blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 22
30 I ÍPRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 21.JÚNÍ 2006 blaðiö SKYNDIPRÓFIÐ HM200Ó 1. Hverjir skoruðu mörk Eng- lendinga á móti Trínidad og Tóbagó? 2. Hvað heitir hinn fertugi markvörður Túnis? 3. Hvaða fyrrum landsliðs- maður Brasilíu er þjálfari japanska landsliðsins? 4. Hvaða leikmaður Ekvador fagnaði marki gegn Kosta Ríka með því að setja upp gula Spider-Man grímu? 'sspame)! uba| 't' 'osg í 'iafiuuinog IIV 'Z 'pjPJJOQ U0A91S 6o ipnoj) JOJOd 'l Angóla - íran Leikstaður: Leipzig. Kl. 14 Staðreyndir um leikinn: • íranir eru úr leik í keppninni eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Ef Angólamenn vinna þennan leik og Mexíkó tapar gegn Portúgal verða þeir jafnir Mexíkönum að stigum í öðru sæti riðilsins. Þá kemst liðið sem hefur betri markatölu áfram. • Angóla hefur spilað leikaðferð- ina 4-5-1 í fyrstu tveimur leikjum sínum en búist er við því að Luis Oliveira Goncalves, þjálfari An- góla, muni skipta yfir í 4-4-2 og tefla fram öðrum sóknarmanni. • Ekki veitir af því Angóla hefur ekki enn skorað í keppninni og varla fengið færi. Stigið fengu þeir eftir markalaust jafntefli við Mexíkó þar sem þeir síðarnefndu óðu í færum. • íranir hafa fengið á sig minnst tvö mörk í síðustu fimm lands- leikjum. Angólamenn munu hafa það í huga þegar þeir freista þess að skora sitt fyrsta mark á HM. Portúgal - Mexíkó Leikstaður: Gelsenkirchen. Kl. 14 Staðreyndir um leikinn: • Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portú- gals, mun líklega hvila Cristiano Ronaldo, Deco, Costinha og Pe- dro Pauleta þar sem þeir eru á gulu spjaldi og yrðu því í banni í 16-liða úrslitunum fengju þeir spjald í þessum leik. • Portúgal er komið áfram og nægir jafntefli til að vinna rið- ilinn. Mexíkómenn þurfa stig út úr leiknum til að komast í 16-liða úrslit. Ef þeir tapa þurfa þeir að treysta á að Angóla vinni ekki íran og hljóti hagstæðari markatölu. • Portúgal og Mexikó hafa mæst einu sinni áður. Það var í vináttu- landsleik 1969 sem endaði með markalausu jafntefli. • Portúgal hefur ekki komist upp úr riðlakeppni HM í 40 ár, eða frá 1966. Liðið hefur unnið alla fimm leiki sína á þessu ári og ekki tapað í 14 leikjum í röð, eða frá því að þeir töpuðu úrslitaleik EM 2004 gegn Grikklandi. • Liðin sem komast upp úr þessum riðli mæta liðunum sem komust upp úr C-riðli - Argentínu og Hollandi. Pedro Pauleta, Cristiano Ronaldo, Luis Figo og Deco á æfingu. Portúgalarnir eru ekki bara frábærir knattspyrnumenn heldur þykja þeir myndarlegir með afbrigðum. Skeytin inn Táningurinn Cesc Fabregas, leikmaður Ar- senal, segir að spænska landsliðið hafi sýnt að það geti unnið hvern sem er og sé til allslíklegt. Spánverjar hafa unnið báða leiki sína í riðlakeppninni og hafa skorað sjö mörk en fengið á sig eitt. „Við höfum unnið tvö sterk Iið og erum mjög ánægðir með frammistöðuna. Við hræðumst ekki neitt,“ sagði Fabregas. Hann kom inn á sem varamaður gegn Túnis og gjör- breytti leik sinna manna með frábærri frammistöðu en svar- aði af hógværð þegar hann var spurður hvort hann ætti ekki að vera í byrjunarliðinu: „Það er ekki mín ákvörðun. Ég reyni alltaf að gera mitt besta þegar ég fæ tækifæri og vonandi verða þau fleiri.“ Rafael Benitez segir að það verði auðveld ákvörðun fyrir Craig Bellamy að ganga til liðs við Liverpool. Rauði herinn hefur boðið 6,5 milljónir punda í Bellamy, sem er 26 ára, og Blackburn hefur samþykkt. „Bellamy er frábær leikmaður sem myndi henta okkur vel. Ég á ekki von á öðru en að hann vilji koma til okkar því ég veit að hann er aðdáandi Liverpool,“ sagði Benitez. Sóknarmenn Liverpool ollu vonbrigðum í fyrra og var markaskor liðsins Nápi' Farðu alla leia I í wyí Srtfjui 1 lífsins með heilbrigðum ■ HM-leikir dagsins: D-riðill Fílabeinsströndin - Serbía og Svart^allaland Leikstaður: Munchen. Kl. 19 Serbía og Svartfjallaland fagnar marki í vináttulandsleik. Þeir hafa ekki haft ástæðu til að fagna á HM enda búnir að tapa báðum leikjum sfnum og á leiðinni heim. Argentína - Leikstaður: Frankfurt. Kl. 19 Staðreyndir um leikinn: • GiovannivanBronckhorst.Arjen Robben, Mark van Bommel og Jo- ris Mathijsen, leikmenn Hollands, verða líklega hvíldir þar sem þeir eru á gulu spjaldi. Sömu sögu er að segja af Argentínumönnunum Juan Roman Riquelme, Gabriel Heinze og Hernan Crespo. • Bæði lið eru komin áfram í 16- liða úrslit eftir sigra á Fílabeins- ströndinni og Serbíu og Svart- fjallalandi. Þar munu þau mæta Mexíkó, Iran eða Angóla. • Argentína og Holland hafa mæst risvar áður i lokakeppni HM. rið 1974 sigruðu Hollendingar, en fjórum árum síðar sigruðu Argentínumenn Hollendinga í úrslitaleik mótsins. Liðin mætt- ust síðast í fjórðungsúrslitum HM 1998. Þá sigruðu Hollend- ingar 2-1 með glæsilegu sigur- marki Dennis Bergkamps á lokamínútunum. • Ef Argentína sigrar verður það í þriðja sinn sem þeir vinna alla leiki sína í riðlakeppninni. Það gerðist á HM1930 og 1978. • Hollenska landsliðið hefur ekki tapað í 14 leikjum í röð og hafði ekki fengið á sig mark í 10 leikjum þegar Fílabeinsstrend- Holland Þessir Niöurlendingar voru í hörkustuði eftir leikinn gegn Fílabeinsströndinni. og vöktu mikla kátínu vegfarenda. ingurinn Didier Zokora skoraði gegn þeim í síðasta leik. Staðreyndir um leikinn: • Bæði lið eru úr leik í keppninni eftir að hafa tapað gegn Argent- ínu og Hollandi. • Didier Drogba, sóknarmaður Chelsea og Fílabeinsstrandar- innar, verður í leikbanni eftir að hafa fengið að líta tvö gul spjöld í keppninni. • Hjá Serbum verður Mateja Kez- man, fyrrum leikmaður Chelsea og núverandi leikmaður Atlet- ico Madrid, í banni eftir brott- rekstur í 6-0 tapleiknum gegn Argentínu. Ognjen Koroman er einnig í banni. Þá verða Ivica Dragutinovic, Dusan Basta, Al- bert Nadj og Danijel Ljuboja frá vegna meiðsla. Fílabeinsströndin og Serbía og Svartfjallaland hafa aldrei mæst áður. Fílabeinsstrendingar hafa aðeins leikið átta landsleiki gegn Evrópuþjóðum og unnið þrjá, gert tvo jafntefli og tapað þremur. Kewell ekki í leikbann með eindæmum lágt á löngum köflum. Harry Kewell verður ekki settur í leikbann þrátt fyrir að Markus Merk, dóm- ari í leik Brasilíu og Ástralíu, hafi tilkynnt um ósæmilega hegðun hans í leiknum. Kewell hellti sér yfir Merk eftir leikinn en Brasilía fékk 25 aukaspyrnur á móti að- eins níu hjá Astralíu og vildi Liverpool-maðurinn meina að dómgæslan hefði hallað óeðli- lega á sína menn.„Maður verður auðvitað pirraður þegar liðið manns er að tapa og eðlilegt að maður láti aðeins heyra í sér. Markus Merk veit að ég meinti ekkert með þessu - þetta er bara hluti af leiknum. Þetta var erfiður leikur að dæma og hann gerði það vel,“ sagði Kewell við fjölmiðla eftir að honum var runnin reiðin. Áströlum nægir jafntefli gegn Króötum til að komast upp úr F-riðli. Sigri Króatar hins vegar verða það þeir sem komast upp úr riðlinum, Andfætlingurinn Harry Kewell.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.