blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 30
38 IFÓLK MIÐVIKUDAGUR 21.JÖNÍ 2006 blaðið BRÁTT KEMUR EKKI BETRI TÍÐ Smáborgarinn er mikill íþróttaáhuga- maður og því hafa síðustu dagar verið mikil gósentíð. Stærsta knattspyrnumót heims, úrslit NBA og síðast en ekki sist umspilsleikir fyrir HM í handbolta. Meira en næg ástæða til að gera sér upp ban- vænan sjúkdóm og loka sig inni heima fyrirframan sjónvarpið. Gula grýlan Sigur íslenska handboltalandsllðsins í einvíginu við Svfa var svo sannarlega kær- kominn. Hin margumrædda „Svíagrýla" hefði ekki getað verið kveðin niður á betri tíma. Nú eru fslendingar á leiðinni á HM í Þýskalandi en Svíar sitja heima og það í fyrsta sinn í sögunni. Stórkostleg frammistaða hjá strákunum okkar og það var löngu orðið tímabært að lækka rostann í þeim gulu. Þeir eru góðir með sig og halda að þeirséu betri en við í öllu. Smáborgarinn blæs á allar fullyrðingar um að Svíarséu frændur okkar fslendinga. Svíþjóð er þá a.m.k. frændinn sem maður vill ekki bjóða f afmælið sitt því hann er hrekkjusvfn og tekur allt dótið manns. Hið yndislega HM Heimsmeistaramótið í knattspyrnu á hug Smáborgarans allan og hefur verið mikil skemmtun það sem af er. Mótið hefur farið vel af stað og margir frábærir leikir litið dagsins Ijós. Smáborgarinn er dygg- ur stuðningsmaður Englendinga en hefur ekki þótt þeir nægilega sannfærandi og á ekki von á að þeir geti farið alla leið eins og fyrir 40 árum. Brasilía hefur heldur ekki sýnt sitt rétta andlit og miðað við spilamennskuna það sem af er eru góðar líkur á að Smáborgaranum verði að ósk sinni og þeir muni ekki verja heimsmeist- aratitil sinn. Hins vegar virðast Argentínumenn hafa alla burði til að ná mjög langt og eins hafa Spánverjar og Hollendingar heillað augað. Smáborgarinn er ánægður þegar stórþjóðirnar spila vel. Hann vill ekki sjá annað „Grikklands-fíaskó" eins og á Evrópumótinu 2004 og spútniklið- in frá Afríku mega halda áfram að vera spútniklið svo lengi sem þau eru stöðvuð í 8-liða úrslitum. Að lokum má Smáborgarinn til með að þakka Loga Ólafssyni fyrir frammistöðu sína við lýsingar á leikjum. Logi er stór- skemmtilegur og kemur með fjölmargar kostulegar athugasemdir í hverjum leik. Þó að brandararnir flokkist vissulega und- ir aulahúmor, þá er þetta aulahúmor af allra bestu gerð. HVAÐ FINNST ÞÉR? Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan á tslandi Var unnið við kertaliós í fyrri- nótt? Nei, reyndar var það ekki gert. Það var þvi miður ekki kósí stemning hér hjá okkur því menn voru á fullu að bjarga því sem bjargað varð. Þó að rafmagnið hafi farið af kerjunum þá var nægt rafmagn fyrir ljósin í skál- anum. Bilun í rafbúnaði varð til þess að öll 160 ker í kerskála þrjú í álveri Alcan í Straumsvík eru nú óvirk. Starfsmenn reyndu að bjarga einhverjum af kerjunum aðfaranótt mánudagsins, en án árangurs. Frumsýning á myndinni Mission Impossible III Tom Cruise veifar til aðdáenda þegar hann mætir með stæl á sýningu myndarinnar Mission Impossible III Tom Cruise veifar til aðdáenda er hann mætir til frumsýningar á myndinni Missi- on Impossible III Tom Cruise spilar á japanskar trommur sem nefnast„Wadaiko" íTókíó Britney, Kevin og Sean, sonur þeirra hjóna, virðast sæl og glöð í sjónum á ströndinni í Miami. Allt i góðu hjá Britney og Kevin Federline? Allt virðist leika í lyndi þessa dagana hjá þeim hjónakorn- um Britney Spears og Kevin Federline. Fyrir aðeins nokkr- um vikum sagði Blaðið frá því að Britney Spears hefði ráðfært sig við lögfræðinga sína um skilnað við rapparann sem hefur verið henni erfiður. Nú eru þau stödd í sumar- fríi íMiami ogsvo virðist ekki vera sem þau séu skötuhjúin séu á þeim buxunum að skilja. Sástu hvar kúlan lenti? Britney er ófrisk að öðru barni sfnu og er augljóslega farið að sjá á henni. eftir Jim Unger 8-28 w © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 HEYRST HEFUR... Steingrimur J. Sigfússon, þingmaður og formaður Vinstri grænna hefur ávallt verið þekktur fyrir að vera mikill úti- vistarmað- ur. Hann tók sig til s í ð a s t a sumar og gekk þvert yfir ísland einn síns liðs. Um daginn sást hinsvegar til hans skokkandi á stuttbuxum á Sprengisandi. Ekki er vitað hvort hann hafi verið að æfa sig fyrir Reykjvíkurmaraþon- ið sem verður í ágúst eða hafi ákveðið að skokka þvert yfir landið í þetta sinn. Menn eru ekki vanir mót- mælum á 17. júní, en gár- ungarnir velta fyrir sér tilefni hinna þöglu mótmæla Samfylk- ingarinnar að morgni 17. júní. Þá var að venju hald- in minning- arathöfn við grafreit Jóns Sig- urðssonar forseta, þar sem Hanna Birna Krist- jánsdóttir, forseti borgarstjórn- ar, lagði blómsveig að leiði forsetans og frú Ingibjargar. Borgarfulltrúar Samfylkingar- innar mættu hins vegar ekki, sem er afar óvenjulegt. Varla sváfu Dagur B. Eggertsson, Steinunn V. Óskarsdóttir, Stef- án Jón Hafstein og Björk Vil- helmsdóttir öll yfir sig? Wýr liðsmaður hefur bæst í hóp NFS-manna. Það er Símon Örn Birgisson sem áður vann á DV. Fyrsta frétt Símon- ar vakti nokkra athygli en þar sagðihann frábónda sem gaf hundum s í n u m hauslaus hestahræ að éta. Fréttin þ ó t t i nokkuð spaugileg eins og margt sem Símon kem- ur nálægt en margir rifjuðu upp gamla og umdeildari frétt sem Símon skrifaði eitt sinn í DV um hestanauðgarann víð- fræga. Það má orða það þannig að Símon sé ekki af baki dott- inn. Mýhilistinn og vestfjarða- skáldið Eiríkur Örn Norðdahl hefur látið mikið fyrir sér fara und- anfarin ár. Hann h e f u r gefið út allnokkr- ar ljóða- b æ k u r og skáld- sögu í f u 11 r i lengd. Hann hefur einnig ver- ið mikill fánaberi ungskálda á íslandi. Hróður Eiríks hef- ur greinilega borist víða því á heimasíðu hans stendur að hugsanlega muni hann lesa upp ljóð á rokkhátíðinni G- Festival sem haldin er árlega í Færeyjum. valur@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.