings á áli og sam- dráttar í innflutningi og verði 7,8% af landsframleiðslu 2007. Atvinnuleysi eykst „Atvinnuleysi hefur minnkað ört og áætlað er að það verði að meðaltali 1,5% af vinnuafli í ár en aukist í 2,3% mbl.is | í skýrslu vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins segir að Islendingar hafi stundað vísinda- veiðar of nálægt landi til að úrtak geti talist marktækt. í samantekt vísindamannsins Russell Leaper hjá nefndinni kemur fram, að ástæðan sé einkum slæm veðurskilyrði fjær ströndum og að lögð verði áhersla á að jafna úrtakið svo það endurspegli breytilegt mat- aræði dýranna sem veidd eru. Leaper segir að áhugavert verði að fylgjast með því hvort íslendingar standi við það að veiða fjær landi þar sem því fylgi líklega aukinn kostnaður. Þá segir í samantektinni að þótt íslenskir vísindamenn hafi árið 2007 og 3,0% árið 2008, þegar hægir á í efnahagslífinu,“ segir í spánni. Þá er því spáð að kaup- máttur ráðstöfunartekna aukist um 3,5% í ár og 3,3% árið 2007. I tilkynningu frá ráðuneytinu er sagt frá því að helstu óvissuþættirnir í spánni varði viðræður aðila vinnu- markaðarins um kjaramál, frekari stóriðjuframkvæmdir, gengi krón- unnar og alþjóðleg efnahagsmál. verið beðnir um upplýsingar um fyr- irfram ákveðnar aðferðir við leit og úrtak, þá hafi engar nákvæmar upp- lýsingar verið gefnar. Einnig er gagnrýnt hjá vísinda- nefndinni að íslendingar hafi enn ekki stofnað skrá yfir erfðaefnis- gerðir, en íslendingar hafa svarað því til, að greining á sýnum hefjist á næsta ári svo fremi sem fjármagn fáist. Leaper segist undrast að stjórn- völd hafi ekki lagt fram fjármagn til greiningarinnar, þar sem yfirlýst markmið vísindaveiðanna sé að bera saman erfðafræðilega uppbygg- ingu hrefnustofna við ísland, Noreg, Færeyjar og Grænland. Guðmundur aðstoðarmaður félagsmálaráðherra Guðmundur Páll Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðar- maður Magnúsar Stefánssonar, félagsmálaráðherra. Guðmundur Páll tekur við starfinu af Sæunni Stefánsdóttur sem gegndi áður starfi aðstoðar- manns Jóns Kristjánssonar, en hún mun taka sæti á Alþingi í haust. Guðmundur Páll er fæddur 1957 og hefur starfað frá árinu 1986 hjá Haraldi Böðvars- syni hf. og HB Granda hf. sem starfsmannastjóri. Þágegndi Guð- mundur Páll embætti bæjarstjóra á Akranesi frá nóvember 2005 til 11. júní siðastliðins. Atvinnuleysi minnkar á Suðurnesjum Atvinnuleysi á Suðurnesjum í maí minnkar á milli ára sam- kvæmt skýrslu Vinnumálastofn- unar í ár og hefur ekki verið jafn- gott ástand síðan árið 2000. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, segir þetta gleðitíðindi en alls ekki hafa komið sér á óvart því hann hafi sagt þetta allan tímann. Óttast var að atvinnuleysi myndi aukast mikið eftir að varnaliðið sagði upp öllum ís- lenskum starfsmönnum upp á varnarsvæðinu. Árni segir að með samhentu átaki bæjarstjórnar, ráðgjafa- þjónustu og fyrirtækja bæjarins um að ráða fólk í vinnu hafi tek- ist að afstýra því að það ástand skapaðist sem svartsýnustu menn spáðu fyrir. „Það eru um nítíu til hundrað manns komnir með vinnu,“ segir Árni en enn er nokkuð um fólk sem ekki hefur fengið starf. Árni segir að þrátt fyrir að bjart sé yfir Suðurnesjum þurfi að hafa varann á. Vísindaveiðar stund- aðar of nálægt landi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.