blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 14
14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 21.JÚNÍ 2006 blaöiö Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Asgeir Sverrisson Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. SÖGULEG BARÁTTA UM VÖLDIN Mahmoud Abbas hefur ekki virst líklegur til afreka á þeim 15 mánuðum sem liðnir eru frá því hann var kjörinn forseti Palestínumanna. Abbas tók við formennsku innan Frelsis- hreyfingar Palestínu (PLO) þegar Yasser Arafat gekk á fund feðra sinna í nóvembermánuði árið 2004.1 janúar í fyrra fór hann með sannfærandi sigur af hólmi í forsetakosningum. Abbas hefur ekki megnað að standa undir þeim vonum sem við hann voru bundnar. Forsetinn hefur sýnst einangraður og ekki búa yfir nægi- legum skriðþunga. Enda fór svo að Fatah-hreyfing hans beið niðurlægj- andi ósigur í þingkosningum Palestínumanna í janúarmánuði. Hin róttæku Hamas-samtök fara nú fyrir stjórn Palestínumanna og hart er barist um völdin. En nú er sem Abbas sé loks fær um að taka það frumkvæði sem svo margir hafa beðið eftir. Forsetinn hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu í Palestínu 26. næsta mánaðar. Þar verður lögð fyrir þjóðina áætlun sem felur í sér að sjálfstætt ríki Palestínumanna skuli stofnað á Vesturbakk- anum og Gaza-svæðinu. En áætlun þessi felur jafnframt í sér viðurkenn- ingu á landamærum ísraels og þar með á tilverurétti ríkis gyðinga. Þetta hefur Hamas-hreyfingin og ríkisstjórn hennar ekki viljað sam- þykkja. Nú hafa hins vegar vonir vaknað um að samkomulag náist, sem feli í sér viðurkenningu á Israel, og að þjóðaratkvæðagreiðslan verði því óþörf. Frumkvæði Abbas lýsir dirfsku. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni hótar hann uppgjöri með því að gefa þjóðinni kost á að taka afstöðu til þess djúpstæða hugmyndafræðilega ágreinings sem ríkir á milli Hamas og Fatah-hreyfingar forsetans. Og þar er um að ræða grundvallarspurn- ingu; ber Palestínumönnum að leitast við að mynda sjálfstætt ríki á Vesturbakka og Gaza og lifa réttnefndu þjóðlífi við hlið ísraela eða á að stefna að stofnun ríkis á öllu því svæði sem áður hét Palestína og þar með því, að ríki gyðinga verði þurrkað út? Abbas treystir á að meirihluti Palestínumanna sé tilbúinn til að fallast á þá tveggja-ríkja-lausn sem Fatah-hreyfingin hefur löngum boðað. Hann treystir því einnig að ósig- urinn fyrir Hamas hafi ekki komið til sökum þess að meirihluti Palest- ínumanna vilji þurrka ríki gyðinga út af landakortinu heldur hafi aðrar ástæður vegið þar þyngra, t.a.m. óánægja vegna spillingar. Og reynist samkomulag forsetans og Hamas halda hefur hann þvingað ríkisstjórn- ina til að viðurkenna ísrael og þar með taka upp nýja stefnu gagnvart ríki gyðinga. Hótun um þjóðaratkvæði hefur reynst Abbas öflugt vopn. Tilgang- urinn er ekki síst sá að þvinga fram uppgjör gagnvart Hamas-hreyfing- unni og skera úr um hvar völdin liggja í raun. Söguleg átök fara fram nú um stundir í Palestínu. Ásgeir Sverrisson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsimi: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunbiaðsins Dreifing: Islandspóstur TljjH/IRtölffftBfíWe KTVENNA N/ÍMSíCEÍDí MUNOH/l Vítf LEÍT/IST VW W mYGGJfi HtNA Kveulw T/IfCVGERFlNGi/ OG mWMLiGGJ/llVÞÍ nLL/EGu uvpinjim smpÉLfipGiiwm Dómsmálaráðherrann og málfrelsið I grein í Morgunblaðinu síðastlið- inn fimmtudag mátti sjá svo ótrú- legt skilningleysi Björns Bjarna- sonar á einu grundvallaratriði mannréttinda að maður hlýtur að spyrja sig hvort hann sé hreinlega hæfur til að gegna sínu háa emb- ætti. Tilefnið var að Ragnar Aðal- steinsson lögmaður taldi að með orðum sínum um hefði dómsmála- ráðherra gert ríkislögreglustjóra vanhæfan til að fara með mál ákveð- ins þjóðfélagsþegns, en um þessa skoðun Ragnars segir Björn: „Ég er undrandi á þessari aðför Ragnars að málfrelsi mínu. Hann hefur oft gengið fram fyrir skjoldu til varnar mannréttindum og málfrelsi er þungamiðja þeirra.” Auðvitað má Björn Bjarnason eins og hver annar borgari þessa lands gjamma eins og honum sýn- ist og smekkvísi hans býður honum. Hinsvegar geta menn verið i þannig stöðu eða gegnt slíku embætti að þeir verði að haga orðum sínum og gjörðum í samræmi við það og á þann hátt að þeim geti verið treyst- andi fyrir því starfi sem þeir hafa tekist á hendur. Ýmsir háttsettir menn hafa til að mynda þurft að segja af sér embættum vegna ógæti- legra orða eða framgöngu, og það kemur einstaklingsfrelsi þeirra eða mannréttindum nákvæmlega ekk- ert við. Og það skilur hver grunn- skólagenginn Islendingur, nema kannski Björn Bjarnason og fáeinir úr hópi hans nánustu samherja. Það eru aftur á móti mannrétt- indi hins óbreytta þjóðfélagsþegns í lýðræðisríki að fá að standa jafn- fætis öðrum gagnvart lögum og valdhöfum - að þurfa ekki að ótt- ast eða upplifa að vegna opinberrar og augljósrar andúðar ráðamanna Einar Kárason þurfi þeir að sæta öðrum og lak- ari kostum en aðrir þjóðfélags- þegnar. Og það er kominn tími til að dómsmálaráðherrann og hans helstu vopnabræður skilji að yfir- lýst og margauðsýnd óbeit þeirra á nokkrum þjóðfélagsþegnum gerir þá staðreynd mjög tortryggilega að nákvæmlega sömu menn skuli helst verða skotspænir valdastofn- ana og lögreglu. Það vekur óendan- lega furðu að Björn Bjarnason skuli ekki skilja að ýmis orð hans um nafngreinda einstaklinga gera hann sjálfan óhæfan til að ráðskast með þeirra mál úr æðstu valdastöðu. Eitt nýlegt dæmi kemur mér í hug. Allir vita hvern hug Björn ber til hinna svonefndu Baugsmanna. Eftir að málatilbúnaður á hendur þeim hafði í tvigang verið gerður afturreka frá dómstólum landsins þurfti að skipa nýjan saksóknara ef átti að vera hægt að standa í frek- ari stefnum. Þráttfyrir efasemdir flestra réttsýnna manna þá tók Björn ekki annað í mál en að velja og skipa þann mann sjálfur og í eigin persónu. Sá fór með afganginn af málinu fyrir undirrétt þar sem Baugsmenn voru sýknaðir af öllum kröfum. Á þeim punkti þurfti hinn sérstaki saksóknari að taka þá mikilvægu ákvörðun hvort rétt væri þar með að leggja árar í bát og láta allt málið niður falla, eins og flestir bjuggust við að gert yrði. Og án þess það komi mannkostum og hæfileikum lög- fræðingsins unga sem var kominn með málið á sínar herðar nokkuð við, þá hlýtur það að hafa gert ákvörðunartöku hans erfiðari að hann, eins og allir aðrir Islendingar, hlýtur að vita að Björn Bjarnason - sá sem setti hann í starfið - á enga ósk heitari en að Baugsmenn verði hundeltir fram í rauðan dauðann. Höfundur er rithöfundur Klippt & skorið Eins og lesendur Blaðsins hafa tekið eftir eru nöfn höfunda nú tekin að birt- ast undir helstu fréttum og leiðurum þess. í Staksteinum Morgunblaðsins í gær er vakin athygli á þessu. Höfundur Staksteina virðist telja þessa breytingu sæta tíðindum hvað leiðara varðar og spyr hvort Blaðið megi ekki hafa skoðun. Blaðið sem slíkt hefur engar skoðanir, fylgir engri „línu" og styður engan stjórnmálaflokk eða hreyfingar. Starfsfólk Blaðsins hefur hins vegar mismunandi skoðanir, ólíka reynslu og mismunandi sýn til veruleikans. Og starfsfólk Blaðsins hefur ýmislegt til málanna að leggja. Eðlilegt þykir að lesendur Blaðsins viti hver fer um lyklaborðið hverju sinni. Það á við um leið- ara rétt eins og fréttir. Ef til vill er ritstjórn Morgunblaðsins lífræn heild en það er ritstjórn Blaðsins ekki. Pegar kom að því að velja skrifstofur fyrir borgarfulltrúa minnihlutans í Tjarnargötu kom á daginn að ekki voru allir jafnjafnir. Samfylk- ingin ku hafa hafði valið sér þær skrifstofur sem borgar- fulltrúar flokksins vildu án samráðs við Ólaf F. og fulltrúa Vinstri grænna. Þetta ku hafa leitt til pínlegra uppákoma og endaði með endurúthlutun með tilheyrandi flutningum og kassaburði. ndri Snær Magnason átti að vera eitt helsta leynivopn Samfylk- ingarinnar í kosningabarátt- unni, en það þykir ekki hafa gengið eftir. Draumalandsbók hans um virkjanir er mun frekar talin hafa verið vatn á myllu VG og aukið nokkuð á fylgi flokksins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosn- ingum. Hins vegar er Andri Snær eftir sem áður skráður í Samfylking- una og hefur tekið sæti í ferða- og menningarnefnd borgarinnar fyrir flokkinn - en ekki VG. Annars heyr- ist að Andri Snær sé að hugsa sér til hreyfings inn í pólitíkina. Hann tapaði að vísu í formannskjöri Náttúruverndarsam- taka Islands fyrir Árna Finnssyni, en margir telja að stofnun „þverpólitískra" samtaka um Draumalandið sé hugsuð sem bakland fremur en draumaland fyrir Andra Snæ. adalbjorn@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.