blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 20
28 I FJÖLSKYLDAN MIÐVIKUDAGUR 21.JÚNÍ 2006 blaðið Herdís L. Storgaard Forstöðumaður Sjóvá Forvarnahúsið Forðið börnunum írá íikti með eldfim efni Fjölrniðlar greindu nýlega frá unglingspilti sem slasaðist þegar hann var að fikta með bensín. Þess er skemmst að minnast að samskonar slys varð í fyrra þegar tveir drengir slösuðust alvarlega í Grafarvogi. Séu tölur yfir slys á börnum og unglingum skoðaðar kemur í ljós að 2-3 drengir eða ung- lingar slasast alvarlega árlega af völdum fikts með eldfima vökva. Almenningur verður að vera á varðbergi Það er á ábyrgð okkar allra að gæta þess að eldfim efni séu ekki geymd þar sem börn og unglingar komast í þau. Mikilvægt er að kanna hvort eldfim efni liggi frammi í geymsl- unni, bílskúrnum eða í garðinum. Ef svo er þarf að koma þeim fyrir þar sem börn komast ekki í þau. Sjáist til barna sem eru að fikta með eld er mikilvægt að tilkynna það lögreglu í 112 en slíkt getur komið í veg fyrir alvarleg slys. Ekki má gleyma eignatjóni sem orðið getur við þennan hættulega leik barna. Eldfimum vökva stolið Mörg dæmi eru um að börn hafi tekið eldfima vökva ófrjálsri hendi í verslunum og bensínstöðvum og síðan notað þá til að kveikja í rusli í hverfinu. Mikilvægt er að þessir aðilar séu á varðbergi og gæti þess að geyma eldfima vökva á stöðum þar sem þeir eru síður aðgengi- legir börnum. Foreldrar og forráðamenn verða að brýna fyrir börnum sínum hættur og afleiðingar sem fylgt geta fikti með eldfima vökva. Mik- ilvægt er að gæta að því að ekki leynist eldspýtur eða kveikjari í vö- sum barna eða í herbergi þeirra. Herdís L. Storgaard herdis.storgaard@sjova.is forstöðumaður Sjóvá Forvarnarhúsið Mikilvægt er að kanna hvort eldfim efni liggi frammi I geymslunni, bílskúrnum eða í garðinum. ERNA OG KRISTÓFER ERU VINNINGSHAFAR í SUMARLEIK EXIT í KRINGLUNNI OG SMARALIND. ÞAU FENGU ÞESSI GLÆSILEGU HJÓL í VINNING. Sumarföt í rigningunni! Veðrið hefur ekki leikið við landsmenn það sem afer sumri ogþví hafa sumarfötin fengið að hanga inni í skáp. Börnin láta veðrið ekki stöðva sig og leika sér úti í rigningu, súld eða roki. Enda engin ástæða til annars. Þrátt fyrir að góða veðrið láti bíða eftir sér er nauðsynlegt að eiga einhverfalleg sumarföt, hvortsem það er kjóll, stuttbuxur eðajafnvel regnjakki ogfalleg stígvél. Hvaðeina sem er nauðsynlegt til að hœgt sé að eyða deginum úti við. Blaðið fór á stjá og skoðaði úrvalið í nokkrum barnafataverslunum og var það ekki afverri endanum. Hnokkarog hnátur Bláar buxur 3.890 kr. Röndóttur bolur 1.890 kr. Appelsínugulur bolur 1.690 kr. Sokkar 495 kr. 6?ó?ó?ó?o? O?o0oð r?Ó?<>$Ó?Ó?Ó?Ó?Ó?Ó?b9ó?. ^&^?0?Ó?Q?O?O?©X$?pÖé Hnokkar og hnátur Kjóll 3.750 kr Bleikar buxur 2.390 kr. Bleikur bolur 2.890 kr. Adams Adams Pils 2.995 kr. Gallajakki 2.495 kr. Hvítur bolur 795 kr. Hattur 995 kr. Taska 995 kr. Du Pareil Au Méme Gallabuxur 3.190 kr. Jakki 3.790 kr. Pólóbolur 1.990 kr. Buxur 2.495 kr. Bolur 1.295 kr. Sandalar 1.495 kr. / Exit Buxur 2.990 kr. Bolur 1.690 kr. Skyrta 1.990 kr. \ 'Jf Du Pareil Au Méme Kápa 4.590 kr. Peysa 3.190 kr. Pils 2.590.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.