blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 10
10 I FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 21.JÚNÍ 2006 blaöiö íslenski þorsk- urinn við Grænland? BjörnÆvarr Steinarsson, sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs Hafrannsókna- stofnunar, segir að ekki sé hægt að útiloka að sá þorskur sem veiðst hefur við Grænland undanfarið sé íslenskur. „Við getum í raun ekkert fullyrt um þetta, nema að það er sáralítið af eldri þorski við Græn- landsstrendur og þvi eru líkur á að hann komi annars staðar að. Við höfum þó ekki fengið sýni til rann- sóknar, svo ekki er hægt að segja það með neinni vissu hvort um íslenskan þorsk sé að ræða,“ segir Björn Ævarr. Mjög góð þorskveiði hefur verið við Grænland á þessu ári. Frá þessu er sagt í Fiskeribladet. Togarinn Polar Princess fékk til að mynda um þúsund tonn af þorski á einum mánuði og vakti sérstaka athygli að stærstur hluti aflans var þorskur þyngri en 7-8 kg. Togarinn er einn af fjórum sem hafa tilraunaveiði- leyfi á þorski við Grænland. Skipin hafa verið notuð til að fylgjast með þróun þorskstofnsins eftir að veiðin hrundi fyrir hálfum öðrum áratug. SáPPORO Þetta er japanskur bjór en ekki sprengju- efni. Sprengjuleit vegna bjórkippu Lögregluyfirvöld í borginni Iizuka í Japan lokuðu af og rýmdu hverfi eftir að dularfullur pakki fannst í lögreglustöð. Eftir að lögreglan upp- götvaði pakkann, sem var vafinn í dagblöð og límdur með málningar- límbandi á föstudag, var sprengju- leitarsveit kölluð á vettvang. Við- búnaður og spenna jókst eftir að röntgenmynd sýndi að í kassanum voru sex málmgerðir sívalningar. Sjónvarpsstöðvar komust á sporið og var hefðbundin útsending rofin og sýnt beint frá lögreglustöðinni. Kona ein í borginni sá útsending- una og hringdi strax í lögreglu og út- skýrði hvert innihald pakkans var, en ekki var um sprengju að ræða heldur kippu af bjór. Hún hafði farið á lögreglustöðina fyrr í vikunni og þegið góð ráð um hvernig hún gæti gert heimili sitt öruggara. Nokkrum dögum síðar kom hún við á stöðinni og skildi eftir innpakkaða bjórkippu sem þakklætisvott fyrir þjónustu- lund lögreglunnar. Lögreglan mun ekki kæra konuna þar sem um góðverk og misskilning var að ræða. I yfirlýsingu frá lög- reglunni kemur fram að viðbrögð hennar hafi verið rétt enda mikil- vægt að vera við öllu búin varðandi öryggi borgaranna. George Bush fer til Vínarborgar Forseti Bandaríkjanna, George Bush, sækir ráðstefnu leiðtoga Bandaríkjanna og ESB í Austurríki í dag. Málefni írans eru í farvegi en spennan eykst vegna Norður-Kóreu. Reuters George Bush, forseti Bandaríkjanna, ásamt Lauru konu sinni. Bush hélt af staö til Evrópu í gær. Eftir Örn Arnarson George Bush, forseti Bandaríkjanna, fór til Evrópu í gær en þar mun hann taka þátt í árlegri ráðstefnu leiðtoga Evrópusambandsins (ESB) og Bandaríkjanna í Vínarborg í Austurríki. Einnig mun forsetinn verða viðstaddur þegar þess verður minnst að fimmtíu ár eru liðin frá uppreisn Ungverja gegn yfirráðum Sovétríkjanna. Á leiðtogaráðstefn- unni mun forsetinn ítreka nauðsyn þess að Bandaríkin og aðildarríki ESB standi saman í deilunni um kjarorkuáform Irana auk þess sem búist er við að málefni Norður- Kóreu verði ofarlega á baugi. Á fundinum í Vín mun George Bush freista þess að gulltryggja samstöðu Bandaríkjanna og ESB um að fá öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til þess að samþykkja við- skiptaþvinganir gegn klerkastjórn- inni í Teheran fallist Iranir ekki á að láta af auðgun úrans. Stjórn- málaskýrendur telja að stjórnvöld í Washington telji afar mikilvægt að niðurstaða ráðstefnunnar verði meðal annars sú að íranir fái skýr skilaboð um samstöðu Bandaríkj- anna og Evrópusambandsins. Áður en forsetinn hélt af stað til Evrópu sagði hann að Banda- ríkjamenn og bandamenn þeirra stæðu sameinaðir að því tilboði sem Irönum var gert gegn því að þeir hættu auðgun úrans, og til- boðið veitti klerkastjórninni sögu- legt tækifæri til þess að breyta um stefnu í veigamiídum málum. Enn- fremur ítrekaði forsetinn að Banda- ríkjamenn væru reiðubúnir til þess að hefja formlegar viðræður við ír- ani en eingöngu á þeim forsendum að þeir hætti allri auðgun úrans. Hann sagðist virða lögmætan rétt írana til þess að notfæra sér kjarn- orku í friðsamlegum tilgangi en sagði að slík notkun þyrfti að vera undir alþjóðlegu eftirliti. franir hafa sent misvísandi skila- boð um hvernig þeir komi til með að taka tilboðinu sem Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusam- bandsins, setti fram fyrir hönd Bandaríkjamanna, Rússa, Þjóð- verja, Kínverja, Frakka og Breta í byrjun þessa mánaðar. Svar frana mun ráða miklu um hvernig deilan þróast en líklegt þykir að þeir leggi fram einhverskonar gagntilboð. Fréttastofan AFP hafði eftir hátt- settum embættismanni innan ESB að Solana hafi sagt frönum að stór- veldin vildu fá svar þeirra við til- boðinu fyrir 29. júní, en þá hittast leiðtogar átta helstu iðnríkja heims (G8) í Pétursborg í Rússlandi. Auk annarra mála sem mun bera á góma á leiðtogaráðstefnunni er uppbygging fraks auk þess sem talið er að málefni fangabúðanna í Guantanamo-flóa á Kúbu verði rædd auk þeirra deilna sem eru upp komnar varðandi vegabréfsárit- anir Evrópubúa til Bandaríkjanna, en þar sitja ekki allir ríkisborgarar aðildarríkja ESB við sama borð. Árangur af brúarsmíði Þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á í samskiptum Evrópuríkja og núverandi stjórnvalda í Bandaríkj- unum undanfarin ár bendir eitt og annað til þess að tímabil nánari samskipta sé runnið upp á ný. Ge- orge Bush hefur lagt meiri áherslu á nánara samstarf við Evrópu á síð- ara kjörtímabili sínu. Ríkisstjórnir Evrópu hafa einnig sýnt Bandaríkja- mönnum meiri skilning en áður enda hafa þær í auknum mæli áttað sig á hvaða afleiðingar það getur haft náist ekki að festa stöðugleika í í rak í sessi. Auk þess deila þær vax- andi áhyggjum af því hvert Rússar séu að stefna með stjórnvöldum í Washington. Það þykir til marks um betri sam- skipti milli Bandaríkjamanna og Evrópumanna að þeir hafa tekið upp á ný að deila hart um málefni eins og vegabréfsáritanir. Sumir stjórnmálaskýrendur benda á að slíkar deilur þýði að eining sé um stærri málaflokka en margir þeir sem eru hlynntir nánum tengslum yfir Atlantshafið hafa á undan- förnum árum saknað þeirra daga þegar helsta deiluefnið var við- skipti með banana. N-Kóreumenn skjóta upp kollinum á ný Á sama tíma og deilan um kjarn- orkuáætlanir frana virðist vera komin í ákveðinn farveg berast fréttir af því að Norður-Kóreu- menn séu í þann mund að skjóta I tilraunaskyni á loft langdrægri eld- flaug sem sagt er að geti dregið til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn, Japanir og Ástralir meðal annarra hafa brugðist harkalega við þessum fréttum og hótað frekari viðskipta- þvingunum láti stjórnvöld í Pyongy- ang verða af skotinu. Fréttir af fyrirætlunum Norður- Kóreumanna eru misvísandi. Suður- Kóreumenn segja að búið sé að koma eldflauginni fyrir á skotpalli en óljóst er hvort hún hefur verið fyllt eldsneyti. Kínversk stjórnvöld, helsti bandamaður Norður-Kóreu- manna, hvöttu þó til stillingar I gær og sögðust engar vísbendingar hafa sem gæfu til kynna að flaug- inni yrði skotið á loft. Llkurnar á tilraunaskoti á næstunni eru einnig litlar í ljósi þess að skýjað er yfir Kóreuskaganum og verður svo áfram, en slík veðurskilyrði gera kóreska hernum erfiðara fyrir að fylgjast með skotferli flaugarinnar. Á sama tíma og spennan í Suður- Asíu eykst vegna áforma stjórnvölda í Pyongyang hefja Bandaríkjamenn gríðarmiklar heræfingar í kringum eyjuna Guam í Kyrrahafinu. Þrjátíu skip, þar á meðal þrjú flugmóður- skip, 280 flugvélar og yfir tuttugu þúsund hermenn taka þátt í heræf- ingunum sem standa yfir í fimm daga. í fyrsta skipti í sögunni fá fulltrúar kínverskra stjórnvalda að fylgjast með æfingunum. orn@bladid.net Eigur Lúkasjenkó „frystar" Bandaríkjamenn herða róðurinn gegn Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rússlands. Bandaríkjastjórn hefur víkkað út þær refsiaðgerðir sem ákveðnar hafa verið vegna valdníðslu stjórn- vafda í Hvíta-Rússlandi. Aðgerðir þessar eru tilkomnar vegna meintra, víðtækra kosningasvika sem við- höfð voru er Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rúss- lands í marsmánuði. Nú hefur verið ákveðið að „frysta” allar eigur forsetans í Bandaríkj- unum. Að auki er Bandaríkja- mönnum og öllum bandarískum fyrirtækjum bannað að eiga nokkur viðskipti við hann. „Óæskilegur" í Bandaríkjunum Refsiaðgerðir þessar eru ákveðnar að höfðu samráði við Evrópusam- bandið (ESB) og ná einnig til níu annarra hátt settra embættismanna í Hvíta-Rússlandi. f liðnum mánuði var Lúkasjenkó forseti lýstur „óæski- legur” í Bandaríkjunum og honum meinað að halda þangað. Það var ákveðið í ljósi „sigurs” hans í forseta- kosningunum í marsmánuði. George W. Bush Bandaríkjaforseti sendi frá sér forsetatilskipun á mánu- dag þar sem rakið er hvernig Lúkasj- enkó skuli refsað. Sú ákvörðun hefur þegar öðlast gildi. Tony Snow, talsmaður Bandaríkja- forseta, vísaði til kosningasvikanna í mars og kúgunar sem lýðræðis- sinnar í Hvíta-Rússlandi hefðu sætt eftir endurkjör Lúkasjenkó. Snow gat þess einnig að stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar og baráttu- menn ýmsir fyrir bættu stjórnarfari í landinu hefðu verið handteknir. Evrópusambandið hefur þegar „fryst” eignir sem er að finna í aðild- arríkjum þess. Sú ákvörðun á við eigur Lúkasjenkó forseta og 35 undir- sáta hans. Þá hefur forsetanum verið meinað að halda til ríkja Evrópu- sambandsins og gildir sú ákvörðun einnig um 30 embættismenn aðra. Aðgerðir Bandaríkjamanna ná einnig til dómsmálaráðherra Hvíta- Rússlands, þjóðaröryggisráðgjafa Lúkasjenkó, innanríkisráðherrans, yfirmanns KGB-öryggislögregl- Bandaríkjastjórn hefur fryst eigur Alex- anders Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rúss- lands. unnar í Hvíta-Rússlandi, yfirmanns kjörstjórnar landsins og forstjóra ríkisútvarpsins. Einræðisblettur á Evrópukorti Bandaríkjastjórn hefur einnig lýst áhyggjum sökum þess að nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa verið handteknir frá því að Alexander Lúkasjenkó tryggði sér endurkjör. George Bush forseti lýsti yfir stuðningi við umbótasinna í Hvíta-Rússlandi og sagði þá leitast við að „afmá blett einræðisins af Evrópukortinu”. Alexander Lúkasjenkó var end- urkjörinn forseti Hvíta-Rússlands öðru sinni í kosningunum í mars- mánuði á þessu ári. Samkvæmt op- inberum tölum hlaut hann um 83% greiddra atkvæða. Eftirlitsmenn frá Óryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu fygdust með framkvæmd kosn- inganna og sögðu „alvarlega ágalla” hafa verið á framkvæmd þeirra. Niðurstaða kosninganna gat af sér mikla ólgu í Hvíta-Rússlandi og nokkur hundruð stjórnarandstæð- ingar voru handteknir í mótmælum I höfuðborginni, Minsk.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.