blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 21.06.2006, Blaðsíða 24
32 I MENNING MIÐVIKUDAGUR 21.JÚNÍ 2006 blaöiö Ný skáldsaga frá Peter Carey Ástralski rithöfundurinn Peter Carey er bókmenntaunnendum að góðu kunnur. Hann hefur tvisvar hlotið Booker-verðlaunin fyrir bækur sínar en um verð- launin keppa rithöfundar innan Breska samveldisins. Verðlaunin þykja ein virtustu bókmennta- verðlaun Vesturlanda og meðal verðlaunahafa síðustu ár eru Margaret Atwood, J.M. Coetzee, Ian McEwan, Arundathi Roy og Pat Barker. Nú hefur ný skáldsaga frá Peter Carey litið dagsins ljós. Það myndi æra óstöðugan að telja upp allar þær viðurkenningar sem Peter Carey hefur fengið fyrir verk sín en hann hefur notið mikillar hylli jafnt gagrýnenda sem almennings. Hann er fæddur árið 1943 og fljót- lega hneigðist hugur hans til vísinda. Hann hóf háskólagöngu sína í þeim geira en fljótlega kynntist hann rit- höfundunum Barry Oakley og Mor- ris Lurie sem höfðu töluverð áhrif á PeterCarey hann og í kjölfarið ákvað hann að snúa sér alfarið að skáldskap. Til að byrja með sá hann sér farborða með því að skrifa auglýsingatexta, en margur rithöfundurinn hefur haft lifibrauð sitt af því starfi, t.d. Sal- man Rushdie. Fyrsta skáldsaga Careys kom út árið 1981 en áður höfðu tvö smá- sagnasöfn litið dagsins ljós. Skáld- sagan bar titilinn Bliss og þar fá lesendur að fylgjast með hinum tilvistarkreppta Harry Joe sem lifir af hjartaáfall til þess eins að komast að því að líf hans sé hreint helvíti. Sagan þótti hnyttin og skörp ádeila á samfélag samtímans sem sinnti lítið um umhverfismál og gleymdi sér í bullandi neyslu og sjálfsvorkunn. Margir gátu speglað sig í hinum eymdarlega Harry Joe sem þurfti marga fjöruna að súpa og lesendur tóku Peter Carey strax opnum örmum. Oscar og Lucinda Þekktasta skáld saga Careys er án efa Oscar and Luc- inda. Hún kom út árið 1988. Þar segir frá pari um miðja nítjándu öld sem kynnist fyrir tilviljun og með þeim takast heitar ástir. Þau eiga í undarlegu og harm- rænu sam- bandi sem einkennist nokkuð af sameiginlegri fýsn þeirra í fjár- hættuspil. í sögunni þótti Carey tak- ast einstaklega vel að kryfja harðan raunveruleika hinnar nýju Ástralíu við upphaf níunda áratugar tuttug- ustu aldar sem var fullur af flækjum sem oftar en ekki tengdust árekstri kynþátta og félagslegu misrétti. Árið 1997 var gerð kvikmynd eftir bók- inni sem mörgum er líklega í fersku minni. Gillian Armstrong leikstýrði og fóru þau Ralph Fiennes og Cate Blanchett með hlutverk parsins. Peter Carey hefur oft lýst því yfir að markmið skáldskapar hans sé að uppgötva land sitt og þjóð á nýjan hátt og enginn vafi er á því að í sög- unni Oscar og Lucindia tekst honum það ætlunarverk sitt prýðilega. Ný skáldsaga Hinir fjölmörgu aðdáendur Peter Careys ættu að kætast þessa dagana því nú nýlega kom út ný skáldsaga eftir hann. Hún ber titilinn Theft: A Love Story. „Ég veit eldd l hvort saga mín sé nógu stórbrotin til þess að geta talist harm- saga, þó svo að sannarlega hafi margt ömurlegt hent mig. Hún er svo sannarlega ástarsaga, þó að ástin hafi ekki mætt mér fyrr en ég var kominn vel á legg, en þá hafði ég ekki aðeins misst átta ára son minn heldur líka glatað húsi mínu og vinnustofu í Sydney...“ Svo mælir listamaðurinn Butcher Bones í upphafi nýju skáld- sögunnar. Þar segir frá honum og akfeitum bróður hans, Hugh. Saman hafa þeir flúið harm- How Do You Like Iceland í Iðnó Kolbrún Anna Björnsdóttir og Darren Foreman Við könnumst öll við aulahroll- inn sem hríslast niður eftir bak- inu alla leið niður í tær þegar við sjáum glaðhlakkalegan frétta- mann á skjánum rjúka á granda- lausan túrista á förnum vegi og skella á hann spurningunni: „How do you like Iceland?" Fréttamaðurinn bíður svo spenntur með áleitið blik í auga eftir því að útlendingurinn láti falleg orð falla um land og þjóð. Oftast stynur ferðalangurinn upp einhverju sem hvorki er fugl né fiskur og segir lítið um raunverulegt álit hans á landi og þjóð. Hann segir bara eitt- hvað til að sleppa í burtu. Það hefur lengi verið vinsælt að spyrja poppstjörnur og önnur fyrirmenni sem rekur hingað á land hvernig þeim lítist nú á land og þjóð og verða svörin gjarnan fréttamatur. Eins og oftast þá segir spurningin mun meira um þann sem ber hana upp en þann sem verður fyrir svörum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að við íslendingar erum ákaflega upp- teknir af því hvað öðrum finnst um okkur. Við viljum vita hvað erlendum þjóðum finnst um útrás- ina ógurlegu, fegurðardrottning- una blíðu og álfabörnin í Sigurrós. Skemmst er að minnast heimilda- myndar Kristínar Ólafs sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu í fyrra. Þar tókst Kristín á við ímynd íslensku þjóðarinnar í vitund útlendinga og blandaði saman viðtölum, stað- reyndum og ýmsu myndefni til að spegla íslensku þjóðina. f Iðnó við tjarnarbakkann eru nú að hefjast á ný sýningar á leik- riti Benónýs Ægissonar sem ber þennan skemmtilega titil „How Do You Like Iceland?" Fyrsta sýn- ingin er í kvöld og er leikritið flutt á ensku. Sýningargestir fá að slást í för með leikurnum, þeim Darren Foreman og Kolbrúnu Önnu Björns- dóttur, um ævintýraveröld fslands- sögunnar. Verkið er stútfullt af spaugi og kátínu og Benóný kann þá list að gera góðlátlegt grín að landanum. Þau Darren og Kolbrún bregða sér í gervi ýmissa persóna úr sög- unni og ná að endurspegla flest það sem við íslendingar teljum að geri okkur einstök. Gestir fá m.a. að horfast í augu við kappann Ing- ólf Arnarsson og óskabarnið Leif heppna. Björk kemur einnig við sögu auk fleiri geðþekkra persóna úr samtíð okkar. Fastar sýningar verða einu sinni í viku i Iðnó, á miðvikudögum kl. 20:30, og mun gestum standa til boða sérstakur íslenskur matseðill á veitingastaðnum Tjarnarbakk- anum fyrir sýningu. Cate Blanchett í hlutverki Lucindu í kvikmyndinni Oscar og Lucinda árið 1997. ræna fortíð sína og hafið nýtt líf sem gengur stórtíðindalaust þar til hin þokkafulla og dulúðlega Mar- lene birtist á tröppunum hjá þeim eina vindasama nótt á rándýrum Malono Blahnik skóm. Heimsókn hennar hrindir af stað ófyrirsjáan- legri atburðarás sem á eftir að hafa mikil og afdrifarík áhrif á líf allra sem við sögu koma. Carey þykir tak- ast vel upp í nýju bókinni og leifrar hún af húmor. Sagan er skemmtileg háðsádeila á hinn úrkynjaða lista- heim og er hætt við því að einhverjir kveinki sér undan beittri gagnrýni Careys. Þeir sem láta heillast af ást- inni í titli bókarinnar munu þó sann- arlega ekki verða fyrir vonbrigðum því segja má að bókin sé öllu öðru fremur falleg og frumleg ástarsaga sem mun láta fáa ósnortna. SU DOKU talnaþrautir Lausn síðustu gátu 3 6 8 5 7 9 4 2 1 7 4 5 1 2 3 9 8 6 9 1 2 4 6 8 5 7 3 6 9 3 7 1 2 8 5 4 8 2 4 9 3 5 6 1 7 5 7 1 8 4 6 2 3 9 1 8 6 2 9 7 3 4 5 2 3 7 6 5 4 1 9 8 4 5 9 3 8 1 7 6 2 Su Doku þrautln snýst um að raöa tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aöeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 2 8 7 3 6 2 5 9 9 5 1 1 3 9 4 9 5 8 3 6 9 3 5 6 4 9 7 1 3 4 9 5

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.