blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 12
12 I DEZGLAN MIÐVIKUDAGUR 21.JÚNÍ 2006 blaöiö Erfðatœkni í landbúnaði Bændasamtök íslands, landbúnað- arráðuney tið og Landbúnaðarhá- skóli íslands efna til málþings um erfðatækni í landbúnaði í Súlnasal Hótels Sögu í dag frá klukkan 13-17. Tilefnið er ályktun búnaðarþings árið 2005 og umræða sem hefur verið í gangi um þetta efni. í frétta- tilkynningu segir að þar verði „fjallað um erfðatækni faglega og fordómalaust, bæði möguleika og hvað varast ber, og m.a. fengnir til þess tveir vísindamenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum, sem eru meðal virtustu fagmanna og ráðgjafa á þessu sviði.“ Dr. Björn Örvar mun ásamt sam- starfsmanni sínum frá ORF Líftækni, dr. Einari Mantyla, halda fyrirlestur sem nefnist: Plöntuerfðatækni og ís- lenskur landbúnaður - Möguleikar og tækifæri. „Það er rétt að taka það fram að þó að ráðstefnan fjalli um erfðatækni í landbúnaði þá erum við ekki beinlínis að fást við erfðatækni í landbúnaði. Það sem við erum að gera er að hanna kerfi í byggplönt- unni þannig að byggið sé fært um að framleiða sérvirkt prótein. Þessi sérvirku prótein eru síðan hreinsuð úr byggfræinu og notuð í ýmsum til- gangi, þá fyrst og fremst í rannsóknir og til lyfjagerðar. Við erum því ekki í framleiðslu á erfðabreyttum mat- vælum og fóðri eða neinu sliku. Við erum að búa til þessar sérstöku, erfða- bættu plöntur sem eru færar um að framleiða mikilvæg prótein. Það er það sem ORF snýst um,“ segir Björn Órvar. Staðreyndir, ekki tilfinningar Erfðatækni í landbúnaði er þannig ekki sérsvið ORF en fyrirtækið var beðið um taka þátt vegna þess að það er eina fyrirtækið á íslandi sem stundar erfðatækni í plöntum. „Við erum eina fyrirtækið sem kemur að þessari tækni hér á landi og það þótti ástæða til að hafa íslenskt innlegg. Fyrirlestur okkar fjallar þá annars vegar um það hvað sé hægt að gera fyrir landbúnaðinn á Islandi og hins vegar komum við inn á hvað við hjá ORF erum að gera,“ segir Björn Örvar. I Blaðinu i gær birtist viðtal við Jóhannes Gunnarsson þar sem hann skammaði meðal annars ís- lensk stjórnvöld fyrir að „heimila útiræktun á erfðabreyttu lyfjabyggi án þess að krefjast óháðra tilrauna á áhrifum þess á dýr og menn.“ Þar átti Jóhannes augljóslega við ORF Líftækni og því ástæða til að spyrja Björn út í málið. „Þetta er hans sjón- arhorn í þessu máli og við höfum heyrt þetta í 3-4 ár. Þetta endurómar svolítið skoðanir grænfriðunga í Evr- ópu. Það sem hann ætti náttúrlega að vita betur er að við fórum eftir reglum Evrópusambandsins í einu og öllu. Við erum til dæmis með leyfi fyrir tilraunaræktun í afmörkuðum reit f Gunnarsholti. Þetta fer þannig fram að við fyllum út umsókn þar sem kemur fram hverskonar plöntur þetta eru og til hvers við viljum gera þessar rannsóknir og síðan hvert áhættumatið er. Þessi umsókn fer í gegnum Umhverfisstofnun og þar tekur nefnd við sem skipuð er ýmsum aðilum úr þjóðfélaginu. Áður en nefndin gefur svar um hvort veita skuli leyfi þá óskar hún eftir áliti hjá ýmsum stofnunum. I okkar tilviki hefur hún leitað álits meðal annars hjá Náttúrufræðistofnun Islands og eftir að hafa fengið álit frá henni hefur nefndin heimilað leyfi í þau tvö skipti sem við höfum sótt um. Það er síðan Umhverfisstofnun sem gefur leyfin út eftir að hafa séð allar umsagnir fagaðila. Þetta er leyfisfer- ill sem er staðlaður og gildir innan Evrópusambandsins. Ferillinn er langur og ægileg skriffinska sem er í kringum þetta og það er mikil vinna fyrir lítið fyrirtæki að standa í þessu. Það má þó nefna að í Evrópu eru svona leyfi veitt nær daglega og það er ekkert nýtt sem er að gerast hér á landi. Aðspurður hvort leyfisferlið sé einfaldara víða í Evrópu en á íslandi segir Björn að svo sé ekki. „Það sem var sem betur fer ákveðið að gera hér, bæði innan Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, var að líta á þetta hleypidómalaust og taka það fræðilega fyrir. Afgreiða þetta á þeim forsendum án þess að blanda tilfinn- ingum inn í þetta og halda sig við staðreyndir. Því miður hafa ákveðnir aðilar alltaf barist gegn okkar starf- semi einhverra hluta vegna." Möguleikar í lyfjaframleiðslu í erindinu munu Björn Örvar og Einar koma inn á hvaða möguleikar eru fyrir hendi í þessum geira á Is- landi. „Það er hægt að tala um alþjóð- leg tækifæri og hægt að vitna í ýmsar skýrslur Sameinuðu þjóðanna, þar sem litið er á plöntuerfðatækni sem mikilvægan lið í framtíðinni til að brauðfæða hinn fátækari heim og til lyfjaframleiðslu. Það eru mörg vanda- mál sem blasa við í þriðja heiminum, vatnsskortur til ræktunar, lítið jarð- næði og mikil álmengun í jarðvegi sem gerir hann súran. Menn hafa því reynt að búa til plöntur sem unnt er að rækta í súrum jarðvegi. Hér á landi eru ýmsir möguleikar og við höfum fyrst og fremst verið að horfa til þeirra miklu möguleika sem felast í lyfjaframleiðslu. Við hófum þetta ferli fyrir um 5 árum og þá var það gífurleg áhætta fyrir okkur, bæði fjár- hagslega og tæknilega, að nota byggið í framleiðslu á þessum lyfjavirku pró- teinum,“ segir Björn Örvar. Flutt verða fimm erindi á mál- þinginu en fyrirlesarar eru Ólafur S. Andrésson prófessor við Háskóla fs- lands, Björn Örvar og Einar Mántylá frá ORF Líftækni, Snorri Baldurs- son aðstoðarforstjóri Náttúrufræði- stofnunar íslands og tveir erlendir fræðimenn, Chris Pollock forstjóri Rannsóknarstofnunar grasræktar og umhverfismála og formaður ráðgjaf- arnefndar bresku ríkisstjórnarinnar um losun erfðabreyttra lífvera út í umhverfið og Charles Arntzen, sam- eindalíffræðingur frá Arizona State University í Bandaríkjunum, en hann á sæti í ýmsum ráðgjafarnefndum, þar á meðal ráðgjafarráði Bandaríkja- forseta í vísindum og tækni. Fundarstjóri verður Kristín Ingólfs- dóttir rektor Háskóla Islands en Ág- ústa Guðmundsdóttir prófessor við Hl stjórnar pallborðsumræðum. I erindunum verður fjallað almennt um erfðatækni og hagnýtingu hennar í landbúnaði, framleiðslu álífvirkum lyfjum úr plöntum, möguleika ís- lensks landbúnaðar og umhverfis- lega áhættu við slíka framleiðslu og um reglur Evrópusambandsins um þá varúð sem gæta ber við ræktun erfðabreyttra plantna. I lok fundar- ins gefst tækifæri til að varpa fram fyrirspurnum til málshefjenda. jon@bladid.net Dr. Björn Örvar og dr. Einari Mantyla hjá ORF Lfftækni VILTU SKJOL A VERÖNDINA? MARKISUR www.markisur.com Dalbrant 3,105 Reykjavík - Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar Jón B. Sveinsson matreiðslukennari sýnir nemum uppröðun á fat Samningur um hótelkennslu I dag munu skólameistari Mennta- skólans í Kópavogi og fulltrúi frá hótelskólum César Ritz undirrita samstarfssamning um að Mennta- skólinn muni taka að sér kennslu í hótelgreinum undir nafni César Ritz. César Ritz er einn af þekktustu hótel- skólum í heimi og eru þeir með skóla í Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Blaðið náði tali af Baldri Sæmunds- syni sem er áfangastjóri verknáms- greina í Menntaskólanum í Kópavogi. „Við höfum lengi leitað að mögu- leikum fyrir nemendur okkar í hótel- og veitinganáminu. Margir vilja komast erlendis og Ritz varð fyrir valinu af því að við könnuðumst við fyrirtækið úr geiranum, bæði ég og aðrir fagstjórar skólans. Við settum okkur í samband við kynningarfull- trúa þeirra fýrir um 6-7 árum og þeir hafa komið hingað að meðaltali einu sinni á ári til að kynna skólann undanfarin 5 ár. Árið 2000 fórum við í heimsókn til skólans í Bandaríkj- unum og ég fór til Sviss árið eftir. I þessum heimsóknum, þar sem við vorum að kynna okkur námið betur, fæddist hugmyndin um að kenna fyrsta árið af hótelstjórnunarnámi Ritz hér á landi,“ segir Baldur. Námíð hefst næsta vor Þetta fyrirkomulag sem skrifað verður undir i dag er þannig búið að vera lengi í bígerð. „Við sjáum okkur fært núna að stíga skrefið til fulls og við munum hefjast handa við að kenna fyrsta árið næsta vor. Við munum byrja með millistjórnun- arnám hérna heima en síðan verða nemendur að fara frá okkur og halda áfram náminu hjá Ritz, í Sviss, Banda- ríkjunum eða Ástralíu. Þeir eru sem sagt með tvo skóla í Sviss og síðan með samstarfssamning við Banda- ríkin og Ástralíu, svipað og við erum að fara að gera,“ segir Baldur og bætir þvi við að sambærilegt nám hefur ekki verið kennt hér á landi áður. Það hafa þó verið á bilinu 10-15 nemendur frá íslandi sem stundað hafa nám við Ritz á ári hverju. „Þess ber einnig að geta að við ráðgerum að taka nemendur alls staðar frá úr Baldur Sæmundsson áfangastjóri heiminum því að skólarnir eru með ákveðnar fjöldatakmarkanir frá hverju landi. Þannig flæðir alltaf eitthvað yfir og Ritz er ekki í þeirri aðstöðu að geta tekið við öllum. Þá horfum við til þess að umframum- sóknum verði að einhverju leyti beint hingað og við munum vinna úr þeim. I þeim skilningi er þetta álþjóðlegt nám og það mun væntanlega fara fram á ensku en Ritz gerir kröfur um það. Við munum þó kenna samhliða önnur tungumál á borð við frönsku og þýsku og nemendur geta valið um mál.“ Það má þá hugsa sér hvort grund- völlur sé fyrir því að taka upp jafn sérhæft nám og hótelstjórnun er. „Það tel ég vera, já. I ljósi skýrslu- gerðar um ferðamál hefur komið í ljós að verulegur skortur er á fag- mennsku í þessum geira. Samhliða náminu þurfa nemendur að fara í starfsþjálfun og við horfum til þess að hleypa af stað frá olckur um 26- 30 nemendum á ári til að kynna sér hótelmál eða rekstur veitingastaða í 4-6 mánuði. Nemendur taka þessa reynslu með sér og til að mynda í Bandaríkjunum er ætlast til þess að nemendur fari fljótlega inn á stór og virt hótel.” Vantar fólk í hótelgreinar Eins og fram hefur komið er hér ein- ungis um fyrsta árið að ræða í náminu en það nær til víðtækra þátta. „Þetta eru hótel- og rekstrargreinar í fyrstu, tungumál og margskonar þjálfun: Gestamóttaka, þjálfun í veitingasal, þjálfun í eldhúsi og fleira. Við horfum á það að við höfum verið með meist- araskóla í matvælagreinum og erum að kenna þar stjórnunar- og rekstrar- greinar. Þetta verður því unnið með einhverjum samruna. Við gætum þó þurft að bæta við enskukennurum fyrir haustið.” Menntaskólinn í Kópavogi hefur vaxið gríðarlega eftir að hann samein- aðist Hótel- og veitingaskólanum og nú stunda þar í kringum 1.300 nem- endur nám í margvíslegum greinum. „Aðsóknin sem tengist hótel- og mat- vælagreinunum hefur verið rokkandi en við erum að tala um í kringum 300 nemendur sem sækja matvæla- nám með einum eða öðrum hætti,“ segir Baldur. Það kemur þó fram í máli Baldurs að skólinn hafi ekki farið varhluta af þeirri þróun sem hefur orðið 1 ferðamannaþjónustu. „Það er meðal annars ástæðan fyrir því að við erum að ganga með þessa hugmynd alla leið að það vantar fólk í þessar hótelgreinar. Það má segja að þetta sé svar skólans við aukningu í þessum geira.“ Undirritunin fer fram í húsnæði Menntaskólans í Kópavogi við Digra- nesveg í dag klukkan 11.00. jon@bladid.net I í I r 1 1

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.