blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 16
16 I MATUR MIÐVIKUDAGUR 21.JÚNÍ 2006 blaöiö U 8 GRILLAÐ MEÐ HEREFORD GUÐNIÁHEREFORD Prjár hugmyndir að krœklingi sem forrétti á undan steikinni konar klemmur og svo má dýfa 1 bolli fínsaxaður rauðlaukur Hægt er að kaupa þrjár tegundir af kræklingi í verslunum Hagkaupa og Nóatúns en hver pakkning er ætluð sirka tveimur persónum. Þær tegundir sem hægt er að fá eru kræk- lingur í provencial tómatlegi, kræk- lingur í hvítlauksmaríneringu og svo kræklingur án maríneringar en við erum með uppskrift að legi fyrir hann. Uppskrift að maríneruðum kræklingi fyrir fjóra 2 pakkar kræklingur 2 dl rjómi 6 dl hvítvín 12 stk grófsaxaðir hvílauksgeirar í búnt fínsöxuð steinselja salt og pipar eftir smekk BlaöiDMki Blandið öllu nema steinseljunni saman í pott og setjið pottinn á grillið. Látið suðuna koma upp. Setjið þá kræklinginn í og lokið yfir í ca. 4-5 mín. eða þar til kræklingur- inn er búinn að opna sig. Athugið að ekki er ráðlegt að borða úr þeim skeljum sem opnast ekki. Til að borða kræklinga án þess að verða of skítugur á fingrunum er upplagt nota skeljarnar sem eins- fingrunum annað slagið í heitt vatn með sítrónu líkt og þegar humar er snæddur. Við þetta myndast oft skemmtileg stemning. Humarfylltar grísaiundir með papriku- og apríkósu-chutney 8oo gr hreinsaðar grísalundir 8-12 humarhalar, pillaðir og hreinsaðir Setjið humarhalana í frysti í ca. 15 til 20 mín. Stingið enda á trésleif í gegnum lundina og troðið humr- inum í. Kryddið með salti og pipar. Grillið svo í ca. 5-6 mín. á hvorri hlið. Færið síðan upp á efri grindina í grillinu og látið malla í ca. 5 mín. Papriku- og apríkósu-chutney !4 bolli bökuð og söxuð paprika (fæst tilbúin í Hagkaup) 2/3 eplaedik ‘/2 bolli þurrar, saxaðar apríkósur 1/3 bolli gular rúsínur !4 bolli sykur !4 bolli brúnn sykur 1 msk. ferskt, saxað engifer 1 tsk. malaður pipar '/2 tsk. salt Vi tsk þurrt sinnep 3 fínsöxuð hvítlauksrif Fínsaxið öll hráefnin. Setjið upp meðalstóran pott, látið suðuna koma upp og mallið á hægum hita í ca. 20 mínútur eða þar til byrjar að þykkna. Með grisalundunum er einnig gott að bera fram grillaðan rauðlauk og grillaðar kartöfluskífur. Klæjar þig í tærnar? Gætu það verið fótsveppir? ...einu sinni á dag í viku drepur fótsveppinn Lífrænt jógúrt slær rækilega í gegn Framleiðendur anna ekki eftirspurn. Undanfarin þrjú ár hafa heilsusinnar glaðst yfir nýrri íslenskri tegund af jógúrt sem finna má í hillum flestra mat- vöruverslana. Þessi framleiðsla kemur frá Biobúi, en í júlí árið 2002 hófu hjónin Dóra Rut og Kristján Oddsson að stunda lífræna mjólkurframleiðslu að Neðra Hálsi í Kjós. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins er Helgi Rafn Gunnarsson viðskiptafræðingur. Um lífrænt jógúrt Lífrænt jógúrt er sagt vera eins og jógúrt á að vera. Mátulega þykkt með fersku og lifandi bragði. Það er búið til úr mjólk úr kúm sem fóðraðar eru eingöngu á grasi. Ferska og milda bragðið kemur frá vinalegum jógúrtgerlum og lífrænt ræktuðum ávöxtum. Mikið magn ensíma og önnur holl- usta jógúrtsins er svo sagt vera afrakstur þrautseigju og þolin- mæði. Lífrænt jógúrt er tilvalinn kostur fyrir fólk sem sækist eftir heilbrigðari lífsstíl og fyrir fólk sem vill vita hvað það er að borða. Jógúrtið er án aukefna og fyrir sýr- ingu á mjólkinni er engu bætt í og ekkert tekið úr. Enginn hvítur sykur er notaður og allt hráefni er lífrænt ræktað. í ávaxtajógúrtið er notaður lífrænn hrásykur. Meira af Omega-3 Nokkrar erlendar rannsóknir hafa sýnt að mjólk sem framleidd er með lífrænum aðferðum hefur meira af lífsnauðsynlegum fitu- sýrum, eins og Omega-3 og svo af fitusýrunni CLA.( 4-7 sinnum meira. Fer eftir árstíma og fóðrun.) Islensk samanburðarrannsókn hefur staðfest að um 28% meira er af omega-3 í lífrænni mjólk. CLA er einnig fjölómettuð eins og om- ega-3. Þessar fitusýrur eru taldar mikilvægar fyrir efnaskipti líkam- ans og geta verndað okkur fyrir ýmsum læknisfræðilegum vanda- málum, þar á meðal þunglyndi. Þá hefur Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Danmörku einnig rannsakað innihald andox- unarefna og vítamína í lífrænni og hefðbundinni mjólk og sýna þær rannsóknir að lífræn mjólk í niu af hverjum tíu sýnum inniheldur mun meira af náttúrlegum E-vít- amínum en hefðbundin mjólk. Það hefur m.a. í för með sér að geymsluþol hennar er betra. Auk þessa sýna rannsóknirnar að innihald carótenóíða er tvisvar til þrisvar sinnum hærra í líf- rænni mjólk en hefðbundinni, en það hefur áhrif á bragðið því efnið á sinn þátt i að mynda ýmsa bragð- þætti mjólkurinnar. Jógúrtið er auk þess ríkt af próteini, kalki, og steinefnum. Til viðbótar við E vít- amínið fylgja fitunni einnig fitu- leysanlegu vítamínin A og D. Að jafnaði er minni mjólkursykur i lífrænu jógúrt sem er jákvætt fyrir fólk með mjólkuróþol. Anna ekki eftirspurn Neytendur velja lifrænt meðal annars vegna þess að þeir telja að náttúrlegri framleiðsla gefi af sér hollarimatvörur. Rannsóknirstað- festa þetta og það gera íslenskir kaupmenn líka því að sögn Helga Rafns er staðan orðin þannig að Biobú þarf að skammta verslunum lífrænt jógúrt. Fyrirtækið hefur i hyggju að byrja að framleiða fleiri vörutegundir en eins og staðan er í dag strandar framleiðslan á skorti á lífrænnni mjólk. Þetta stendur þó til bóta því í haust er gert ráð fyrir að bændunum hjá Biobúi ber- ist liðsauki frá öðrum bónda. fumarsteikin fullkomnuð! Orientdl BBQ-marinerinv meiUara flr?entínu komin í venlanir Oriental BBQ-marinering meistara Argent/nu steikhúss hefur notið gríðarlegrar hylli gesta staðarins í 16 ár. Nú er þessi óviðjafnanlegi kryddlögur fáanlegur í verslunum svo að eldklárir grillmeistarar heimilanna geta nýtt sér hann til aukinna vinsælda í sumar. Það er engin ástæða til að láta sér liða illa á besta tima ársins. Komdu og fáðu ráðgjöfhjá okkur. Vlyf&heiísa Við hlustum! Lamisil er borið á einu sinni á dag í eina viku. Hreinsíð og þurrkið sýkt svæði vel áður en Lamisil er borið á. Bera skal Lamisil á í þunnu lagi á sýkta húð þannig að það þekji allt sýkta svæðið. Lamisil er milt og veldur mjög sjaldan húðertingu. Lamisil inniheldur terbinafin sem er sveppadrepandi (fungisid) efni og vinnur á sveppasýkingum í húð af völdum húðsveppa, gersveppa og litbrigðamyglu (“lifrarbrúnir blettir”). Lamisil á ekki að nota gegn sveppasýkingum í hársverði, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Það má ekki nota ef þekkt er ofnæmi fyrir terbinafini eða öðrum innihaldsefnum í Lamisil. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarseðil sem fylgir hverri pakkningu. Fullkomnaðu grillsteikina að hætti Argentínu steikhúss!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.