blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 8
8IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2006 blaöið Þorsteinn hlýtur íslensku forvarnaverðlaunin Þorsteinn Pétursson, forvarna- og fræðslufulltrúi lögreglunnar á Akur- eyri, varð í gær fyrstur til að hljóta íslensku forvarnaverðlaunin. Þor- steinn hefur um árabil verið dug- legur í alhliða forvarnastarfi á Akur- eyri. Hann hefur farið í alla leik- og grunnskóla bæjarins, auk þess að heimsækja Menntaskólann á Akur- eyri og Verkmenntaskólann á Akur- eyri þar sem hann hefur rætt það sem við á, allt frá umferðarmálum til skaðsemi fíkniefna. Sérstakur vinnuhópur var skip- aður og var hlutverk hans að finna aðila sem hafa skarað fram úr í for- vörnum og ákvað vinnuhópurinn að skipta tilnefningum niður í þrjá hópa; einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki. Einn aðili var tilnefndur í hverjum flokki og fengu viðurkenn- ingu. Handhafi „Islensku forvarna- verðlaunanna“ var svo valinn úr hópi þessara þriggja aðila. Þorsteinn Pétursson fékk verð- launin í flokki einstaklinga, Ki- Þorsteinn Pétursson wanisumdæmið Island-Færeyjar í samstarfi við Eimskip í flokki félaga- samtaka og Sæbjörgin - Slysavarna- skóli sjómanna í flokki fyrirtækja. íslensku forvarnaverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í gær í Kjarna- skógi við Akureyri en um er að ræða samstarfsverkefni Sjóvár, Lands- bjargar, Landspítala- háskólasjúkra- húss og Lýðheilsustöðvar. Reuters Þjóöareinkennin dyljast fáum Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu virðist draga fram sterk þjóðareinkenni meðal þess ótrúlega fjölda aðdáenda íþróttarinnar sem nú er staddur í Þýskalandi og gildir einu hvort rætt er um menn eða ferfætlinga. Nokkrir aðdáendur enska landsliðsins virtu fyrir sér hund sem hafði verið klæddur upp í gervi þýsks lögreglumanns í Köln í gær. Japanar kalla 600 manna liðsafla heim frá írak Japönsk stjórnvöld segja að mannúðarstarf hermanna hafi skilað mikl- um árangri og heita Irökum áframhaldandi aðstoð við uppbyggingu. Stjórnvöld í Japan kölluðu í gær heim liðsafla sinn í írak með þeim orðum að mannúðarstarf hermanna þar hefði skilað miklum árangri. Með þessu lýkur merkri aðgerð í sögu Japans því þetta er í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar sem Japanar senda umtalsverðan liðsafla til að láta til sín taka utan landsteina. Junichiro Koizumi forsætisráð- herra sagði að liðsaflinn sem telur um 600 menn hefði aðstoðað við margvíslegt uppbyggingarstarf í Samawah-héraði í Irak þar sem þeir héldu til og hét því að Japanar myndu áfram veita írökum marg- víslega aðstoð við uppbyggingu landsins. Sveitirnar hafa ekki tekið þátt í bardögum við uppreisnaröfl og hryðjuverkamenn í Irak og hart var um það deilt árið 2004 hvort jap- anska stjórnarskráin heimilaði að sveitir yrðu sendar úr landi. I máli Koizumi kom fram að ákvörðunin hefði verið tekin að höfðu samráði við Bandaríkjastjórn og aðra bandamenn. Fukushiro Nuk- aga, varnarmálaráðherra Japans, sagði á fundi með fréttamönnum að „nokkrir tugir daga” myndu líða þar til heimkvaðningunni yrði lokið. Áfram náin samvinna við Bandaríkin Koizumi hefur stutt stefnu Banda- ríkjastjórnar í málefnum Iraks dyggilega. Hann hélt því fram að nauðsynlegt væri að senda japanska liðsaflann til íraks til að aðstoða við uppbyggingu, tryggja olíuvinnslu og styrkja sambandið við stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta. Síðar í júní mun Bush eiga fund með Koizumi í Washington. Koizumi, sem lætur af embætti forsætisráðherra í september, lagði áherslu á að Japanar myndu áfram reynast Bandaríkjunum tryggir bandamenn. Bandaríkin halda úti um 50.000 manna herliði í Japan í samræmi við varnarsamning þar um. „Sú stefna Japansstjórnar að vinna náið með Bandaríkjamönnum byggist á mikilvægi bandalags þess- ara tveggja þjóða. Sú afstaða hefur ekki breyst og mun aldrei breytast,” sagði Koizumi. Frá lokum síðari heimsstyrjaldar- innar hafa Japanar aldrei áður sent svo fjölmennan liðsafla til annars ríkis. Stjórnarskrá landsins bindur líka mjög hendur stjórnvalda í slíkum efnum. Þótti mörgum sýnt að þetta myndi reynast hin mesta hættuför. Héraðið þar sem japönsku Reuters Fukushiro Nukaga, varnarmálaráðherra Japans, svarar spurningum blaðamanna í gær. sveitirnar störfuðu einkum var þó jafnan talið heldur öruggt. Japanir héldu sig að mestu í miðstöð sinni þegar ástandið tók að versna í land- inu og hryðjuverkamenn juku um- svif sín. Stjórnvöld í Tókíó hyggjast nú auka loftflutninga til lraks, m.a. flytja þangað lyf og starfsfólk Sam- einuðu þjóðanna. Er það í samræmi við beiðni þessa efnis sem borist hefur frá Kofi Annan, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna. Á mánudag var frá því skýrt að Bretar og Ástralir myndu fela Irökum að halda uppi öryggisgæslu í því héraði þar sem japönsku sveit- irnar eru staðsettar. Japanar hafa haft af því miklar áhyggjur að sveitir þeirra lendi í átökum í írak og virð- ist sem tilkynningin um breytt fyr- irkomulag öryggisgæslu hafi verið merkið sem stjórnvöld í Tókíó biðu eftir. Enginn efi um rétt- mæti ákvörðunar Fyrirskipun um heimkvaðningu var síðan gefin í gær og er gert ráð fyrir að Japanarnir verði allir komnir heim um miðjan næsta mánuð. Skoðanakannanir hafa ítrekað leitt í ljós að helmingur þjóðarinnar og oft rúmlega það hefur verið andvígur þeirri ákvörðun að senda sveitirnar til íraks. Margir hafa látið í ljós áhyggjur af því að Japan kunni að verða skotmark hryðjuverkamanna af þessum sökum. Koizumi hélt uppi vörnum fyrir ákvörðun stjórnvalda í gær og kvaðst sannfærður um að hún hefði verið Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. rétt. Japanar hafa ekki orðið fyrir manntjóni í írak. Hins vegar létu vígamenn í Irak til skarar skríða gegn óbreyttum borgurum og kröfð- ust þess að japönsku sveitirnar yrðu kallaðar heim. Sjö Japönum hefur verið rænt í írak frá því að liðsafl- inn var sendur þangað 2004 og tveir þeirra voru teknir af lífi. Koizumi neitaði jafnan að kalla sveitirnar heim fyrr en verkefni þeirra væri lokið. Hann lét skoðana- kannanir sem vind um eyru þjóta. Mjög reyndi á staðfestu forsætisráð- herrans í aprílmánuði 2004 þegar þremur japönskum hjálparstarfs- mönnum var rænt í írak. Mönnum var hótað aftöku yrði japanski liðs- aflinn ekki kallaður heim. Koizumi neitaði að verða við þessari kröfu og svo fór að lokum að mönnunum þremur var sleppt. STÆRRI VERSLUN MEIRA ÚRVAL eykavíkurvegur 22 220 Hafnarfirði 565-5970 www.sjonarholl.is Arabísk alþjóöavæöing Knapar ríöa á kameldýrum á Nad-al Sheba veðreiðabrautinni t Dubai. Griðarleg uppbygging er í Dubai um þessar mundir og spretta háhýsin upp eins og gorkúlur eins og sést á myndinni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.