blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 27
blaðið MIÐVIKUDAGUR 21.JÚNÍ 2006 AFÞREYING I 35 Palli Óskar stígur vals Það er mikið um að vera hjá Páli Óskari þessa dagana. Hann valsar úr einni tónlistarteg- und í aðra og er ánœgður með lífið og samstarfið við Moniku. „Ég syng swing og latin með Millj- ónamæringunum, hoppa svo yfir í danstónlist, syng ljúfa tóna með Moniku og þeyti svo skífum eins og brjálæðingur með allt mitt diskó- og Eurovision-efni sem ég fíla alveg í tætlur,“ segir Páll Óskar. „Það er algjör lúxus að fá að valsa svona á milli og það er alveg akkúrat fyrir mig,“ heldur Palli áfram. Vinnur að plötu til styrktar MNDsjúklingum Páll Óskar hefur margt og mikið verið að bralla að undanförnu og í kvöld eru tónleikar hjá honum og Moniku í Grasagarðinum. Þar munu þau meðal annars flytja lagið Lilja við ljóð eftir Gunnar Dal sem hann samdi til konu sinnar. „Þetta lag kemur einnig út von bráðar á plötu sem er til styrktar MND sjúk- Páll Óskar syngur ásamt Mónlku inn á plötu til styrktar NMD sjúklingum. lingum," segir Palli. „Mér hefur liðið mjög vel í þessu tónlistarumhverfi með Moniku síðan við byrjuðum að vinna saman og það er frábært að fá að vinna með henni og að geta lagt MND sjúklingum lið,“ bætir hann við. Nóg að gera hjá Milljónamæringunum „Ég er alltaf að spila með Millunum öðru hvoru; við spilum alltaf, en mest á lokuðum samkomum eins og árshátíðum ogþess háttar. 2. sept- ember munum við hinsvegar spila einhvers staðar þar sem allir geta komið og hlustað á okkur, svo takið daginn frá,“ segir Páll Óskar. Fjögurra mánaða fóstur „Ég er að vinna að dansplötu en það er allt of snemmt að tala um hana núna, það væri hreinlega eins og að tala um hvort fjögurra mánaða fóstur væri með augun hans pabba síns eða ekki. Ég bara veit ekki hvernig hún þróast eða hvað ég geri,“ segir Palli. „Platan kemur bara út þegar hún er tilbúin,“ heldur hann áfram. Eitt er þó víst að það verður örugglega skemmtilegt að fylgjast með því sem kemur frá Páli. kristin@bladid.net Uppselt á tónleikana Páll Óskar og Monika halda sína árlegu sólstöðutónleika á Café Flóru í Grasagarðinum Laugardal í kvöld Það eru einungis þeir sem nú þegar hafa tryggt sér miða á tónleika þeirra Páls Ósk- ars og Moniku sem fá að njóta ljúfra tóna þeirra í Grasagarðinum í kvöld. Þetta eru ekki stórir tón- leikar og einungis er pláss fyrir um 130 manns á Café Flóru þar sem tónleikarnir eru haldnir. „Það er svo skemmtilegt að spila í Grasagarðinum og við Monika spiluðum fyrst saman árið 2001, nákvæmlega á þessum stað og á þessum degi. Við höfum haldið tryggð við staðinn síðan. Það er hreinlega eins og að spila úti í guðsgrænni náttúrunni að vera á Café Flóru og það er alveg yndislegt," segir Páll Óskar. Á efnisskránni verður bæði nýtt og gamalt efni eftir íslenska og erlenda höfunda, þar á meðal Hreiðar Inga Þorsteinsson, Magnús Þór og Burt Bacharach. Þar sem þetta er lengsti dagur ársins munu svo tónleikagestir ganga út í sumar- nóttina eftir ljúfa tóna Páls Óskars og Moniku. Þeir sem ekki fengu rniða geta hins vegar glaðst yfir því að þau Páll og Monika munu spila saman á Menningarnótt í Reykjavík, og þótt dagurinn sé tekinn að stytt- ast í ágúst lofa þau engu síðri tónleikum. Bassleikari Arctic Monkeys hœttir Enn hefur ekki komiö fram af hverju Andy Nicholson hefur sagt skilið við Arctic Monkeys. Andy Nicholson, bassaleikari spútniksveitarinnar Arctic Monkeys, hefur yfirgefið sveitina. Þetta kom fram í yfirlýsingu á heimasíðu hcnnar í gær. Með sorg í hjarta kveðjum við Andy, hann er ekki lengur hluti af hljóm- sveitinni,“ segir í yfirlýsingunni. „Nick O’Malley, sem leysti Andy af í fjarveru hans á tónleikaferðalagi sveitarinnar um Norður-Ameríku, mun hlaupa í skarðið fyrir hann á tónleikum í sumar.“ Ennfremur segir í yfirlýsingunni að Andy hafi verið góður vinur hinna þriggja meðlima sveitarinnar í langan tíma. Við höfum gengið í gegnum magnaða hluti saman sem við gleymum aldrei. Við óskum Andy alls hins besta.“ Ástæða brotthvarfs Andy hefur enn ekki verið gefin upp opinber- lega. Hinsvegar spruttu upp sögur um ósætti rnilli meðlima sveitar- innar þegar hún spilaði á tónleika- ferðalagi um Norður-Ameríku án Andy en þá var „meiðslum" kennt um fjarveru hans. The Arctic Monkeys eru nú á tón- leikaferðalagi um Evrópu og koma rneðal annars fram á Hróarskeldu- hátíðinni í Danmörku sem hefst 29. júní. Justin Timberlake verður á kynferðislegu nótunum á sinni næstu breiðskífu. Framtíðinr kynlíf og ástarhljómur Hjartaknúsarinn Justin Tiniber- lake hefur staðfest að 11. september næstkomandi sé útgáfudagur vænt- anlegrar breiðskífu hans; „Future- Sex/LoveSound“. Þá hefur fyrsta smáskífa plötunnar, sem kemur út í ágúst, hlotið nafnið SexyBack. Breiðskífan fylgir eftir fyrstu plötu Timberlake, Justified, sem kom út árið 2003 og sló eftirminni- lega í gegn. Platan gerði Timberlake að stórstjörnu en margir héldu að ferli hans væri lokið þegar hann yf- irgaf strákasveitina Five. Timberlake vinnur rneðal annars með upptökustjórunum Timber- land og Rick Rubin á plötunni. Nafn þess síðarnefnda kemur mörgum á óvart en hann er þekktastur fyrir að vinna með Johnny Cash, Red Hot Chilipeppers og þungarokkurunum í Slayer. Athygli vekur að upptöku- teymið The Neptunes kemur ekki að neinu lagi á plötunni en þeir tóku upp og sömdu stóran hluta síðustu plötu Timberlake. .T..a,wi, « S • www.bilamarkadurinn.is Smiðjuvegur 46-e s; 567-1800 @[U)[L FORD F250 HARLEY DAVIDSON. Árg.04Ek.13þ.mSkiptiÓ/D Tilboð Lán. Kr 3,6,- + kr. 300,- FIAT DUCATO HÚS8ÍLL DÍSEL 04/95 ek.lOS þ.kSnyrtilegur VOLVO S 70 2,5 20V sjátfsk. 03/97 ek.117 Toppbíll. PEU6E0T 2061400 XTSJÁLFSK. 09/99 Ek.80 þ.k V.690,- Lán 240,- MMC LANCER OZ RALLY 2,0 Árg.02 Ek.74þ.km V.1350,- T0Y0TARAV4Árg.99 Ek.78þ.kmV.990,- M.BENZ ML 500 EINN MEÐ ÖLLUH!!! Árg.03 Ek.69þ.km SJÁLFSKIPTUR!!! BMW 320 DfSEL SI.SK.Árg.03 Ek.155þ.km Hátt lán getur fylgt'! Opnunartími: Mánudaga - Föstudaga 10:00-19:00. Laugard. 10:00 -17:00 Sunnud. 13:00-17:00 TOYOTA RAV 4 NEW SJÁLFSK. 12/01 EK.84Þ. V.1590,-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.