blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 11

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 11
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 21.JÚNÍ 2006 SKOÐUNI 11 Meistari í að verja vondan málstað? Eftir Össur Skarphéðinsson Það er einsog sumir menn séu fæddir til að stjórna heim- inum. Þannig er uppgangur Einars K. Guðfinnssonar einsog eldflaugar á leið út úr gufuhvolfinu. Hann varð sjávarútvegsráðherra - kannski ekki upp úr þurru - þegar Davíð Oddsson fór í Seðla- bankann á sínum tíma til að moka flór efnahagsmála eftir sjálfan sig. Það var ekki öfundsvert hlutskipti. Síðan hef ég beðið eftir því í ofvæni að Einar end- urtaki gömlu ræðurnar úr Skarphéðinsson þinginu og ............... af kosninga- fundum að vestan sem hann hélt um vonsku kvótakerfisins. En stundum er sagt að ekkert hrörni eins hratt og minni stjórnmálamanna - og Einar virðist hafa gleymt þeim með öllu. Hann hefur þvert á móti sýnt einmuna dugnað við að halda saman kerfinu sem hann sagði áður að væri ónýtt! 1 hrókeringunum um daginn, þegar Framsókn tókst með ótrú- legum hætti að þvinga út eitt ráðherrasæti til viðbótar í verð- launaskyni fyrir að hafa tapað meira en helmingi af fylgi sínu - þá beindust sjónir margra að Einari. Margir töldu, að þar sem hann var síðastur inn í ríkisstjórn og hefði setið langskemmst ætti hann að víkja fyrir nýjum Fram- sóknarráðherra. Valið stóð á milli hans og Sigríðar Önnu Þórð- ardóttur, umhverfisráðherra, sem ekkert hafði til saka unnið nema vera býsna góður ráðherra. í takt við áherslur sínar á jafn- rétti kynjanna og mikilvægi um- hverfismála var henni fórnað af Sjálfstæðisflokknum - en Einar hélt ráðherralífi sínu og spriklar af pólitískri ánægju einsog haust- feitur silungur. Ég sagði reyndar á sínum tíma, þegar hann varð ráðherra, að hann hefði hlotið upphefð sína vegna þess að enginn maður í þingflokki Sjálfstæðismanna hefði jafn mikla reynslu og hann í að verja vondan málstað. Einar var nefnilega lengi formaður þingflokks Sjálfstæðismanna. í því hlutverki hafði hann það erf- iða hlutskipti að kippa ráðherr- unum upp á lappirnar þegar þeir voru komnir á hnén í hörðum umræðum á Alþingi. Það fórst honum vel úr hendi. Nú er komið í ljós að líklega var þetta erindi hans í ráðherra- stól - að verja vondan málstað. Þá á ég nú ekki bara við kvóta- kerfið sem Einar hefur hjúkrað einsog lasburða sjúkling eftir að hann kom í ráðuneytið - þrátt fyrir gömlu ræðurnar. Nei, í dag kom í ljós, að Einar er ekki bara sjávarútvegsráðherra, heldur fer hann í fjarveru stallbræðra og -systra með ráðuneyti mennta- mála, samgangna, dómsmála - og fjármála! Þar með er hann líka orðinn varaforsætisráð- herra - um sinn. Gæti verið að þetta sé vegna þess að hann hefur manna mesta reynslu í að verja vondan málstað? Höfundur er þingmaður Samfylkingar- innar www.althingi.is/ossur Fólk á flótta Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur Dagurinn í dag er tileink- aður flótta- mönnum um allan heim. Flóttamanna- hjálp Samein- uðu þjóðanna, Alþjóða Rauði krossinn og ýmsar hjálpar- stofnanir nota tækifærið til þess að vekja athygli almennings á hlutskipti flóttafólks. Ekki veitir af. Árið 1956 var í fyrsta sinn tekið skipulega á móti hópi flóttafólks á íslandi. Síðan eru liðin 50 ár og á þeim tíma hafa 450 manns fengið hæli hér á landi fyrir milligöngu stjórnvalda og Flóttamannahjálpar SÞ, eða að jafnaði 9 manns á ári. Á sama tíma hefur einn einstaklingur hlotið pólitískt hæli á íslandi. Ve- gna legu sinnar er ísland sjaldnast fyrsti viðkomustaður flóttamanna. Það breytir því hins vegar ekki að á hverju ári leitar fjöldi fólks hælis hér á landi. Langflestum er vísað frá. Á liðnum árum hefur gætt vaxandi skilningsleysis á Islandi og annars staðar í Evrópu gagnvart hlutskipti flóttamanna. Það er eins og fólk geri ekki greinarmun á almennum innflytjendum og svo þeim sem leita hælis vegna ofsókna í heima- landi sínu. Allir eru settir undir sama hatt og úr verður óskemmtileg umræða um hættuna sem Evrópu- löndum á að stafa af ólöglegum inn- flytjendum. Víða hafa stjórnvöld og stjórnmálaflokkar gert sitt til þess að hræra í potti fordóma og ótta við hið óþekkta. Úr verður umræða lituð útlendingaandúð, fordómum og fáfræði. Það er brýnt verkefni að taka löggjöf og reglur um útlendinga á slandi til endurskoðunar, réttindi jeirra og skyldur. Meðal þess sem )arf að hafa til hliðsjónar er hvort slendingar vilji lengi enn láta það um sig fréttast að hér hafi einn maður fengið pólitískt hæli. Einn einstaklingur í 62 ára sögu lýðveldis- ins. Vonandi gefst okkur tækifæri til þess eftir næstu alþingiskosningar að færa málefni flóttamanna til nú- tímahorfs á íslandi. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar www. althingi.is/tsv 4 RETTA VEISLA Njóttu kvöldsins með einstakri sælkeraveislu! LAXATARTAR með sýrðum rjóma og hrærðu eggi REYKT ÝSA með smjörsteiktum vorlauk og blómkálsfroðu LAMBA-TVENNA hryggur og skanki með kartöflumauki, lambasoði með tómötum, ólívum og fáfnisgrasi LJÓST SÚKKULAÐIFRAUÐ með mangóhlaupi og jarðarberjadrykk með vanillufroðu Aðeins 5.950 kr. 7*»* »06 s Best'. Tebles at^ T(WV Perlan í hópi 5 bestu útsýnisveitingahúsa heims! Sophie Lam, blaðamaður The Independent, gerði á dögunum úttekt á útsýnis- veitingahúsum um víða veröld. Engan skal undra að Perlan var í hópi 5 bestu! Hin veitingahúsin eru: The Portrait Restaurant (London), Sirrocco (Bangkok), Tower Top (Zanzibar) & Maison Blanche (París). Hægt er að lesa greinina á: www.independent.co.uk. P E R I- A N Þórunn Sveinbjarnardóttir Perlan • Öskjuhlið • Sími: 562 0200 • Fax: 562 0207 • perlan@perlan.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.