blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 18
26 I HEIMILX MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2006 blaðiö Grillið er mikið nýtt á sumrin en því miður þarf líka að halda því við með þrifum. Hreint grill er gott grill Grilltímabilið er í hámarki um þessar mundir og því fylgir lokk- andi ilmur um hverfið á kvöld- matartíma. Islendingar nýta yf- irleitt sumarið til hins ýtrasta og grillið er því óspart notað, hvort heldur sem er gasgrill eða gamla góða kolagrillið. Grillin eiga það hins vegar til að verða ansi skítug eftir notkun, bæði vegna fitu sem lekur á milli rimlanna auk þess sem grænmeti og annað dettur af grindinni. Komið í veg fyrir óhreinindi Það eru ýmsar leiðir til þess að halda grillinu hreinu sem lengst. Til að mynda má pensla grind- ina með olíu áður en kveikt er á grillinu en það kemur í veg fyrir að matur festist á grindinni. Þó verður að fara varlega þar sem það má aldrei setja olíu á grillið eftir að kveikt hefur verið á því, einungis þegar það er kalt. Sumir kjósa að renna lauk eftir grind- inni þegar grillið er orðið heitt en það þrífur grindina og kemur í veg fyrir að matur festist við þær. Hins vegar er nauðsynlegt að þrífa grindurnar eftir hverja notkun. Það fer betur með þær og auðveldar þrifin. Svo má vitan- lega ekki gleyma yfirbreiðslunni en hún er nauðsynleg ef ætlunin er að fara vel með grillið. Þrif á gasgrilli Breiðið yfir grindurnar með ál- pappír til að þær hitni betur, lokið grillinu og stillið á hæsta hita í tíu mínútur. Varist að hita grillið ekki um of og hafið einungis kveikt á því í tíu mínútur. Þegar grindurnar eru orðnar kaldar notið harðan bursta til að fjar- lægja ruslið af grindunum. Þar á eftir er best að þrífa grindurnar vandlega með sápu og vatni. Ryð má fjarlægja með olíu. Þrif á kolagrilli Eftir að búið er að nota grillið og það er örugglega orðið kalt þarf að tæma það og henda kol- unum. Búið til kúlu úr álpappír og nuddið henni yfir grindina til að fjarlægja matarafganga og annað. Grindin er síðan þvegin upp úr heitu sápuvatni. Áhöld fyrir Eldhús í dag gegna að miklu leyti öðru hlutverki en fyrir nokkrum tugum ára. Vitanlega eru þau ennþá nýtt til eldamennsku en í dag eru þau oröinn meiri samverustaður en áður. Oft á tíðum er eldhúsið nokkurs konar stofa þar sem fólk hittist, gæðir sér á góðum mat eða situr jafnvel bara við eldhúsborðið og rabbar tímunum saman. Það er því meiri íburður í eldhúsi nútím- ans auk þess sem hefðbundin eldhúsáhöld fylgja tískunni. Það sem áður var falið inn í skáp má stilla upp sem fallegu punti í dag. Hver kannast ekki við að hafa átt gamlan og brotinn pískara, ljótan ketil sem var löngu hættur aö pípa og smákökubox sem engin prýði var að? Blaðiö fór á flakk og leitaði upp fallega hluti sem væri synd að henda inn í skáp enda listrænir og fallegir. svanhvit@bladid.net Smekklegur bakki sem ertil í þremur litum. Kokka, 7.500 krónur. \ Falleg stálfata sem er tilvalin til að kæla drykki í sumarhitanum. Kokka, 4.500 krónur. Hver kannast ekki við það að eyða endalausum pokum undir oststykkið. Væri ekki gáfulegra að kaupa svona fallegt osta- box þannig að osturinn sé alltaf á sínum stað, vel varðveittur. Lífog list, 3.790 krónur Þessi sniðuga Eva Solo skál geymir ísklaka í nokkra klukkutíma og er því tilvalin í veislum. Auk þess má fylla hana af vatni og frysta. Með einum snúningi brotnar ísinn í klaka. Einfalt, þægilegt og glæsilegt. Líf og list, 6.230 krónur. Pensiil er mikið notaður í elda- mennsku og því ein af skyldueignum kokksins. Líf og list, 2.390 krónur. Huggulegur íverustaður Flestir nýta sumarið til útiveru og hreyfingar en eins og veðrið hefur verið undanfarið eru ansi margir sem kjósa að vera innandyra. Það er þvi tilvalið að nota þessa ótal rigningardaga í það að gera heim- ilið að slakandi og huggulegum íverustað. Það er þá hægt að bjóða gestum heim í sjarmerandi andrúmsloft þar sem allir gleyma rigningunni úti við. Gleðin býr heima Það er ekki ríkidæmi eða gnægð hús- gagna sem segja til um hvort heimili sé huggulegt. Frekar er það andinn sem ríkir á heimilinu og hvort það sé fyllt gleði. Það er því auðvelt að hafa huggulegt í kringum sig, án þess að peningarnir þurfi að flæða. Fyrst og fremst er að hafa gaman af lífinu og njóta heimilisins, einungis þá geta aðrir notið þess að dvelja þar. Upplyfting andans Til að gera heimilið sem þægilegast fyrir sálina og líkamann er hægt að leita í aðra menningu, eins og Feng Shui eða þess háttar kenningar. Einnig geta innanhússarkitektar gefið ráð um hvernig beri að gera heimilið sem huggulegast. Fyrir þá sem kjósa að eyða litlum sem engum peningum í breytingarnar er tilvalið að kaupa haug af innrétt- ingatímaritum og fá innblástur úr þeim. Það er auðveldlega hægt að búa til umhverfi sem býður ham- ingju, vináttu og ást velkomna með því einu að færa til húsgögn og bæta við nokkrum ódýrum hlutum. Huggulegt athvarf Breyttu svefnherberginu í þægilegt hvíldarherbergi, athvarf sem hægt er að flýja í og leita endurnæringar þegar lífið verður of erfitt. Málaðu herbergið í fallegum lit og hafðu gluggatjöldin hlýleg. Teppi og púðar gera herbergið hlýlegra og heimilislegra. Smáatriði skipta miklu máli Það þarf ekki að mála alla íbúðina eða skipta út húsgögnum til að fylla heimilið af lífi og hlátri. Hugaðu að smáatriðinum því þau geta skipta ótrúlega miklu máli. Til dæmis má fylla íbúð af ást og lífi með því einu að gera myndir af ástvinum sýnilegar. Það fyllir heimili hlýju og gerir það vinalegt. Kerti eru alltaf áhrifamikil og eins er huggulegt að teppi á sófanum fyrir gesti og gang- andi sem þurfa að hlýja sér. Blómlegt heimili Það er fátt heimilislegra en falleg blóm í stofu og herbergjum. Blóm eru ekki bara heimilisleg heldur færa þau ákveðna hlýju og líf utan frá. Ræktið falleg blóm í fallegum litum innandyra og heimilið verður allt annað. Það er ekki ríkidæmi eða gnægð húsgagna sem segja til um hvort heimili sé huggulegt. Frekar er það andinn sem ríkir á heimilinu og hvort það sé fyllt gleði.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.