blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 19
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2006 HEIMILI I 27 eldhús nútimans Piparinn er ómissandi i eldamennskunni og ekki er verra þegar hann kemur í svona fallegum umbúðum. Commercy piparkvörn er til í þremur stærðum. Kokka, 6.800 krónur. Falleg kanna sem heldur heitu og köldu og er því eink- ar handhæg að nota. Lif og list, 6.590 krónur. Þetta fallega 4 lítra smákökubox þarf svo sannar- lega ekki að geyma inn í skáp. Kokka, 1.950 krónur. Glæsileg skál sem hægt er að nota sem eldfast mót. Líf og list, 2.430 krónur. Pískur er það áhald í eldhúsinu sem er sennilega einna mest notaður og því skemmtilegra að hann líti vel út. Líf og list, 1.670 krónur. Þrátt fyrir alls kyns tæknilegar kaffivélar eru gamli góði ketillinn ómissandi. Þessi ketill er þó langt frá því að vera gamall en góður er hann. Kokka, 6.800 krónur. Kraninn verður hreinn og fallegur ef hann er þrifinn með hveiti Þrifið með brauði og hveiti • Kámugir fingur upp um alla veggi skilja eftir fingraför á ann- ars fallega hvítum veggjunum. Hægt er að losna við fingraförin á einfaldan og þægilegan, en eilítið furðulegan hátt. Nuddið yfir fingrafarið með votu, gömlu franskbrauði og förin hverfa einsog döggfyrirsólu. • Kranar á baðherbergi og í eldhúsi verða fljótt Ijótir og leiðinlegir en því má bjarga eins og svo mörgu öðru. Nuddið kran- ana vel og vandlega með hveiti. Hreinsið hveitið af krananum og fægið með mjúkum klút. • Stálvaskarerualltafitískuen það er ekki eins vinsælt að halda þeim hreinum og fallegum. Með því að nudda yfirborð vasksins varlega með lyftidufti eða með dagblaði skín vaskurinn sem aldrei fyrr. • Það getur verið lýjandi að þrífa rúður oggler en fáir vita að edik er algert töfraefni þegar kemur að þrifum. Hægt er að nota það til að þrífa rúður og ekki er verra að nudda glerið með dagblaði svo það skíni sem mest. Sturtuhurðir verða auðveld- lega drullugar enda er sturtuklef- inn jafnan mikið notaður. Rétt eins og rúður má nota edik til að þrífa sturtuhurðina. Blandið sam- an ediki og vatni.til helminga. Nuddið hurðina og notið jafnvel gamlan tannbursta til að þrífa rammann og horn. Að endingu er tilvalið að nota bílabón til að fullkomna verkið og koma í veg fyrir fleiri bletti í náinni framtíð. Kertaljós eru rómantísk og hugguleg en því miður er ekki hægt að segja það sama um sót af kertum sem vill gjarnan myndast. Sem betur fer er hægt að losna við það á auðveldan hátt. Ryksugið vegginn þar sem sótið er. Setjið nokkra dropa af mildri sápu (vatnsbala og notið svamp til að þrífa vegginn. Sót á það til að dreifast þegar það er þrifið og því er best að þrífa hvern hluta veggsins vel áður en haldið er áfram. ALVORU HUMAR TILVALIÐ f ÚTILEGUNA EÐA BÚSTAÐINN Ferskur humar alla föstudaga og laugardaga OPNUNARTÍMI MANUDAGA - FIMMTUDAGA..11:00 - 18:30 FÖSTUDAGA...............11:00 -19:30 LAUGARDAGA...........12:00 -16:00 FLOKKS ANNAÐ FISKMETI A GRILLIÐ - ■ '■' " ■ ■■■■■'■ Áttu leið um Hveragerði? Humar á verksmiðjuverði! Við bjóðum gæðahumar sérstaklega flokkaðan fyrir þig. Einnig svigna borðin undan öðru fersku sjávarfangi og tilbúnum fiskréttum. Þegar rennt er austur fyrir fjall, í bústaðinn eða útileguna, er tilvalið að koma við hjá okkur í Sunnumörkinni. HUMARBÚÐIN - HLAÐBORÐ HAFSINS SUNNUMÖRK 2, 810 HVERAGERÐI SÍMI 483 3206 '---HlaðborcTFiafsihs-----'

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.